Fréttablaðið - 26.11.2014, Síða 1

Fréttablaðið - 26.11.2014, Síða 1
FRÉTTIR J ólahlaðborð hlaðið kræsingum á aðeins 1.990 kr. ætti að hljóma vel í eyrum flestra. Mínir menn, veislu-þjónusta Magnúsar Inga Magnússonar, veitingamanns á Sjávarbarnum, hefur sett saman einfalt en einstaklega girni-legt hlaðborð á þessu verði fyrir hópa og fyrirtæki sem er upplagt í jólagleðina á vinnustaðnum, í veislusal eða heima. Þar er byggt á langri reynslu Magnúsar Inga sem séð hefur um veislur af öllum stærðum og gerðum af ólíkum tilefnum í gegnum árin. „Þetta er klassískt heitt og kalt jólahlaðborð,“ segir Magnús Ingi. „Við vitum hvað fólk er sólgnast í og veljum réttina eftir því. Þetta hlaðborð var mjög vinsælt þegar við byrjuðum með það í fyrra og það er mikið búið að panta fyrir þessi jól, enda er verðið sanngjarnt.“ Á jólahlaðborðinu er karrísíld og rauðrófusíld, djúpsteiktar rækjur, kjúklingur, purusteik og hangikjöt. Með- lætið er ríkulegt; heit sósa, brúnaðar kartöflur, kartöflujafningur, fjölbreyttgrænmeti ferskt s l JÓLAHLAÐBORÐ Á AÐEINS 1.990 KR.!MÍNIR MENN KYNNA Veisluþjónusta Magnúsar Inga Magnússonar, Mínir menn, býður upp girnilegt heitt og kalt jólahlaðborð heima, í veislusal eða á vinnustaðnum. ÍSLAND Í UPPÁHALDIÍsland lenti í efsta sæti í árlegri könnun bresku blaðanna Guardian og Observer á uppáhalds Evrópu landi lesenda þeirra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísland er efst á blaði í þessari könnun, landið hlaut titilinn árin 2003, 2005 og 2012. Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS Virkar lausnir frá OptiBacOne Week FlatMinnkar þembu og VindgangÁbendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Þvílíkur árangur! KAFFI&HEITIR DRYKKIRMIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Kynningarblað Veisla með ljúffengu kaffibragði Piparmintukaffi. MYNDIR/GETTY Tiramisu í glösum. Steik með frönskum og grænmeti. Döðlur með beikoni og möndlu. www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 26. nó vember 2014 | 33. tö lublað | 10. árgangu r V IÐ EL SKUM UMHVE RF IÐ ! Fjárfestir klagar Seðlaba nkann Einn stærsti hlutha fi Marel, danski fjá rfestirinn Lars Grundtvig, fu rðar sig á vinnubrö gðum Seðla- d þágum frá gjal d- MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Miðvikudagur 14 3 SÉRBLÖÐ Markaðurinn | Kaffi & heitir drykkir | Fólk QuizUp breytt eftir áramót Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla, ætlar að kynna nýja uppfærslu spurningaleiksins QuizUp í byrjun næsta árs. Leikurinn mun þá á vissan hátt breytast í samfélagsmiðil, sem á að keppa við Facebook og Twitter. MARKAÐURINN Sími: 512 5000 26. nóvember 2014 278. tölublað 14. árgangur Stenst samanburð Nýr landlæknir segir íslenska heilbrigðiskerfið stand- ast samanburð við það sænska. 2 Innihaldið ræður Lektor í lögfræði segir innihald greinargerðar ráða hvort lögreglustjóri mátti senda það aðstoðarmanni ráðherra. 6 Óeirðir í Bandaríkjunum Allt logaði í mótmælum í gær eftir að ákveðið var að ákæra ekki lögreglu- mann sem varð manni að bana. 12 SKOÐUN Eggert Briem skrifar um leiðréttinguna og glærusjóið. 14 MENNING Hrafnhildur Arnardóttir sýnir ný loðverk í Hverfisgalleríi. 24 LÍFIÐ Gera heimildarmynd um flugslys breskra her- manna á Snæfellsnesi. 54 SPORT Ísland á flesta þjálf- ara á HM í handbolta sem fram fer í Katar. 30 Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og ArnarbakkaMiðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann. Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út. GLEÐILEGT GOLF Það er ekki á hverju ári sem fólk getur spilað golf hér á landi í lok nóvembermánaðar. Þetta fólk ákvað að nýta snjó- og frostleysið í gær og slá nokkrar holur á golfvellinum á Korpúlfsstöðum af því tilefni. „Ef fólk er ekki búið að vera að spila golf undanfarinn mánuð, þá ætti það ekkert að vera að dusta rykið af settinu núna,“ segir Óli Þór Árnason veður- fræðingur. Tvær lægðir koma að landinu fram að helgi og má búast við hagléli í kjölfarið. Hiti næstu daga verður á bilinu 4 til 6 gráður og fer niður fyrir frostmark yfi r nóttina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bolungarvík 1° SV 5 Akureyri 1° SSV 6 Egilsstaðir 1° SV 4 Kirkjubæjarkl. 