Fréttablaðið - 14.11.2014, Qupperneq 54
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 34
BAKÞANKAR
Kolbeins Tuma
Daðasonar
„Ég myndi segja að tónlistarsenan í Þórshöfn sé
mjög lík þeirri reykvísku, bara í smærra sniði,“ segir
færeyski tónlistarmaðurinn Marius Ziska. „Það
búa kannski tíu sinnum fleiri í Reykjavík heldur en
í Þórshöfn en það er sami fílingurinn. Allir þekkja
alla og allir hafa unnið saman á einhverjum tíma-
punkti.“
Maríus er staddur hér á landi ásamt hljómsveit
sinni til að leggja lokahönd á nýja plötuna sem kemur
út í mars á næsta ári. „Platan er tilbúin en Addi 800
er að hljóðblanda hana núna,“ segir Marius, sem hóf
Litla Íslandstúrinn með Svavari Knúti í gær í Kefla-
vík. Kapparnir halda síðan til Hafnarfjarðar, Akur-
eyrar og Akraness en þeir hafa tekið upp lagið Tokan
saman. Lagið verður á hinni nýju plötu Maríusar.
Maríus er vonarstjarna í færeysku tónlistarsen-
unni en hann fór til dæmis í Evróputúr ásamt hinni
þjóðkunnu Eivöru Pálsdóttur, sem syngur líka dúett
með honum á nýju plötunni. - þij
Það búa kannski tíu sinnum fleiri í
Reykjavík heldur en í Þórshöfn en það
er sami fílingurinn.
Reykingafasistinn
★★★ ★★
Grafir & bein
Leikstjóri: Anton Sigurðsson
Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson,
Nína Dögg Filippusdóttir, Elva María
Birgisdóttir, Gísli Örn Garðarsson
Hryllingsmyndir hafa því miður
verið af mjög skornum skammti
í íslenskri kvikmyndasögu, rétt
eins og aðrar „genre“-myndir eða
greinamyndir. Því var Grafir &
bein kærkomin viðbót en þetta er
fyrsta verk hins unga leikstjóra
Antons Sigurðssonar.
Myndin fjallar um hjónin Gunn-
ar og Sonju sem hafa aldeilis séð
tímana tvenna. Gunnar er útrás-
arvíkingur sem féll í ónáð en ofan
í það hafa hjónin misst sitt eina
barn. Þegar bróðir og starfsfélagi
Gunnars fremur sjálfsmorð ásamt
eiginkonu sinni halda Gunnar og
Sonja upp í sveitahús hjónanna
látnu til að huga að Perlu, dóttur
þeirra. Skrýtnir og óhugnanlegir
atburðir fara að hrannast upp og
brátt kemur í ljós að ekki er allt
með felldu þar í sveitinni.
Grafir & bein er ágætis
skemmtun og býður upp á góð
bregðuatriði. Myndatakan er mjög
flott og skotin eru oft vel útpæld.
Handritið er hins vegar ansi
þunnt en það eru helst gapandi
holur í plottinu sem angra. Snún-
ingarnir í plottinu ganga einfald-
lega ekki upp. Þá byrjar mynd-
in á því að byggja upp spennu
sem nær síðan ekki jafn ærandi
hápunkti og maður hefði viljað.
Draugarnir eru ógnvænlegir en
frekar hlutlausir – maður hefði
viljað fá miklu meira frá þeim.
Myndin gerir í því að „íslenska“
bandarískar hryllingsmyndaklisj-
ur; ískrandi róla í garðinum, barn
sem tengist andaheiminum, sveit-
ungur sem varar fáfróða borgar-
fólkið við draugagangi. Þetta er
allt gott og blessað og gaman að
fá séríslenska útgáfu af þessu, en
frumlegt er það ekki.
Myndin er sæmilega gerð þó
hún sé greinilega ekki svaka dýr,
tæknibrellurnar eru góðar fyrir
utan atriðið í hápunkti myndarinn-
ar. Leikararnir standa sig sæmi-
lega, sérstaklega Nína Dögg þó
karakter hennar sé frekar flatur.
Þó er alltaf sama vesenið á íslensk-
um kvikmyndum – talmálið. Sam-
ræðurnar eru stirðar og óþjálar og
það vantar eitthvað upp á að þær
hljómi raunverulega. Ég ímynda
mér að þetta sé leikhúsveiran sem
smitast yfir í kvikmyndirnar, þar
sem leikarar læra að tala hátt og
skýrt þannig að fólkið aftast í saln-
um geti heyrt. Eins og hver sem
hefur horft á íslenska kvikmynd
veit þá er þetta leikhúseinræðu-
vesen eitt stærsta vandamálið við
íslenskar myndir. Það er svo oft
eins og leikararnir lesi upp text-
ann í staðinn fyrir að segja hann á
sannfærandi hátt.
