Fréttablaðið - 26.11.2014, Page 12
26. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12
Pantanir þurfa að berast fyrir
kl. 15:00 daginn áður
Nú bjóðum við
okkar frábæru pítur
sem jólarétti fyrir öll stór og
smá tilefni. Mini píturnar eru
afgreiddar á mjög hentugum bökkum sem
innihalda pítur með hamborgarahrygg,
kalkúni/beikoni, reyktum laxi og villipate.
Skipholti 50 C
Pöntunarsími:
562 9090
Ny
r og s
kemm
tilegu
r
jólak
ostur
www.pitan.is
12 mini pítur i i ít r
3.995.-
áfanga-
staðir
10
Alicante
Frá kr. 14.990
Barcelona
Frá kr. 14.900
Bodrum
Frá kr. 29.990
Bologna
Frá kr. 19.990
Krít
Frá kr. 29.990
Las Palmas
Frá kr. 24.900
Malaga
Frá kr. 19.900
Mallorca
Frá kr. 24.990
Salzburg
Frá kr. 14.990
Tenerife
Frá kr. 19.990
Flugsæti
Aðra leið m/sköttum
á primeraair.com
BANDARÍKIN Þúsundir manna
streymdu út á götur í mörgum
helstu borgum Bandaríkjanna í
fyrrinótt til að mótmæla því að
lögreglumaðurinn Darren Wil-
son sleppi við ákæru. Wilson varð
Michael Brown, átján ára pilti,
að bana 9. ágúst í sumar í bænum
Ferguson.
Sums staðar brutust út óeirð-
ir, þótt víðast hvar hafi mótmælin
farið friðsamlega fram. Í Ferguson,
sem er eitt úthverfa borgarinnar St.
Louis í Missouri, var kveikt í húsum
og bifreiðum, rúður brotnar og fleiri
spellvirki framin.
Fyrstu dagana og vikurnar eftir
að Wilson skaut Brown var efnt til
fjöldamótmæla nánast daglega í
Ferguson og víðar í Bandaríkjun-
um, enda lögreglumaðurinn hvítur
en pilturinn svartur á hörund.
Mikil reiði braust út og nú síðustu
dagana hefur mikil spenna verið
að hlaðast upp meðan beðið var
eftir niðurstöðu ákærukviðdóms-
ins. Þegar niðurstaðan lá svo fyrir
í gær brutust út óeirðir, sem urðu
mun öflugri og harkalegri en fyrri
mótmæli.
Í yfirheyrslum sagðist Wilson
hafa talið sig vera í lífshættu, þegar
hann lenti í átökum við hinn vopn-
lausa pilt. Wilson var með kylfu og
piparúða á sér, en greip til byssunn-
ar eftir að Brown hafði kýlt hann
tvisvar í andlitið: „Hann var greini-
lega stærri en ég og sterkari,“ sagði
Wilson. „Þriðja höggið hefði getað
riðið mér að fullu hefði hann sleg-
ið rétt.“
Ákærukviðdómurinn taldi ekki
nægar líkur á því að dómsmál
myndi leiða til sakfellingar og ákvað
því að ákæra yrði ekki lögð fram.
Í Bandaríkjunum lýkur rannsókn-
um á lögreglumönnum, sem skotið
hafa fólk til bana, sjaldnast á sak-
fellingu.
„Lögreglumaður er ekki eins og
almennur borgari sem hleypir af
byssu sinni,“ hefur AP-fréttastof-
an eftir Lori Lightfoot, lögmanni í
Chicago, en hann starfaði um hríð
við að rannsaka lögregluofbeldi þar
í borg. „Það er fyrirfram gert ráð
fyrir því að löggæslumaður, sem
þar með hefur heimild til þess að
beita banvænu valdi, hafi beitt því
réttilega.“ gudsteinn@frettabladid.is
Óeirðir í kjölfar sýknunar
Allt logaði í mótmælum víða í Bandaríkjunum í gær eftir að niðurstaða kviðdóms var kynnt í máli lögreglu-
manns sem varð Michael Brown að bana. Þúsundir streymdu út á götur en víðast var mótmælt friðsamlega.
