Fréttablaðið - 26.11.2014, Side 20
| 2 26. nóvember 2014 | miðvikudagur
Gengi félaga í Kauphöll Íslands
Á UPPLEIÐ
Félög sem hækkuðu
í verði
Á NIÐURLEIÐ
Félög sem lækkuðu
í verði
STÓÐU Í STAÐ
Félög sem stóðu
í stað
MESTA HÆKKUN
ÖSSUR
59,4% frá áramótum
NÝHERJI
57,5% í síðustu viku
MESTA LÆKKUN
TM
-19,0% frá áramótum
VÁTRFÉL. ÍSLANDS
-18,2% í síðustu viku
7
4
2
EFTA-DÓMSTÓLLINN hristi í byrj-
un vikunnar rækilega við landan-
um með ráðgefandi áliti sínu um
að framkvæmd verðtryggingar á
Íslandi sé ólögleg þar sem gert sé
ráð fyrir núll prósent verðbólgu
í greiðsluáætlunum við lántöku.
Fyrir vikið gefur greiðsluáætlun
ekki raunhæfa mynd af áætluðum
kostnaði lántakenda af lántökunni.
Slíkt brýtur gegn neytendaverndar-
reglum ESB, sem Alþingi hefur að
mestu lögfest hér á landi.
UMFANG VERÐTRYGGÐRA LÁNA
í íslenska hagkerfi nu slagar hátt
í 2.000 milljarða ef saman eru
tekin lán til heimila og fyrir-
tækja. Megnið af þessu eru lán
til heimilanna og af þeim er
Íbúðalánasjóður (ÍLS) með
röskan helming. Lífeyris-
sjóðirnir eiga svo megnið af kröfun-
um á ÍLS.
METI íslenskir dómstólar verðtrygg-
inguna sem óréttmætan skilmála í
lánasamningum vegna þessa er ljóst
að verðtryggð lán verða færð niður
um nokkur hundruð milljarða. Ljóst
er að bankarnir, alla vega endur-
reistu bankarnir þrír, standa slíka
niðurfærslu vel af sér enda fengu
þeir verðtryggð lán fl utt yfi r á mikl-
um afslætti úr gömlu bönkunum
eftir hrun. Á pappír er eiginfjár-
staða þeirra mjög sterk og þeir mega
við högginu.
MARGIR HAFA ÁHYGGJUR af ÍLS og
lífeyrissjóðunum. ÍLS er gjaldþrota
fyrirtæki með ríkisábyrgð en hve
langt nær ríkisábyrgðin? Nokkuð
ljóst er að ríkið hefur í hendi sér að
greiða kröfuhöfum sjóðsins skuld-
bindingar hans á mjög löngum tíma
og án vaxta og verðtryggingar. Líf-
eyrissjóðirnir munu á endanum
neyðast til að taka á sig rýrnun
eigna ÍLS vegna ólöglegrar fram-
kvæmdar á verðtryggingunni og er
þá ekki hagur sjóðsfélaga í mikilli
hættu?
ÞEGAR þessari spurningu er svarað
er vert að íhuga hver er staða líf-
eyrissjóðakerfi sins hér á landi. Þeir
sjóðsfélagar sem farnir eru að taka
lífeyri í almenna kerfi nu verða fyrir
miklum skerðingum vegna sam-
tvinnunar við greiðslur frá Trygg-
ingastofnun ríkisins og raunar er
búið að skerða verulega réttindi á
hinum almenna markaði.
EF TIL VILL gefur niðurfærsla verð-
tryggðra lána kost á uppstokkun á
lífeyrissjóðakerfi nu hér á landi. Nið-
urfærsla upp á tugi prósenta stór-
bætir greiðslustöðu og eignamyndun
þeirra sem nú eru að borga af verð-
tryggðum lánum. Samhliða er ekki
aðeins mögulegt heldur nauðsynlegt
að samræma almenna lífeyriskerfi ð
og kerfi ð sem opinberir starfsmenn
njóta. Mælir eitthvað gegn því að
líta á eignamyndun í eigin húsnæði
sem hluta af lífeyrissparnaði fólks?
