Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 46
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26 BÆKUR ★★★ ★★ Kamp Knox Arnaldur Indriðason VAKA HELGAFELL Þótt Erlendur Sveinsson hafi geng- ið inn í myrkrið í lok Furðustranda og lesendur verið skildir eftir með vangaveltur um hvort hann væri lífs eða liðinn er hann enn spræk- ur í Kamp Knox, nýj- ustu skáldsögu Arn- aldar Indriðasonar, sagan fjallar sem sé um hann á yngri árum eins og síðustu bækur Arnaldar. Hér er hann 33 ára gamall, nýskil- inn, nýbyrjaður í rann- sóknarlögreglunni og vinnur þar undir hand- arjaðri Marion Briem sem einnig hefur geng- ið í endurnýjun lífdaga í undanförnum bókum. Þeir félagar eru sjálf- um sér líkir; Erlendur hugsar um mannshvörf og Marion heimsækir berklahælið sem hann/hún dvaldi á í æsku, og satt best að segja er þetta kombó að verða heldur þreytt. Ekki bætir úr skák að Arnaldur sjálfur virð- ist vera orðinn frekar leiður á þeim félögum og bætir svo sem engu við sögur þeirra sem ekki var áður vitað. Er ekki kominn tími til að veita þeim hvíldina bara? Málin sem eru til rannsókn- ar í Kamp Knox eru tvö: annars vegar morð á Íslendingi sem virð- ist hafa verið framið í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli og hins vegar hvarf ungrar stúlku í nágrenni við Kamp Knox 25 árum fyrir raun- tíma sögunnar sem er 1979. Hvor- ugt málið er sérlega spennandi en lýsingar Arnaldar á umhverfi og lífi í herstöðinni á þessum tíma eru skemmtilegar og áhugaverðar og smá púður hleypur í þráðinn þegar inn í fléttast grunsamlegar flug- vélar sem þar lenda án vitneskju íslenskra flugmálayfirvalda og grunur vaknar um að þar séu geymd kjarnorkuvopn. Sá þráður rennur hins vegar hálfpartinn út í sandinn og lesandinn er engu nær. En bráð- skemmtilegar lýsingar á hallæris- gangi Íslendinga í samskiptum við herinn og fullkominni fyrirlitningu hermann- anna á íslenskri sveita- mennsku lyfta frásögn- inni í þeim köflum og gera söguna skemmti- legri aflestrar. Nafn bókarinnar er svolítið villandi. Það er dregið af þeirri athuga- semd Erlendar að Kan- arnir líti á Ísland sem eitt stórt Kamp Knox en kampurinn sem slíkur kemur sáralítið við sögu. Málið sem honum tengist, hvarf ungu stúlkunnar, reynist ekki hafa neitt með Kamp Knox að gera og kampurinn sjálfur auðvitað liðinn undir lok á sögutímanum. Það sem gerir það að verkum að bókin heldur athygli lesand- ans, þrátt fyrir allt, er eingöngu færni Arnaldar í frásögn og plott- vafi. Hann kann þetta upp á sína tíu fingur og gerir vel að vanda, en mikið væri nú skemmtilegt að fá frá honum bók sem ekki væri bund- in melankólíum þeirra Erlendar og Marion. Við lifum í þeirri von til 1. nóvember á næsta ári. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Hefðbundin en heldur daufleg saga úr flokknum um lögreglu- mennina Erlend og Marion. Vel skrifuð og plottuð en ansi þunn í roðinu. Erlendur og Marion á bömmer – aft ur! ARNALDUR INDRIÐASON „Hvorugt málið er sérlega spennandi en lýsingar Arnaldar á umhverfi og lífi í herstöðinni á þessum tíma eru skemmtilegar og áhugaverðar.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TÓNLIST ★★ ★★★ Ísland. Meditations & Arrangements. Icelandic Folksongs Þórarinn Stefánsson POLARFONIA Við fyrstu sýn er geisladiskur Þórarins Stefánssonar píanóleik- ara áhugaverður. Á honum eru hvorki meira né minna en fimm- tán útsetningar og hugleiðingar um lagið Ísland, farsælda frón eftir mismunandi tónskáld. Auk þess eru á geisladiskinum önnur lög í svipuðum stíl. En gamanið kárnar þegar geisladiskurinn er settur á fón- inn. Ísland, farsælda frón er ekki beint skemmtilegasta lag í heimi, og þrátt fyrir að innan