Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 14
26. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Leiðréttingin svokallaða var kynnt með miklu glærusjói nýlega. Glærurnar má skoða á vef forsætisráðuneytisins undir liðnum verkefni og heitinu LEIÐRÉTTING. Það kemur á óvart hve litlar upplýsingar er að hafa úr glærunum. Þó má sjá að sá hópur hjóna sem þénar minna en 50 millj- ónir fær 100% úthlutunar til hjóna. Þessi réttláta niðurstaða hefur orðið þingmönnum Framsóknarflokksins og öðrum framsókn- armönnum tilefni til mikilla greinaskrifa. Glærurnar eru aðallega áhugaverðar fyrir það sem þar kemur ekki fram. Sæmi- lega læs manneskja, sem hefur lært dálítið í prósentureikningi, fær litlar upplýsingar úr glærunum. Glærunum er ekki ætlað að upp- lýsa heldur styðja þá fullyrðingu að úthlut- unin sé réttlát. Fyrir einhverja slysni er þó, með frádrætti, hægt að lesa úr einni glær- unni, að hjón sem þéna meira en 16 millj- ónir fá 25% úthlutunar til hjóna. Hvaða upplýsingar hefði sæmilega læsa manneskjan sem kann svolítið í prósentu- reikningi viljað sjá? Fyrir slíka manneskju er glæra sem sýnir úthlutun til hjóna eftir tekjum það fyrsta áhugaverða. Þá hefði t.d. verið hægt að sjá hve stórir hlutar upphæð- arinnar, sem úthlutað var, runnu til tekju- lægsta fjórðungsins annars vegar og tekju- hæsta fjórðungsins hins vegar. Slík glæra hefði ekki orðið framsóknarmönnum tilefni til mikilla greinaskrifa. Glæra sem sýnir úthlutun til fjórðunganna með minnsta og mesta eigið fé, er einnig mikilvæg. Þá hefði glæra með samanburði á jafnri úthlutun (sama upphæð til allra) og þeirri sem valin var, líka verið áhugaverð. Kannski var ekki hugsað um þá leið, vegna þess að ef tekjulágir fá sömu upphæð og tekjuháir þá fá tekjulágir miklu meira í prósentum. Ef tveir einstaklingar fá milljón hvor og annar þénar 2 milljónir en hinn 10 þá fær sá tekju- lægri 50% en sá tekjuhærri bara 10%. En þessar glærur voru ekki með í glæru- sjóinu. Það er ekki gott að almenningur fái mikið af upplýsingum og fari að hugsa sjálf- stætt án forskriftar. Ef við víkjum að spurningunni í heiti greinarinnar, þá virðist rúmur helmingur þjóðarinnar ánægður með úthlutunina og myndi segja að heitið væri prentvilla, en tæpur helmingur að sú rétting á fjárhag heimilanna í landinu (hvar annars staðar?), sem valin var, hafi verið leið rétting. Leið rétting? FJÁRMÁL Eggert Briem prófessor emeritus ➜ En þessar glærur voru ekki með í glærusjóinu. Það er ekki gott að almenningur fái mikið af upplýs- ingum og fari að hugsa sjálfstætt án forskriftar. Brögð í tafli? Fulltrúar Framsóknar í borgarráði spyrja hversu marga bíla Reykja- víkurborg, og félög á vegum hennar, hafa keypt frá 1. janúar 2013 til 1. nóvember 2014, af bílaleigum. „Þá óskast upplýsingar um hversu langur tími líður frá undirritun kaupsamnings um bifreið og þar til hún er skráð á kaupandann hjá Umferðarstofu. Er í einhverjum tilvikum um það að ræða að verið sé að bíða með skráningu bifreiða á kaupanda, þar til bifreiðar eru búnar að vera 15 mán- uði í eigu bílaleigunnar þannig að eftirgjöf af vörugjöldum haldist?“ Greinilegt er að grunur er um að svik séu í tafli. Kjarasamningar fyrir velstæða? Drjúg umræða hefur skapast vegna frétta Fréttablaðsins, þar sem segir að tvær útgerðir hafi gert upp við sjómenn með rangindum, greitt þeim lægri laun en samningar sögðu til um. Formaður SFS, nýrra samtaka sjávarút- vegsfyrirtækja, Jón Garðar Helgason, sagði í Bítinu á Bylgjunni að hann hefði ekki kynnt sér úrskurðina, sem féllu gegn útgerðunum, en bætti við að sjómenn á uppsjávarskipum hefðu góð laun. Sem er alveg rétt. En hvort það eigi að frelsa vinnuveitendur þeirra frá því að fara að settum reglum hlýtur að vera allt annað. Vinnuveitandi pólska hreingerningar- fólksins á Landspítal- anum segist fara eftir samningum. Veggjakrot í Grafarvogi Meira af