Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 14. nóvember 2014 | SKOÐUN | 17 „Ég borga glaður skatta,“ sagði Oliver Wendell Holmes, þaulsætnasti dómari í sögu Hæstarétt- ar Bandaríkjanna og einn sá virtasti. „Fyrir þá kaupi ég siðmenningu.“ Ég hef löngum verið sammála þessum orðum. Ég borga sátt skatta því það sem ég fæ fyrir þá finnst mér ómetanlegt. Með sköttum tryggi ég mér og öðrum aðgengi að menntun, heilbrigðis- kerfi, félagslegu öryggisneti, fjölbreyttu menn- ingarstarfi, íþróttastarfi, hreinu og snyrtilegu umhverfi, já og hversdagslegum hlutum eins og þeim munaði að geta sturtað niður í klósettinu mínu og það sem hvílir í skálinni hverfur eins og fyrir töfra eitthvert út í veröldina. Fyrir skatta kaupi ég siðmenningu. Um fátt er rætt af meiri ákafa um þess- ar mundir en áttatíu milljarðana sem mörg- um finnst ríkisstjórnin hafa sturtað niður í klósettið undir merkjum hinnar svo kölluðu skuldaleiðréttingar. Hvað sem spunakúnstum forsætisráðherra og fjármálaráðherra líður er flestum ljóst að peningarnir koma úr ríkis- sjóði, sameiginlegum potti allra landsmanna sem fyrst og fremst þrífst á skattfé. Þótt þeir sem unnu pening í Framsóknarlottóinu fagni búbótinni telst þetta stærsta kosningaloforð Íslandssögunnar þó tæplega vera fjárfesting í siðmenningu. Enn hriktir í stoðum heilbrigðis- kerfisins. Tækjakostur spítala er í lamasessi. Krabbameinssjúklingar fá ekki nýjustu krabba- meinslyf jafnhratt og þegnar annarra siðaðra þjóða. Læknar fá ekki laun sem hæfa mikil- vægi þeirra og menntun. Fræðslumál þjóð- arinnar eru í uppnámi. Tónlistarkennarar fá ekki mannsæmandi laun. Stórlega er þrengt að rekstri framhaldsskóla og háskólastarfi er teflt í hreina tvísýnu vegna meðal annars skítalauna háskólaprófessora. Áttatíu milljarðar hljómar sem há upphæð, í raun svo há að það er erfitt að henda reiður á henni. Samt láta ráðamenn eins og ríkissjóð muni ekkert um hana, eins og þetta sé bara eitt- hvert klink. Það er því vert að skoða hvað fæst fyrir áttatíu milljarða. Hvað má kaupa fyrir áttatíu milljarða króna? 1) Fyrir áttatíu milljarða má greiða 600 læknum laun í tíu ár. 2) Fyrir áttatíu milljarða má senda hvern ein- asta Íslending í viku lúxusfrí til Kanaríeyja. 3) Fyrir áttatíu milljarða má byggja heilt hátæknisjúkrahús. 4) Fyrir áttatíu milljarða má greiða 22.000 Íslendingum listamannalaun í heilt ár. 5) Fyrir áttatíu milljarða má greiða 2.000 tón- listarkennurum laun í tíu ár. 6) Fyrir áttatíu milljarða má kaupa DataMar- ket, íslenska sprotafyrirtækið sem selt var á dögunum, sjötíu sinnum. 7) Fyrir áttatíu milljarða má kaupa eitt rótgrón- asta olíufélag landsins, Skeljung, tíu sinnum. 8) Fyrir áttatíu milljarða má kaupa tíu hríð- skotabyssur handa hverjum einasta landsmanni. 9) Fyrir áttatíu milljarða má kaupa tíu hótel- háhýsi við Höfðatorg. 10) Fyrir áttatíu milljarða má kaupa fornfá- legum, tækifærissinnuðum stjórnmálaflokki með framtíðarsýn á við blindan snigil sigur í þingkosningum. Tíu hlutir sem kosta 80 milljarða Í DAG Sif Sigmarsdóttir rithöfundur Hugmyndir flestra um heil- brigðiskerfi er spítali, heilsu- gæsla, læknastofur og hjúkr- unarheimili. Þessi starfsemi heilbrigðiskerfisins er hluti af stærri köku sem kalla má heil- brigðisiðnað. Til hans telst fleira en fyrrnefndir þættir eins og háskólar og framhaldsskólar sem mennta fagfólk í