Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 6
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Miklar vonir eru bundnar við grósku í nýsköpun og vöxt smærri fyrirtækja sem einn megindrifkraft hagvaxtar á komandi árum, en takmarkaður aðgangur margra smærri fyrirtækja að fjármagni flækir málið. Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland-kauphallarinnar 1. Hvaða refsingu hlaut Gísli Freyr Valdórsson? 2. Á hvernig stjörnu lenti geimfarið Rosetta? 3. Hvaða leikari í Neighbours er væntanlegur til Íslands? SVÖR: 1. Átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. 2. Halastjörnu. 3. Alan Fletcher. VIÐSKIPTI Við innleiðingu reglu- gerða um verðbréfamarkaði hefur verið þrengt meira að starfsemi þeirra hér en gerist í nágranna- löndunum. Kauphöllin (Nasdaq Iceland) birti í gær skýrslu með ráðleggingum um hvernig auka mætti virkni og gagnsemi verð- bréfamarkaðar hér. Dæmi um reglur þar sem lengra er gengið hér en í nágrannalönd- unum eru kvaðir um skráningar- lýsingar vegna smærri útboða. Í lögum um verðbréfaviðskipti hér er veitt undanþága frá gerð lýs- ingar ef heildarsöluverð verðbréfa er undir 100.000 þúsund evrum (rúmum 15,4 milljónum króna) á 12 mánaða tímabili. „Í Svíþjóð eru þessi mörk 2,5 milljónir evra [386 milljónir króna] og í Danmörku ein milljón evra [154 milljónir króna],“ segir í skýrslu Kauphallarinnar. Þá er bent á að í Finnlandi sé við- miðið 1,5 milljónir evra (231 millj- ón króna), en sé útbúið skráningar- skjal í samræmi við reglur MTF markaðar (eins og First North) þá færist mörkin upp í fimm milljónir evra (772 milljónir króna). Mikill tilkostnaður fylgir gerð lýsinga og er áréttað í skýrslunni mikilvægi þess að fyrirtæki geti sótt sér fjármagn með sambæri- legum hætti og í nágrannalönd- unum. Þá hefur villst inn í reglugerðir hér ákvæði um að fjármálafyrir- tæki ein geti sinnt umsjón með töku til viðskipta og gerð lýsinga. Slíkt ákvæði er ekki sagt að finna í nágrannalöndum okkar. „Fleiri valkostir og aukinn fjöl- breytileiki auðveldar félögum í skráningarhugleiðingum að finna ráðgjafa sem þeim hentar, eykur samkeppni og getur þannig lækk- að kostnað við skráningu.“ Lagðar eru fram í skýrslunni tíu leiðir til umbóta, ýmist fallnar til þess að auðvelda fyrirtækjum leiðina og veru á markaði, eða til að glæða áhuga fjárfesta á verð- bréfamarkaði. Þá er einnig lögð fram áætlun um hvernig og hve- nær hrinda mætti þeim í fram- kvæmd. Gangi allt eftir verða þær fyrstu komnar til framkvæmda í lok þessa árs og þær síðustu á haustdögum næsta árs. „Miklar vonir eru bundnar við grósku í nýsköpun og vöxt smærri fyrirtækja sem einn megin- drifkraft hagvaxtar á komandi árum, en takmarkaður aðgang- ur margra smærri fyrirtækja að fjármagni flækir málið,“ er haft eftir Páli Harðarsyni, forstjóra Kauphallarinnar, í tilkynningu um skýrsluna. Með virkari verð- bréfamarkaði standa vonir til þess að samkeppni aukist á fjár- málamarkaði með fleiri valkost- um fyrirtækja í fjármögnun en bankalánum einum. olikr@frettabladid.is Höfum gengið lengra en nágrannalöndin Kauphöllin kynnir tíu tímasettar leiðir til að auka virkni og gagnsemi verðbréfa- markaðar hér á landi. Lagt er til að auka svigrúm fyrirtækja til skráningar og út- gáfu verðbréfa til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndunum. 