KANNSKI hefur EFTA-dómstóllinn
gefi ð okkur tækifæri til að stokka
upp íslenskan fjármálamarkað og
skapa umhverfi sem hæfi r betur
vestrænu lýðræðisríki en þriðja
heiminum.
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
Dagatal viðskiptalífsins
dagatal viðskiptalífsins
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER
Hagstofan - Vísitala neysluverðs í
nóvember 2014
FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER
Hagstofan - Nýskráningar og gjald-
þrot í október 2014
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER
Hagstofan - Fjármál ríkissjóðs á
greiðslugrunni
Hagstofan - Vísitala framleiðsluverðs
í október 2014
Hagstofan - Vöruskipti við útlönd
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER
Hagstofan - Þjónustuviðskipti við
útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER
Seðlabanki Íslands - Erlend staða
þjóðarbúsins og erlendar skuldir
MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER
Þjóðskrá - Fasteignamarkaðurinn í
mánuðinum eftir landshlutum
Danski fjárfestirinn Lars Grundtvig segir höfnun
Seðlabanka Íslands á umsókn hans um undanþágu frá
gjaldeyrishöftum sýna að undanþágurnar séu sjónar-
spil. Vísar hann til þess að hann sæki um í aðkallandi
aðstæðum sem orðið hafi til vegna breytinga á dönsk-
um lögum um erfðarétt. „Ég er nú 73 ára og sú stund
nálgast óðum að fyrirtæki mitt gengur að erfðum,“
skrifar Grundtvig í opnu bréfi til Más Guðmundsson-
ar seðlabankastjóra í Markaðnum í dag. Verði ekki
leyst úr málinu í tæka tíð ógni það fjölda starfa í Dan-
mörku.
Fjárfestingarfélag Grundtvigs og fjölskyldu hans
eignaðist 18 prósenta hlut í Marel, þegar fyrirtækið
tók yfi r Scanvægt, danskan keppinaut á sviði mat-
vælavinnsluvéla, í ágúst 2006.
Þá segist Grundtvig telja viðvarandi gjaldeyris-
höft geta valdið óafturkræfum skaða á framtíðarefna-
hagshorfum Íslands. „Þótt færa megi fyrir því rök að
íslenskt efnahagslíf sé enn að ná sér, þá á hið sama
við um mörg önnur Evrópulönd. Þau lönd, Kýpur þar
á meðal, geta hins vegar ekki reitt sig á gjaldeyris-
höft og torvelt að sjá af hverju Ísland ætti að geta
það,“ segir hann og kveðst fylgjast með því í forundr-
an hvernig íslenskir stjórnmálamenn hafi í raun tekið
forræði yfi r eigum hans í landinu og það þótt hann
hafi tekið hér virkan þátt í að leggja efnahagslífi nu lið
með fjárfestingu og stjórnarsetu í Marel. „Staðan er
um margt tekin að minna á þjófnað.“
Grundtvig bendir á að tekið hafi Seðlabankann
þrettán mánuði að hafna umsókn hans þótt vinnuregl-
ur bankans kveði á um að erindum sé svarað innan
fjögurra vikna. Þetta og málsmeðferðin öll endur-
spegli slæma meðferð sem hann og aðrir fjárfestar
megi þola. „Meðferð sem er orðin almennt kunn meðal
hugsanlegra fjárfesta í öðrum löndum. Með slíkri
framkomu við fjárfesta gerir þú þá fráhverfa Íslandi
og grefur undan mörgum framtíðarmöguleikum
Íslands á umtalsverðri erlendri fjárfestingu.“ Um leið
telur Grundtvig að fjari undan skilningi Evrópuþjóða
á viðvarandi gjaldeyrishöftum hér. „Íslensk stjórnvöld
leika rússneska rúllettu með aðgang Íslands að fjár-
magnsmörkuðum Evrópu og að því líður að aðildarríki
Evrópusambandsins og stjórnmálamenn þeirra taka
að spyrja hvers vegna Íslandi sé enn heimill aðgangur
að innri markaði Evrópu á meðan landið hunsar eina
af helgustu greinum Samningsins um evrópska efna-
hagssvæðið (bann við fjármagnshöftum).“ Sjá síðu 8
Á FERÐINNI MEÐ MAREL Lars Grundtvig, einn af stærstu hluthöfum Marel
eftir samruna við Scanvægt 2006, ræðir við Frans-Josef Rothkötter, einn
eigenda kjúklingasláturhússins í Emsland í Þýskalandi, í skoðunarferð
Marel þangað sumarið 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ
Staða sem minnir
um margt á þjófnað
Seðlabankinn hefur hafnað beiðni danska fjárfestisins Lars Grundt-
vig um undanþágu frá fjármagnshöftum. Hann telur bankann í
blekkingarleik og aðgang Íslands að innri markaði Evrópu í hættu.