heilbrigð- isvísindum, lyfjafyrirtæki, aðil- ar í sjúkraflutningum, fyrirtæki sem þróa vörur fyrir heilbrigð- isþjónustu, þjónustufyrirtæki sem þjóna heilbrigðiskerfinu, fyrirtæki sem bjóða upp á heilsutengda þjónustu (Bláa lónið) auk fleiri aðila sem starfa á þessum vettvangi (Krabba- meinsfélagið). Undanfarin misseri hafa aðilar í heil- brigðistengdri starfsemi unnið að efl- ingu og mótun íslenska heilbrigðisklas- ans (Iceland Health). Markmiðið með heilbrigðisklasasamstarfinu er að vinna að stefnumótun fyrir heilbrigðistengda atvinnustarfsemi, þar sem markmiðið er að efla verðmætasköpun meðal fyrir- tækja og stofnana innan greinarinnar. Mikilvæg fyrir þjóðarbúið Á Íslandi starfar fjöldi fyrirtækja sem þróa vörur fyrir heilbrigðismarkað eins og Össur, Actavis og Nox Medical auk fjölda annarra. Fyrirtæki í þess- ari grein hafa yfir 3.000 starfsmenn og þeim fjölgar, því nýlega tilkynnti fyrir- tækið Alvogen að það stefndi á að ráða yfir 200 manns á næstu árum. Þessi fyr- irtæki sem þróa vörur fyrir heilbrigðis- markað eru gríðarlega mikilvæg fyrir þjóðarbúið. Framlag þeirra til rann- sókna er mælt í milljörðum og störfin sem þessi fyrirtæki skapa eru hálauna- störf og eftirsótt. Það er álit aðila í heil- brigðisklasanum að þessa starf- semi megi auka til muna með einföldum aðgerðum, t.d. með skattaívilnunum og hagstæðari rekstrarskilyrðum. Umhverf- ið sem þessum fyrirtækjum er skapað til að starfa hér á Íslandi er að mörgu leyti gott, en til að efla sam- keppnishæfni þessara fyrirtækja þarf að bæta starfsskilyrði þeirra. Tíu þúsund störf Með einbeittum aðgerðum, áhuga og vilja er hægt að fjölga þessum störfum úr ca. 3.000 í yfir tíu þúsund á næstu tíu árum með því að bæta starfsskilyrði þessara fyrirtækja. Þar með er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, fjölga eftir- sóttum störfum og tryggja að vel mennt- að fólk velji að starfa á Íslandi. Þessi fyrirtæki starfa á alþjóðlegum mörk- uðum, þau laða að erlent starfsfólk og erlent fjármagn. Það er samdóma álit þeirra aðila sem standa að heilsuklasan- um að þessi fyrirtæki séu jákvæð fyrir efnahagslífið, þau tryggja vísindastörf í landinu, þau skapa aðlaðandi starfs- umhverfi fyrir ungt velmenntað fólk og auka hag heildarinnar. Fram undan er frekari vinna aðila innan heilbrigðisklasans við að þróa stefnumótun fyrir heilbrigðisiðnaðinn og hvernig hægt er að styrkja þessa mikilvægu atvinnugrein sem er ljósið í skammdeginu. Styrkjum heilbrigðis- tengda atvinnustarfsemi Áttatíu milljarðar hljómar sem há upphæð, í raun svo há að það er erfitt að henda reiður á henni. Samt láta ráðamenn eins og ríkissjóð muni ekkert um hana, eins og þetta sé bara eitthvert klink. HEILBRIGÐIS- MÁL Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur ➜ Undanfarin misseri hafa aðilar í heilbrigðis- tengdri starfsemi unnið að efl ingu og mótun íslenska heilbrigðisklasans (Iceland Health). Í eitt skipti sem ég var að breyta um lífsstíl ákvað ég að verðlauna mig fyrir vel heppnaða viku með því að kaupa íslenska tón- list á hverjum föstudegi. Á nokkrum mánuðum komst ég í mun betra form og safn mitt af gæða geisla- diskum stækkaði verulega. Þegar ég spila þessa ágætu diska velti ég oft fyrir mér hvernig svona fámenn þjóð eins og við getum haldið úti svona hágæða tónlistarlífi. Íslenskir tón- listarmenn hafa í áratugi gefið út hágæða efni, sumt skemmtilegra