1° SSV 3 Reykjavík 3° SV 4 Skúrir eða él sunnan og vestan til en annars bjart eða bjart með köflum. Fremur hægur vindur víðast hvar og heldur kólnandi veður. 4 VIÐSKIPTI Annar stærsti eigandi Marel segir undanþágureglur Seðlabankans virðast sjónar- spil, eftir að beiðni hans um undanþágu frá gjaldeyrishöft- um var hafnað. Danski fjár- festirinn Lars Grundtvig, sem eignað- ist 18 prósenta hlut í Marel árið 2006, þegar danska fyrirtækið Scanvægt rann inn í Marel, hefur ritað Má Guð- mundssyni seðlabankastjóra opið bréf vegna málsins. Í bréfinu segir hann Seðla- bankann koma illa fram við erlenda fjárfesta. Það skaði orð- spor landsins og dragi úr líkum á erlendri fjárfestingu hér á landi. Þá hljóti að fara að reyna á langlundargeð annarra Evrópu- landa gagnvart gjaldeyrishöft- unum. - óká / sjá Markaðinn Kvartar undan Seðlabanka: Segir reglurnar vera sjónarspil FJÁRMÁL Forstjóri Landsvirkjun- ar telur að eftir þrjú til fjögur ár verði umtalsverðar arðgreiðslur til ríkisins mögulegar. Fjárfesting í orkumannvirkjum frá 2010 til 2013 var 50 milljarðar, og skuldir voru greiddar niður um annað eins á sama tíma. Þessi fjármunamyndun upp á 100 milljarða króna á svo stuttum tíma gefur vissa hugmynd um arð- greiðslur til rík- isins. Hörður Arn- arson forstjóri segir aðspurður að ef Landsvirkj- un hefði ekki þurft að greiða niður lán eins og undanfarin ár vegna of hárrar skuldsetningar, hefði arðgreiðslu- getan verið 50 milljarðar yfir þetta fjögurra ára tímabil. Forgangsat- riði næstu árin sé hins vegar að laga skuldastöðuna. Á haustfundi Landsvirkjunar í gær kom einnig fram að þolinmæði Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, gagn- vart töfum við uppbyggingu orku- kosta er á þrotum. - shá / sjá síðu 8 Landsvirkjun byggði upp og greiddi skuldir fyrir 100 milljarða frá 2010-2013: Hærri arðgreiðslur í sjónmáli LARS GRUNDTVIG HÖRÐUR ARNARSON VELFERÐARMÁL Hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof hefur farið minnkandi frá hruni og stefnir í að hlutfall feðra sem tóku fæðingar- orlof 2013 verði með því lægsta í yfir áratug. Árið 2009 tóku níu af hverjum tíu feðrum fæðingaror- lof en nú stefnir það í að lækka um 13 prósentustig, niður í 77 prósent. „Það sem gæti skýrt þetta að ein- hverju leyti er ástand á vinnumark- aði. Tekjulágir feður eru hræddari um störfin sín. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins séu með í ráðum hvað þetta varðar,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráð- herra. „Við höfum verið að sjá breyt- ingar á fæðingarorlofinu á síðustu árum. Sú þróun sem er að eiga sér stað er afleiðing þess efnahags- hruns sem Ísland gekk í gegnum,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir jafn- réttisstýra. Hún telur eðlilegt að staldra við og íhuga hvað hægt sé að gera til að hækka hlutfall karla sem taka fæðingarorlof. Hún vill sjá greiningu á því hvers konar feður taka ekki fæðingarorlof. „Sá ávinningur sem náðist með fæð- ingarorlofinu er að einhverju leyti að ganga til baka. Það væri fróð- legt að sjá og skoða hvaða feður þetta eru sem skila sér ekki í fæð- ingarorlof. Er þetta almennt yfir línuna, eða feður af höfuðborgar- svæðinu eða tekjuháir einstak- lingar sem veigra sér við að taka fæðingarorlof? Það eru spurningar sem þarf að svara í þessum efnum sem geta skýrt fyrir okkur mynd- ina og til hvaða ráðstafana hægt sé að grípa til að auka hlutdeild feðra á nýjan leik.“ Eygló telur málið alvarlegt og vill fá breiða sátt um að bæta úr stöðunni. „Fæðingum hefur fækk- að og lægra hlutfall feðra tekur fæðingarorlof. Ég hef sett á fót starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Ég tel mikilvægt að bæta stöðuna. Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á hinum Norðurlöndunum. Það sem skiptir máli er að aðilar vinnumarkaðar- ins komi að borðinu og þetta verði hluti af samningaviðræðum við nýja kjarasamninga eftir áramót.“ - sa / sjá síðu 4 Feðrum í orlofi fer fækkandi Mun færri feður taka fæðingarorlof nú en fyrir hrun. Stefnir í að hlutfall feðra sem tóku fæðingarorlof 2013 verði það lægsta í áratug. Velferðarráðherra segir málið alvarlegt og vill breiða sátt til að bæta stöðuna. 100% 80% 60% 2008 2009 2010 2011 2012 2013 90,97% 85,83% 83,63% 80,67% 80,39% 77,77% ➜ Hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.