MÓTMÆLI Í LOS ANGELES Fólkið leggst í götuna til að minna á dauðsföll, sem lög-
reglan hefur valdið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SKIPULAGSMÁL „Bæði húsin eru
óaðskiljanlegur hluti elstu byggðar
timburhúsa í hverfinu og því mik-
ilvægt að þeim verði fundinn við-
eigandi staður innan þess,“ segir
Minjastofnun um áætlaðan flutning
tveggja friðaðra húsa af Laugavegi
og Grettisgötu.
Flytja á húsin svo hægt verði að
hlífa eitt hundrað ára silfurreyni,
Grettisgötumegin á reitnum þar
sem húsin standa, við að vera felld-
ur til að rýma fyrir hóteli.
Mikil andstaða var meðal íbúa í
hverfinu við því að silfurreynirinn
yrði látinn víkja.
Friðuðu húsin sem flytja á eru
bæði úr timbri. Bakhúsið Laugaveg-
ur 36b er byggt 1896 og er því 118
ára gamalt. Grettisgata 17 er byggð
1902 og er þannig 112 ára. Minja-
stofnun segist ekki leggjast gegn
flutningi húsanna að því gefnu að
þeim verði fundinn framtíðarstaður
í nágrenninu. Margar athugasemd-
ir bárust vegna breyttra áforma og
verður málið tekið fyrir í skipulags-
ráði í dag. - gar
Friðuð hús víkja til að hlífa tré sem átti að fella:
FÆR AÐ STANDA Skjaldborg hverfisbúa um silfurreyni á Grettisgötu 17 verður
trénu til lífs. Silfureynir getur orðið tvö hundruð ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
UMFERÐARMÁL Þrettán vegfarend-
ur slösuðust í sex umferðarslysum
á höfuðborgarsvæðinu í síðustu
viku.
Meðal slysa var hjólreiðaslys
á Hverfisgötu þar sem hjólreiða-
maður lenti á bifreið. Þá varð 12
ára drengur á hjóli fyrir bifreið
á Breiðholtsbraut. Kona slasað-
ist á bílastæði við Húsgagnahöll-
ina á Bíldshöfða þegar bíll ók á
hana. Á föstudag var strætisvagni
ekið í gegnum grindverk. Sjö voru
í vagninum og kvörtuðu undan
minniháttar meiðslum. Sama
dag hjólaði maður á steintyppi á
Lækjar torgi. Hann var fluttur
með sjúkrabifreið á slysadeild.
Stuttu seinna varð kona svo fyrir
bifreið sem bakkað var úr stæði
við Krónuna í Vallakór og var
flutt á slysadeild. - vh
Fjölmörg umferðaróhöpp:
Þrettán slasaðir
í sex slysum
Mega flytja hús á
framtíðarstað þeirra
LÖGREGLUMÁL Pólskur ríkis-
borgari sætir nú gæsluvarðhaldi
eftir að hafa reynt að smygla 24
pakkningum af kókaíni innvortis
til landsins. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá lögreglunni.
Maðurinn var að koma frá
Lundúnum þegar tollverðir stöðv-
uðu hann í Leifsstöð vegna gruns
um að hann væri með fíkniefni
innvortis.
Lögreglan á Suðurnesjum
færði hann á lögreglustöð þar
sem hann skilaði af sér pakkn-
ingunum 24, sem innihéldu 120
grömm af kókaíni. Maðurinn
sætir gæsluvarðhaldi til næst-
komandi föstudags.
Í tilkynningu frá lögreglu
vegna málsins segir að rannsókn
málsins sé á lokastigi.
- sáp
Situr í gæsluvarðhaldi:
Reyndi að
smygla kókaíni