Fréttablaðið - 26.11.2014, Page 19

Fréttablaðið - 26.11.2014, Page 19
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 26. nóvember 2014 | 33. tölublað | 10. árgangur Óhætt er að segja að gustað hafi um DV en að vatnaskil hafi orðið við brotthvarf Reynis Traustasonar. Engu er líkara en við það hafi skapast vinnufriður til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framtíð félagsins. ➜ SÍÐA 12 STJÓRNAR - MAÐURINN @stjornarmadur V I Ð ELSKUM U M H V E R F I Ð ! Fjárfestir klagar Seðlabankann Einn stærsti hluthafi Marel, danski fjárfestirinn Lars Grundtvig, furðar sig á vinnubrögðum Seðla- bankans þegar kemur að undanþágum frá gjald- eyrishöftum í opnu bréfi sem hann ritar seðla- bankastjóra. Fyrst aðstæður hans hafi ekki nægt til að fá undanþágu séu undanþágureglur bank- ans sjónarspil eitt. Gjaldeyrishöftin segir hann skaða orðspor landsins sífellt meira á meðal fjár- festa, auk þess sem aðildarríki Evrópusambands- ins hljóti að fara að furða sig á lengd þeirra. ➜ SÍÐUR 2 OG 8 GJÖRBREYTA QUIZUP EFTIR ÁRAMÓT ➜ Ný uppfærsla QuizUp verður kynnt í byrjun næsta árs og leikurinn verður þá hluti af samfélagsmiðlinum sem á að auka tekjur Plain Vanilla. ➜ Þróa einnig gjaldmiðil fyrir spurningaleikinn sem á að auka vörusölu. ➜ Forstjórinn Þorsteinn B. Friðriksson segir markmiðið að búa til samfélagsnet sem geti haft áhrif á líf fólks um allan heim. SÍÐA 6-7 Spilar með Dimmu um helgar Birgir Jónsson tók við starfi aðstoðarforstjóra Wow air í síðustu viku og sér nú um daglegan rekstur flugfélagsins. Hann hefur í nógu að snúast en Birgir er einnig trommari þungarokkshljómsveitar- innar Dimmu. „Ég ætlaði svo sem aldrei að ráða mig í vinnu hér en svo sá ég þessa spennandi hluti sem eru í gangi og hitti þetta skemmtilega fólk og langaði þá að vera með,“ segir Birgir. ➜ SÍÐA 8 Hagvaxtarspá bankans lækkar Hagfræðideild Landsbankans spáir rúmlega fjög- urra prósenta hagvexti á næsta ári en ekki 5,5 pró- senta vexti eins og gert var ráð fyrir í spá deildar- innar í maí síðastliðnum. Verri horfur fyrir loðnu- veiðar útskýra lækkunina að miklu leyti. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá deildar- innar sem kynnt verður í dag. ➜ SÍÐA 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.