Sem forfallinn hryllingsmynda-
aðdáandi myndi ég alveg mæla
með Grafir & bein upp á skemmt-
anagildið. Hins vegar bíð ég
spenntur eftir því að íslenskur
leikstjóri sleppi því að horfa til
vesturs eftir innblæstri og sæki
frekar í íslenska sagnaarfinn,
sem er svo stútfullur af skelfi-
legum viðbjóði að það væri hægt
að gera einhverjar áhrifaríkustu
hryllingsmyndir samtímans ef það
yrði gert rétt. Þá þurfa menn að
huga að holum í söguþræðinum og
leikarar þurfa í guðanna bænum
að hætta að leika eins og þeir séu
að lesa upp af blaði.
thorduringi@frettabladid.is
NIÐURSTAÐA: Ágætis byrjun hjá
ungum leikstjóra fyrir utan holur í
söguþræðinum.
Þunn en skemmtileg
GÓÐ BREGÐUATRIÐI Grafir & bein er fín skemmtun þótt ekki sé frumleikanum
fyrir að fara.
Færeyska senan lík þeirri íslensku
Maríus Ziska frá Færeyjum hóf Litla Íslandstúrinn ásamt Svavari Knúti í gær.
MARÍUS
ZISKA
Starfar
með
Svavari
Knúti.
F
RÉ
TT
AB
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Ekki veit ég hvort það var uppeldið eða einhver skoðun sem ég ræktaði
með mér. Það var allavega ekki slagar-
inn hennar Ruthar Reginalds því aðeins
klassísk tónlist heyrðist á heimili mínu
þar til ég flutti að heiman. Sígarettur
hafa einfaldlega alltaf verið „vondar“ í
huga mér og skiptir þá engu í hvað átt
er litið. Þær brenna peningum, lyktin af
reyknum og reykingafólki getur verið
hrikaleg og svo hin vel þekkta skaðsemi
þegar kemur að heilsunni.
Í fáum stéttum er jafnmikið reykt og hjá
fjölmiðlafólki. Einhver blanda af hefð
og stressi líklega en margt besta og
skemmtilegasta fjölmiðlafólk lands-
ins reykir. Hópferðirnar í reyk-
ingaskúrinn hjá 365 eru stöðugar
yfir daginn þar sem fólk slúðr-
ar og deilir leyndarmálum sem
ég fæ svo að heyra löngu síðar.
Þegar þau eru ekki lengur
leyndarmál. Líklega eina nei-
kvæða hlið þess að standa utan við
þennan sértrúarsöfnuð.
EIN versta hlið reykinga er sóða-
skapurinn og óvirðingin fyrir umhverf-
inu sem sumt reykingafólk sýnir. Sígar-
ettur, já og tyggjó, virðast vera þeir tveir
hlutir sem stór hluti samfélagsins virðist
samþykkja að megi henda hvert sem er.
Nú síðast í vikunni mætti ég gesti á Ice-
land Air waves-tónlistarhátíðinni á göngu
upp Laugaveginn. Augu okkar mættust
og um leið naut hann síðasta innsogsins
áður en sígarettan fór sína leið á gang-
stéttina.
HVAÐ ég hefði viljað vera Michael
Douglas í Falling Down á því augnabliki
og missa mig. En hvers vegna er þetta
svona? Af hverju eru örlög strætóskýla
landsins að gegna hlutverki kirkjugarða
fyrir sígarettustubba? Læðist sú hugsun
aldrei að fólki, sem fleygir stubbunum
sínum á jörðina, að um barnalega hegðun
sé að ræða?
BARNIÐ ég á enn eftir að taka minn
fyrsta smók og ætli hann bíði ekki til
sjötugs þegar ég fer „all in“ og prófa allt
dópið sem ég hef farið á mis við. Það verð-
ur alvöru partí. Ég lofa samt að taka tillit
til umhverfisins og næsta manns.
4, 5, 8, 10:20
8, 10:30
10
6, 8
4-H.S. MBL
-T.V. Bíóvefurinn.is
5%
DUMB AND DUMBER KL.5.30 - 8 - 10.30
ST. VINCENT KL.5.30 - 8 - 10.20
NIGHTCRAWLER KL. 8 - 10.25
GRAFIR OG BEIN KL. 5.50 - 8
BORGRÍKI KL. 5.45 - 10.10
T.V. SÉÐ & HEYRT
ÍSLAND HEFUR ALDREI LITIÐ BETUR ÚT Á HVÍTA TJALDINU
EMPIRE
NEW YORK POST
TIME OUT LONDON
VARIETY
DUMB AND DUMBER KL.5.30 - 8 - 10.20
DUMB AND DUMBER LÚXUS KL.5.30 - 8
INTERSTELLAR KL 5.30 - 9
INTERSTELLAR LÚXUS KL. 10.25
GRAFIR OG BEIN KL. 5.45 - 8
FURY KL 8 - 10.50
BORGRÍKI KL 5.45
GONE GIRL KL.10.10
KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL. 3.30
SMÁHEIMAR ÍSL TAL 2D KL. 3.30
VINCENTST.
MISSIÐ EKKI AF “FEELGOOD” MYND ÁRSINS!
KRINGLUNNI
AKUREYRIKEFLAVÍK
SPARBÍÓ
ÁLFABAKKA EGILSHÖLL
„BESTA SVEPPAMYNDIN TIL ÞESSA“
H.J. FRÉTTATÍMINN
EMPIRE NEW YORK POST
T.V. SÉÐ & HEYRT
TIME OUT LONDON
MISSIÐ EKKI AF “FEELGOOD” MYND ÁRSINS!