GJALDEYRISHÖFT
Óli Kristján Ármannsson | olikr@frettabladid.is
strarvörurRek
vinna með þér -
Gengið var frá sölu á
31,2 prósenta eignarhlut
Landsbankans í Borgun
hf. fyrir 2.184 milljónir
króna í gær.
„Að kaupunum stend-
ur breiður hópur fjár-
festa ásamt félagi á
vegum stjórnenda Borg-
unar,“ segir í tilkynningu
bankans um viðskiptin. Borgun
starfar við þróun og hagnýtingu
lausna á sviði rafrænnar greiðslu-
miðlunar.
„Kaupsamningurinn er gerður
með fyrirvara um samþykki eft-
irlitsaðila, í samræmi við lög.“
Haft er eftir Steinþóri Pálssyni,
bankastjóra Landsbankans, að
undanfarin ár hafi Lands-
bankinn verið áhrifalaus
minnihlutaeigandi í Borg-
un og að Íslandsbanki hafi
átt meirihluta hlutafjár.
„Í samræmi við sátt sem
gerð var við Samkeppn-
iseftirlitið árið 2008 eru
miklar takmarkanir á
aðkomu Landsbankans
sem hluthafa að starfsemi Borg-
unar. Enn fremur hefur það verið
markmið samkeppnisyfirvalda
að aðeins einn banki sé hluthafi
í hverju greiðslukortafyrirtæki
á hverjum tíma,“ er eftir honum
haft. Staðan hafi verið óviðun-
andi fyrir Landsbankann.
- óká
STEINÞÓR PÁLSSON
Landsbankinn selur tæplega þriðjungshlut sinn í Borgun hf.:
Hlutur bankans fór
fyrir 2.184 milljónir
Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland
Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting
Bank Nordic (DKK) 106,0 -18,5% 0,0%
Eimskipafélag Íslands 226,00 -13,7% -1,1%
Fjarskipti (Vodafone) 37,35 37,1% 5,5%
Hagar 42,80 11,5% 1,1%
HB Grandi* 31,05 12,1% 3,8%
Icelandair Group 18,95 4,1% -0,3%
Marel 131,00 -1,5% 1,9%
N1 20,30 7,4% 3,8%
Nýherji 5,75 57,5% 0,0%
Reginn 14,31 -8,0% 0,4%
Sjóvá* 11,95 -11,5% -4,2%
Tryggingamiðstöðin 25,95 -19,0% 0,2%
Vátryggingafélag Íslands 8,83 -18,2% -1,3%
Össur 365,00 59,4% 0,3%
Úrvalsvísitalan OMXI8 1.245,98 -1,1% 0,8%
First North Iceland
Century Aluminum 3.500,00 204,3% 0,0%
Hampiðjan 21,00 58,5% 0,0%
Sláturfélag Suðurlands 1,85 51,6% 0,0%
*upphafsverð m.v. útboð í apríl
Sk
jó
ða
n
SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem
lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Verðtrygging á brauðfótum – nýtt tækifæri?