vettvangi borgarinnar og nú frá Grafarvogi, en fulltrúar Fram- sóknar hafa bókað vegna veggjakrots í Grafarvogi: „Borgarstarfsmenn eiga auðvitað að sýna frumkvæði og halda Grafarvogi eins og borginni allri hreinni frá degi til dags, viku til viku, mánuð til mánaðar. „Skorum við því á borgar- starfsmenn að vinna nú hratt og þrífa veggjakrot af veggjum víðsvegar um Grafarvog og einnig skorum við á borgarstarfsmenn að sýna þessum málaflokki miklu meira frumkvæði og grípa að eigin frumkvæði og markvisst í veggjaþrif í Grafarvogi þegar þörf er á,“ og hana nú. Greinilegt að margvísleg mál rata á borð stjórnenda borgarinnar. sme@frettabladid.is M ikið var gott að heyra Steinþór Pálsson, banka- stjóra Landsbankans, segja að eigið fé bankans sé með þeim ágætum að Landsbankinn væri full- fær um að greiða til baka allar verðtryggingar- greiðslur liðinna ára, yrði sú niðurstaða dómstóla. Þá er best að gera ráð fyrir að staða hinna bankanna sé ekki síðri. Yfirlýsing Steinþórs, sem féll í fréttum Stöðvar 2, er afar þörf og hlýtur að slá á allt umtal um að bankarnir myndu kikna undan því að gera upp verðtrygginguna, fari svo þegar endan- legur dómur verður fallinn. Eigið fé Landsbankans eins er um 240 milljarðar, sem er langt yfir þeim mörkum sem ætlast er til. Þar er borð fyrir báru. Viðskiptabankarnir þrír eru ung fyrirtæki. Þrátt fyrir ungan aldur hafa allir bank- arnir rakað saman peningum og hagnaður þeirra er hreint ævintýralegur. Þar sem útlán til almennings hafa undantekningarlítið borið hærri vexti en þekk- ist í öðrum löndum og verðtryggingu að auki hefur oft verið sagt að bankarnir hafi bæði belti og axlabönd. Kannski verður EFTA-úrskurðurinn til þess að axlaböndin verði tekin af bönk- unum og þeir verði þá að starfa á sama hátt og bankar í öðrum löndum. Með vextina eina, ekki verðtryggingu að auki. Ekki er nema von að spurt sé hvað gerðist í íslenskum bönkum. Þeir hafa þurft að endurgreiða milljarða vegna þess að þeir veittu kolólögleg lán, bundin erlendri mynt. Það var bannað með lögum og endaði með milljarða endurgreiðslum. Þrátt fyrir það áfall sér ekki högg á vatni. Svo miklir eru peningar bankanna. Fari svo að öll verðtryggð lán þar sem bankarnir í einfeldni sinni létu lánasamninga miðast við að hér yrði engin verðbólga, jafnvel næstu fjörutíu árin, verði dæmd á þann hátt að bankarn- ir verði að borga lántakendum til baka, gerist svo sannarlega margt. Eitt er víst. Hinir nýju og stórríku bankar munu starfa jafnt eftir sem áður. Viðskiptavinir þeirra hafa borgað til bank- anna þá peninga sem eru grunnurinn að sterkri stöðu þeirra. Þeir peningar sem þannig fara úr peningageymslum bankanna og til fólksins hverfa ekki, þeir skipta einungis um hendur. Þá verður forgangsverkefni að gæta þess að allt fari ekki á fleygiferð, fjárfestingar fólks rjúki ekki upp úr öllu og þenslan nái nýjum háhæðum. Það er nánast spaugilegt að sala á nýjum bílum hefur nær tvöfaldast eftir að skuldaleiðrétting ríkis- stjórnarinnar var kynnt fyrr í mánuðinum. Ótrúlegur uppgangur hinna nýju banka er ekki síst tilkominn vegna þess umhverfis sem þeir starfa í og hversu ódýrt þeir fengu lánasöfnin frá gjaldþrota bönkunum, forverum sínum. Engin afrek hafa verið unnin. Fólk hefur borgað margfalt meira en þekkist í næstu löndum. Vandi þjóðarinnar, fari svo að dómar gangi ýktustu leið, verður ekki staða bankanna. Alls ekki. Vandinn verður þjóðin sjálf. Það verða miklar breytingar að losna úr áralangri skuldaneyð. Kannski tekst okkur þá að verja tíma okkar betur, vinna minna, njóta þess betur að vera til. Óvissa er um réttmæti lána þúsunda einstaklinga: Missa bankarnir þá axlaböndin? Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Sun. 23. nóv kl .13.00 Sun. 7. des. kl . 13.00 Sun. 18. jan kl . 13.00 Sun. 18. jan. kl .15.00 Síðustu sýningar!! - DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.