Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2014, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 26.11.2014, Qupperneq 33
 7 | 26. nóvember 2014 | miðvikudagur iPhone Aukahlutir QuizUp hafar Plain Vanilla hefðu getað fengið samtals 100 milljónir dala, jafnvirði 12 milljarða króna miðað við þáverandi gengi. Þorsteinn segist ekki geta tjáð sig um tilraunir Zynga en segir að fyrir- tækinu hafi borist nokkur yfi rtökutilboð. „Það eru alltaf einhverjar svona umræður sem myndast enda er mikið um samruna og hreyfi ngar í þessum bransa. Og það hafa komið upp einhver dæmi sem við höfum kíkt á og skoðað en við höfum ekki skoðað þau af mikilli alvöru.“ Þegar Þorsteinn er spurður hvort hann sjái eftir því að hafa ekki tekið þessum tilboðum viðurkennir hann að þau komi oft upp í hugann þegar hann er dauðþreyttur eftir erfi ðan dag í vinnunni. „Það er bara mannlegt að maður hugsi til þess augnabliks þegar maður sagði nei við einhverju sem hefði getað gert hlutina miklu einfaldari. Nú und- anfarið er ég aftur á móti orðinn það spenntur fyrir þessari vöru sem við erum að þróa og hef orðið sannfærðari um að við höfum tekið hárrétta ákvörð- un um að neita þessum yfi rtökutilboð- um.“ Þorsteinn segir það einnig í skoðun að stækka starfsstöð fyrir tækisins í Bandaríkjunum en að það velti á vel- gengni nýju uppfærslunnar. Höfuð- stöðvarnar og kjarnastarfsemin verði þó áfram á Íslandi. „Það eru mikil forréttindi að fá að taka þátt í svona ferðalagi með starfs- mönnum fyrirtækisins. Þetta mun alltaf verða mjög stór hluti af mínu lífi og nú er að sjá hversu hátt við getum farið.“ Í HÖFUÐSTÖÐVUNUM Þorsteinn segist meðal annars spila þann spurningaflokk QuizUp sem snýr að þáttunum Game of Thrones.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.