en annað, en jafnvel tónlist sem mér finnst minna skemmtileg ber öll merki mikillar fagmennsku. Þó ég geti afar lítið spilað sjálfur á hljóðfæri og enn minna sung- ið þá sé ég fagmennskuna skína af hverju strái tónlistarakursins. Fagmennsku sem ýmsar stéttir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Fagmennskan sést ekki aðeins á öflugu diskasafni síðustu ára heldur blómstrar fagmennskan á ýmsum viðburðum, hátíðum, tón- leikum, leikritum, bæjarhátíðum, útvarpi, sjónvarpi og víðar. Ég spái stundum í því hvernig samfé- lagið væri ef við hefðum enga tón- list í eina viku. Aðeins dauðaþögn eða hávaði. Hvaðan kemur þessi fagmennska? Við getum auðvitað leitað skýr- inga í menningu og sögu, en það dugar skammt. Skýringarnar hljóta að liggja að stórum hluta nær. Auðvitað býr fagmennskan í öflugu, hæfileikaríku tónlistar- fólki og fólki í tengdum greinum sem leggur alúð við það sem það gerir. En verandi hluti af samfé- lagi sem metur menntun afar mik- ils þá hljótum við einnig að sjá að öflugt tónlistarskólakerfi er órjúf- anleg og í raun meginstoð í þeirri fagmennsku sem hér hefur verið byggð upp. Án þess að hafa lesið rannsóknir sem styðja þá ályktun mína þá blasir það við mér. Svona heilsteypt, fjölbreytt og viðvarandi fagmennska er ekki að öllu leyti sjálfsprottin. Hvaða gildi liggja að baki? Það vekur því mikla furðu að heyra fréttir af því að tónlistarkennarar fái mun lægri laun en aðrir kenn- arar í Kennarasambandi Íslands. Mun lægri laun en grunnskóla- kennarar sem eru langt frá því að vera ofaldir. Hvaða gildi liggja þar að baki? Hvaða rök liggja að baki þeirri ákvörðun að bjóða einni stétt kennara muna lakari kjör en öllum öðrum? Verkfall tónlistarkennara stopp- ar líklega ekki svokölluð hjól atvinnulífsins á sama hátt og verk- fall flugmanna gerir. En hvaða áhrif hefur kjaradeilan til lengri tíma? Viljum við sem samfélag ýta tónlistarkennurum í önnur störf, bara losna við þá alla? Eða viljum við halda áfram að fá fagmenn til að kenna börnunum okkur en ekki borga þeim nema brot af launum annarra kennara? Hvað kýst þú? Viðsemjendur tónlistarkennara eru ekki bara einhver nefnd sem vinnur í tómarúmi án þess að það komi okkur við. Viðsemjendur eru fulltrúar okkar, þeir vinna fyrir okkur til að byggja áfram upp betra samfélag. Hefur þú sagt stjórn þíns sveitarfélags hvað þú vilt? Hvort heldur sem við eigum börn í tónlistarnámi eða ekki þá hljótum við að styðja kjarakröf- ur tónlistarkennara. Það er ekki boðlegt að þessi deila verði áfram óleyst. Látum í okkur heyra, styðj- um fagmennsku og leyfum börn- unum og tónlistinni að blómstra áfram. Fagmennska fram í fi ngurgóma LEIÐRÉTTINGIN Í HÖFN Framsóknarflokkurinn boðar til opins fundar á Grand Hótel laugardaginn 15. nóvember klukkan 11:00. Dagskrá: 11:00 Ávarp og kynning á helstu niðurstöðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra 11:20 Pallborðsumræður: • Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra • Elsa Lára Arnardóttir, alþingismaður • Guðbjörn Guðbjörnsson, stjórnsýslufræðingur • Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness Fundarstjóri: • Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Elsa Lára Arnardóttir Guðbjörn Guðbjörnsson Eygló Harðardóttir Vilhjálmur Birgisson Vigdís Hauksdóttir MENNING Stefán Hrafn Jónsson félagsfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.