Fréttablaðið - 14.11.2014, Side 6

Fréttablaðið - 14.11.2014, Side 6
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Miklar vonir eru bundnar við grósku í nýsköpun og vöxt smærri fyrirtækja sem einn megindrifkraft hagvaxtar á komandi árum, en takmarkaður aðgangur margra smærri fyrirtækja að fjármagni flækir málið. Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland-kauphallarinnar 1. Hvaða refsingu hlaut Gísli Freyr Valdórsson? 2. Á hvernig stjörnu lenti geimfarið Rosetta? 3. Hvaða leikari í Neighbours er væntanlegur til Íslands? SVÖR: 1. Átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. 2. Halastjörnu. 3. Alan Fletcher. VIÐSKIPTI Við innleiðingu reglu- gerða um verðbréfamarkaði hefur verið þrengt meira að starfsemi þeirra hér en gerist í nágranna- löndunum. Kauphöllin (Nasdaq Iceland) birti í gær skýrslu með ráðleggingum um hvernig auka mætti virkni og gagnsemi verð- bréfamarkaðar hér. Dæmi um reglur þar sem lengra er gengið hér en í nágrannalönd- unum eru kvaðir um skráningar- lýsingar vegna smærri útboða. Í lögum um verðbréfaviðskipti hér er veitt undanþága frá gerð lýs- ingar ef heildarsöluverð verðbréfa er undir 100.000 þúsund evrum (rúmum 15,4 milljónum króna) á 12 mánaða tímabili. „Í Svíþjóð eru þessi mörk 2,5 milljónir evra [386 milljónir króna] og í Danmörku ein milljón evra [154 milljónir króna],“ segir í skýrslu Kauphallarinnar. Þá er bent á að í Finnlandi sé við- miðið 1,5 milljónir evra (231 millj- ón króna), en sé útbúið skráningar- skjal í samræmi við reglur MTF markaðar (eins og First North) þá færist mörkin upp í fimm milljónir evra (772 milljónir króna). Mikill tilkostnaður fylgir gerð lýsinga og er áréttað í skýrslunni mikilvægi þess að fyrirtæki geti sótt sér fjármagn með sambæri- legum hætti og í nágrannalönd- unum. Þá hefur villst inn í reglugerðir hér ákvæði um að fjármálafyrir- tæki ein geti sinnt umsjón með töku til viðskipta og gerð lýsinga. Slíkt ákvæði er ekki sagt að finna í nágrannalöndum okkar. „Fleiri valkostir og aukinn fjöl- breytileiki auðveldar félögum í skráningarhugleiðingum að finna ráðgjafa sem þeim hentar, eykur samkeppni og getur þannig lækk- að kostnað við skráningu.“ Lagðar eru fram í skýrslunni tíu leiðir til umbóta, ýmist fallnar til þess að auðvelda fyrirtækjum leiðina og veru á markaði, eða til að glæða áhuga fjárfesta á verð- bréfamarkaði. Þá er einnig lögð fram áætlun um hvernig og hve- nær hrinda mætti þeim í fram- kvæmd. Gangi allt eftir verða þær fyrstu komnar til framkvæmda í lok þessa árs og þær síðustu á haustdögum næsta árs. „Miklar vonir eru bundnar við grósku í nýsköpun og vöxt smærri fyrirtækja sem einn megin- drifkraft hagvaxtar á komandi árum, en takmarkaður aðgang- ur margra smærri fyrirtækja að fjármagni flækir málið,“ er haft eftir Páli Harðarsyni, forstjóra Kauphallarinnar, í tilkynningu um skýrsluna. Með virkari verð- bréfamarkaði standa vonir til þess að samkeppni aukist á fjár- málamarkaði með fleiri valkost- um fyrirtækja í fjármögnun en bankalánum einum. olikr@frettabladid.is Höfum gengið lengra en nágrannalöndin Kauphöllin kynnir tíu tímasettar leiðir til að auka virkni og gagnsemi verðbréfa- markaðar hér á landi. Lagt er til að auka svigrúm fyrirtækja til skráningar og út- gáfu verðbréfa til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndunum. 