um séu fallegar útsetningar, þá er heild- arsvipurinn óttalega grár. Þór- arinn spilar samt ágætlega, en hann er dálítið skaplaus. Aðal- vandamálið er þó fyrst og fremst hljómurinn á diskinum. Þórarinn hefur valið þá leið að taka disk- inn upp í stofunni heima hjá sér. Hann leikur á sinn eigin flyg- il, sem er örugglega hin fínasta stofu græja, en býr ekki yfir mik- illi breidd. Upptakan sjálf er ekki heldur góð. Satt að segja er hún afar flatneskjuleg. Styrkleika- brigðin eru nánast engin. Fyrir bragðið gerist ekkert í lögunum. Þar er ekki að finna neina snerpu, ekki neitt líf, engin litbrigði eða drama – ekki neitt. Tónlistin bara líður áfram í skelfilegri ládeyðu. Þetta er synd, því eins og áður sagði eru ágæt verk á diskinum. Útsetningar Kolbeins Bjarnason- ar og Ríkarðs Arnar Pálssonar eru fallegar. Hugleiðing Olivers Kentish um gamalt stef er líka hrífandi. En það dugar ekki til. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Vel spilaðar en misskemmtilegar útsetningar sem í þokkabót hljóma illa. Mætti hljóma betur „Gælunafnið á þessum tónleikum er Valdatónleikar því þeir sameina tónlist Sigvalda Kaldalóns og Þor- valds Gylfasonar.“ Þannig byrjar Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Langholtskirkju, þegar hann er beðinn að segja stuttlega frá tón- leikum kórsins á sunnudaginn. „Heildarútgáfa á verkum Sig- valda Kaldalóns er í undirbún- ingi, við tókum að okkur kórlög- in og sjáum nú fyrir endann á því verkefni,“ heldur Jón áfram. „Þetta er rosalegt magn, næstum 50 lög og við ætlum að flytja úrval- ið af þeim, til dæmis Þótt þú lang- förull legðir, Ísland ögrum skor- ið og Ave María. Mér finnst Ave Marían hans Kaldalóns ein sú fal- legasta af öllum Ave Maríum sem samdar hafa verið. Hún hefur verið útsett fyrir einsöngvara og kór og það var voða lítið mál fyrir mig að breyta henni alfarið í kór- verk. Við flytjum nefnilega tvö lög úr Dansinum í Hruna, annað þeirra fjallar um það þegar kirkj- an sekkur, þess vegna fannst mér við verða að enda á Ave Maríu og bætti henni því við en hún er ekki á upptökunum.“ Jón segir Þorvald Gylfason svo hafa gaukað að honum sjö sálmum við texta eftir Kristján Hreinsson og kórinn ætlar að frumflytja þá. „Þorvaldur er gríðarlega aktífur, alltaf að semja músík og er kom- inn í um 70 tónverk – fer að nálg- ast Kaldalóns,“ segir hann. „Mér finnst gaman að tefla saman því nýjasta í tónlistinni og því sígilda.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 17 á sunnudag. Tómas Guðni Eggerts- son leikur á píanó. Miðasala fer fram á vefnum tix.is og almennt miðaverð er 2.000 en 1.500 fyrir félaga í Listafélagi Langholts- kirkju og eftirlaunaþega. gun@frettabladid.is Tefl ir saman nýrri tónlist og sígildri Kórlög eft ir Sigvalda Kaldalóns og sjö ný sálmalög eft ir Þorvald Gylfason við sálma Kristjáns Hreinssonar verða fl utt á tónleikum Kórs Langholtskirkju á sunnu daginn. Stjórnandinn, Jón Stefánsson, kallar þá Valdatónleika. STJÓRNANDINN „Mér finnst Ave Marían hans Kaldalóns ein sú fallegasta af öllum Ave Maríum sem samdar hafa verið,“ segir Jón Stefánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þorvaldur er gríðar- lega aktífur, alltaf að semja músík og er kominn í um 70 tónverk. – RÖP, Mbl. Fimmstjörnu-kvöld í Íslensku óperunni. Hver stórsöngvarinn toppar annan í glæsilegri og þaulunninni sviðsetningu. Kristinn rís bókstaflega í shakespearskar hæðir í nístandi og hrollvekjandi túlkun sinni … – Jón Viðar Jónsson Glæsileg uppfærsla – Jónas Sen, Fbl. Aukasýning annað kvöld kl. 20 ALLRA SÍÐASTA SÝNING Miðasala í Hörpu og á harpa.is Miðasölusími 528 5050 MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.