Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2014, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 14.11.2014, Qupperneq 56
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 36 FÓTBOLTI Pavel Vrba, landsliðs- liðsþjálfari Tékklands, snýr aftur á kunnuglegar slóðir þegar hans menn mæta Íslandi á Doosan-leik- vangingum í Plzen á sunnudags- kvöld. Vrba lét af störfum hjá Vikt- oria Plzen í desember í fyrra eftir fimm ára farsælt starf sem þjálf- ari liðsins. Vrba vann á þessum tíma tvo meistaratitla með félaginu og einn bikarmeistaratitil. Liðið komst þar að auki tvívegis í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Ég hlakka auðvitað mikið til að koma til baka,“ sagði Vrba í við- tali á heimasíðu Knattspyrnusam- bands Evrópu. „Ég var þar í fimm frábær ár og ég vona að andrúms- loftið og stuðningurinn verði svip- aður og hann var þegar ég var hjá Viktoria Plzen.“ Leikurinn er toppslagur A-riðils undankeppninnar en bæði lið eru ósigruð eftir þrjá leiki. „Það er sjaldgæft að landsleikir fari fram í Plzen en við vildum gera stuðn- ingsmönnum þar greiða.“ Viktoria Plzen er á toppnum í tékknesku deildinni og á fimm fulltrúa í landsliðinu, auk þess sem miðjumaðurinn Vladimir Darida snýr aftur á sinn gamla heimavöll eftir að hafa farið til þýska liðsins Freiburg í sumar. „Ég get ekki beðið eftir að koma til baka, eins og allir strákarn- ir frá Plzen,“ sagði Darida. „Við vitum að þetta verður sérstakt kvöld fyrir þjálfarann okkar og vonandi verður þetta sérstaklega eftirminnilegur leikur.“ Tomas Rosicky, stórstjarna Arsenal, hefur aldrei spilað áður í borginni og er spenntur fyrir leiknum. „Ég er forvitinn um hvernig stemning skapast á vell- inum,“ sagði hann. - esá Þjálfari Tékka verður á heimavelli Pavel Vrba stýrði liði Viktoria Plzen í fi mm ár og vann þrjá stóra titla. VRBA Kann vel sig á Doosan-vellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY JAFNAÐ Á MÓTI BELGUM Alfreð Finnbogason og Hallgrímur Jónasson fagna marki þessi fyrrnefnda í leiknum á móti Belgíu í Brussell í fyrrakvöld. Íslenska liðið jafnaði metin tveimur mínútum eftir fyrsta mark Belga. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@frettabladid.is Frá Brussel í Belgíu FÓTBOLTI Íslenska landsliðið heldur til Tékklands í dag en fram undan er erfið prófraun gegn öflugu liði Tékka þar sem toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 er í húfi. Bæði lið eru ósigruð eftir þrjá leiki en strákarnir máttu þó þola 3-1 tap fyrir Belgíu í vináttulands- leik á miðvikudagskvöldið. Þrátt fyrir úrslitin leit Heim- ir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, björtum augum á framhaldið, ekki síst þar sem margir af þeim leikmönnum sem fengu tækifærið í Brussel náðu að minna rækilega á sig. „Við höfum notað sama byrj- unarliðið í öllum þremur leikjum okkar í undankeppninni til þessa og þessir strákar sem spiluðu í gær sýndu okkur og íslensku þjóð- inni hvað þeir gátu. Þeir gerðu margir hverjir mjög vel. Það sem gladdi okkur þjálfarana helst var að hver og einn þeirra gjörþekkti sitt hlutverk,“ sagði Heimir í sam- tali við Fréttablaðið á hóteli liðsins í Brussel í gær. Hann játar því að það hafi verið ákveðin óvissa að senda jafn óreynt lið til leiks gegn öflugu liði Belgíu. „Belgar eiga hágæða leik- menn sem spila í bestu deildum í heimi og við vissum að maður gegn manni teljast þeir alltaf sterkari en við, sama hvaða liði við hefðum stillt upp í gær. En okkar helsti styrkleiki er liðsheildin og við sýndum í þessum leik hversu mikilvæg hún er.“ Margir þeirra sem spiluðu gegn Belgíu minntu á sig og Heimir segir að frammistaða þeirra hafi sent ákveðin skilaboð inn í leik- mannahóp íslenska liðsins. „Leik- menn vita nú að við eigum leik- menn fyrir utan það byrjunarlið sem við höfum notað í undan- keppninni sem geta komið inn, spilað á stóra sviðinu og skil- að sínu hlutverki vel. Það hjálp- ar til og þetta tekur leikmenn úr ákveðnum þægindaramma.“ Landsliðið æfði í Brussel í gær og mun æfa öðru sinni í dag áður en það heldur yfir til Tékklands. Nokkrir leikmenn hafa verið tæpir vegna smávægilegra meiðsla en Heimir hefur ekki nokkrar áhyggj- ur af stöðu liðsins fyrir leikinn mikilvæga á sunnudag. „Ég veit að það verða allir klárir í þennan leik enda ekki einn einasti maður í leikmannahópnum sem vill missa af tækifærinu að taka þátt í honum,“ segir hann. Klárir á stóra sviðið Heimir Hallgrímsson segir engan í íslenska liðinu geta verið öruggan með sæti sitt eft ir frammistöðu „varamannanna“ í 3-1 tapinu fyrir Belgíu í fyrrakvöld. Emil Hallfreðsson var eini leikmaður íslenska liðsins sem ekki gat tekið þátt í æfingu þess í Brussel í gær af fullum krafti. Hann hefur verið með eymsli í baki og var ákveðið að taka enga áhættu með hann í gær. Miðverðirnir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen hafa báðir verið tæpir vegna meiðsla en æfðu þó með liðinu í gær. „Það er allt í góðu með þá,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins. „Emil er hins vegar enn tæpur eftir að hafa fengið aðeins í bakið. Þetta var þó meira varúðarráðstöfun að láta hann taka því rólega í dag,“ segir Heimir sem reiknar með því að hann verði klár í slaginn fyrir leikinn gegn Tékklandi á sunnudag. - esá Emil glímir enn við bakmeiðsli FÓTBOLTI Ásgeir Börkur Ásgeirsson gekk aftur í raðir Fylkis í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær- kvöldi, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt. Ásgeir spilaði í atvinnumennsku í sumar í annað skiptið á ferlinum, en hann var á mála hjá sænska B-deildarliðinu GAIS. Víkingur var einnig á eftir Ásgeiri þegar ljóst var að hann ætlaði sér að koma heim, en miðjumaðurinn kaus að halda aftur heim í Lautina þrátt fyrir áhuga Fossvogsliðsins. Hann er fjórði Árbæingurinn sem snýr aftur til Fylkis á árinu, en fyrir tímabilið kom Andrés Már Jóhannesson aftur úr atvinnumennsku, Albert Brynjar Ingason kom frá FH á miðju tímabili og þá sneri Ingimundur Níels Óskarsson aftur í Árbæinn, einnig frá FH, fyrr í vetur. - tom Fjórða heimkoman í Árbæinn á árinu KLAPPAÐ OG KLÁRT Ásgeir Börkur Ásgeirsson handsalar nýjan samn- ing við Fylkismenn í Lautinni í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPORT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.