1 Rýmka undanþágu frá birtingu lýsinga. (Verði lokið 28.02.2015) 2 Rýmka heimildir um umsjón með töku til viðskipta og gerð lýsinga. (28.02.2015) 3 Stytta ferli við töku til viðskipta. (31.05.2015) 4 Staðlaðir skilmálar skuldabréfa. (30.09.2015) 5 Auka fræðslu til markaðsaðila. (31.05.2015) 6 Auka gagnsæi varðandi túlkun Kauphallarinnar á eigin reglum og viðurlagabeitingum. (31.12.2014) 7 Auknar heimildir lífeyris- og verðbréfasjóða til verðbréfalána. (28.02.2015) 8 Styrkja verðmyndun á skuldabréfamarkaði þegar mikil óvissa er til staðar. (31.01.2015) 9 Rýmka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga á MTF. (31.12.2014) 10 Skattafrádráttur fyrir einstaklinga til hlutabréfakaupa. (31.03.2015) Tillögur í skýrslu Kauphallarinnar KAUPHÖLL ÍSLANDS FINNLAND DANMÖRK SVÍÞJÓÐ ÍSLAND 0 1 2 3 4 5 Útboðsfjárhæð Skráningarskjal MTF markaðar * Ekki þarf að gera lýsingu ef útboðsfjárhæð er undir mörkum á 12 mánaða tímabili. ** Í Finnlandi er viðmiðið 1,5 milljónir evra en sé útbúið skráningarskjal, samanber reglur MTF markaða, þá er viðmiðið 5 milljónir evra. FJÁRHÆÐIR ÚTBOÐA SEM FALLA UNDIR UNDANÞÁGU FRÁ GERÐ LÝSINGA* – í milljónum evra 1,5 1,5 0,1 1,0 (5,0) ** ALÞINGI Elín Hirst, þingkona Sjálf- stæðisflokksins, vill vita hvernig vinnu starfshóps um myglusvepp miðar. Sigurður Ingi Jóhanns- son, umhverfis- og auðlindaráð- herra, skipaði starfshópinn í vor. Elín segir stöðu þeirra fasteigna- eigenda sem lenda í því að myglu- sveppur kemur upp í húsnæði þeirra ekki góða. Hún bendir á að fá úrræði séu til staðar fyrir þá sem ekki hafa efni á að láta hreinsa burt myglusveppinn. - ak Elín Hirst krefst upplýsinga: Svarthol vegna myglusveppsins VILL UPPLÝSINGAR Elín segist binda vonir við starfshópinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL „Stjórn Landssam- bands sjálfstæðiskvenna lýsir yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varafor- mann Sjálfstæðisflokksins og innanríkisráðherra.“ Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sam- þykkti í gær. Fram kemur að ályktunin hafi verið samþykkt án aðkomu formanns landssam- bandsins, Þóreyjar Vilhjálmsdótt- ur, sem er aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. - skó Sjálfstæðiskonur álykta: Hanna Birna nýtur stuðnings Í ÓLGUSJÓ Sjálfstæðiskonur styðja vara- formann flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Sveinn Andri Sveins- son, lögmaður Sigurðar Guð- mundssonar, vill að Wayne Squier taugameinafræðingur verði látinn gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til skýringar og stað- festingar á matsgerð í máli Sig- urðar. Sigurður var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2003 fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs. Drengurinn var í daggæslu hjá Sigurði og þáverandi eiginkonu hans árið 2001. Sigurður hefur krafist endurupptöku á máli sínu fyrir Hæstarétti. Samkvæmt krufningarskýrslu var drengurinn talinn hafa lát- ist úr Shaken baby syndrome, eða heilkenni ungbarnahristings. Sigurður hefur ávallt neitað sök og Sveinn Andri fékk doktor Squier, breskan taugameinafræðing, sam- þykktan sem dómkvaddan mats- mann til að fara yfir málið að nýju. Endurupptökunefnd hefur feng- ið kröfu um að málið verði tekið til meðferðar að nýju í Hæstarétti og Squier hefur skilað skriflegu mati þar sem hann komst að þeirri nið- urstöðu að engin merki væru um að barnið hefði verið hrist. Sveinn Andri vill að Squier beri vitni um skýrslu sína í Héraðsdómi vegna endurupptöku. - jhh Enn unnið að því að fá endurupptekið mál manns sem var dæmdur fyrir að bana níu mánaða barni: Taugafræðingur skýri mál sitt fyrir dómi LÖGMAÐURINN Sveinn Andri Sveins- son vill að Wayne Squier beri vitni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ? mánaða fangelsi var dómur Hæsta- réttar yfi r Sigurði árið 2003. 18

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.