1 Rýmka undanþágu frá birtingu lýsinga. (Verði lokið 28.02.2015) 2 Rýmka heimildir um umsjón með töku til viðskipta og gerð lýsinga. (28.02.2015) 3 Stytta ferli við töku til viðskipta. (31.05.2015) 4 Staðlaðir skilmálar skuldabréfa. (30.09.2015) 5 Auka fræðslu til markaðsaðila. (31.05.2015) 6 Auka gagnsæi varðandi túlkun Kauphallarinnar á eigin reglum og viðurlagabeitingum. (31.12.2014) 7 Auknar heimildir lífeyris- og verðbréfasjóða til verðbréfalána. (28.02.2015) 8 Styrkja verðmyndun á skuldabréfamarkaði þegar mikil óvissa er til staðar. (31.01.2015) 9 Rýmka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga á MTF. (31.12.2014) 10 Skattafrádráttur fyrir einstaklinga til hlutabréfakaupa. (31.03.2015) Tillögur í skýrslu Kauphallarinnar KAUPHÖLL ÍSLANDS FINNLAND DANMÖRK SVÍÞJÓÐ ÍSLAND 0 1 2 3 4 5 Útboðsfjárhæð Skráningarskjal MTF markaðar * Ekki þarf að gera lýsingu ef útboðsfjárhæð er undir mörkum á 12 mánaða tímabili. ** Í Finnlandi er viðmiðið 1,5 milljónir evra en sé útbúið skráningarskjal, samanber reglur MTF markaða, þá er viðmiðið 5 milljónir evra. FJÁRHÆÐIR ÚTBOÐA SEM FALLA UNDIR UNDANÞÁGU FRÁ GERÐ LÝSINGA* – í milljónum evra 1,5 1,5 0,1 1,0 (5,0) ** ALÞINGI Elín Hirst, þingkona Sjálf- stæðisflokksins, vill vita hvernig vinnu starfshóps um myglusvepp miðar. Sigurður Ingi Jóhanns- son, umhverfis- og auðlindaráð- herra, skipaði starfshópinn í vor. Elín segir stöðu þeirra fasteigna- eigenda sem lenda í því að myglu- sveppur kemur upp í húsnæði þeirra ekki góða. Hún bendir á að fá úrræði séu til staðar fyrir þá sem ekki hafa efni á að láta hreinsa burt myglusveppinn. - ak Elín Hirst krefst upplýsinga: Svarthol vegna myglusveppsins VILL UPPLÝSINGAR Elín segist binda vonir við starfshópinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL „Stjórn Landssam- bands sjálfstæðiskvenna lýsir yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varafor- mann Sjálfstæðisflokksins og innanríkisráðherra.“ Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sam- þykkti í gær. Fram kemur að ályktunin hafi verið samþykkt án aðkomu formanns landssam- bandsins, Þóreyjar Vilhjálmsdótt- ur, sem er aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. - skó Sjálfstæðiskonur álykta: Hanna Birna nýtur stuðnings Í ÓLGUSJÓ Sjálfstæðiskonur styðja vara- formann flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Sveinn Andri Sveins- son, lögmaður Sigurðar Guð- mundssonar, vill að Wayne Squier taugameinafræðingur verði látinn gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til skýringar og stað- festingar á matsgerð í máli Sig- urðar. Sigurður var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2003 fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs. Drengurinn var í daggæslu hjá Sigurði og þáverandi eiginkonu hans árið 2001. Sigurður hefur krafist endurupptöku á máli sínu fyrir Hæstarétti. Samkvæmt krufningarskýrslu var drengurinn talinn hafa lát- ist úr Shaken baby syndrome, eða heilkenni ungbarnahristings. Sigurður hefur ávallt neitað sök og Sveinn Andri fékk doktor Squier, breskan taugameinafræðing, sam- þykktan sem dómkvaddan mats- mann til að fara yfir málið að nýju. Endurupptökunefnd hefur feng- ið kröfu um að málið verði tekið til meðferðar að nýju í Hæstarétti og Squier hefur skilað skriflegu mati þar sem hann komst að þeirri nið- urstöðu að engin merki væru um að barnið hefði verið hrist. Sveinn Andri vill að Squier beri vitni um skýrslu sína í Héraðsdómi vegna endurupptöku. - jhh Enn unnið að því að fá endurupptekið mál manns sem var dæmdur fyrir að bana níu mánaða barni: Taugafræðingur skýri mál sitt fyrir dómi LÖGMAÐURINN Sveinn Andri Sveins- son vill að Wayne Squier beri vitni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ? mánaða fangelsi var dómur Hæsta- réttar yfi r Sigurði árið 2003. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.