Fréttablaðið - 26.11.2014, Qupperneq 36
| 10 26. nóvember 2014 | miðvikudagur
Ef Ísland ætlar að halda sam-
keppnishæfni sinni í sjávarút-
vegi á erlendum mörkuðum er
mikilvægt að fyrirtæki í sjávar-
útvegi séu vel fjármögnuð, fjár-
festi mikið og skili góðri afkomu.
Ef ekki verður hægt að gera sam-
keppnishæfar arðsemiskröfur á
sjávarútvegsfyrirtæki leita fjár-
festingar og fjármagn í aðra val-
kosti og samkeppnishæfni grein-
arinnar minnkar.
Af umræðunni að undanförnu
að dæma má ætla að einhverjum
þyki það tortryggilegt að sjávar-
útvegsfyrirtæki greiði út arð til
hluthafa sinna. Í umræðunni er
fjárhæðum arðgreiðslna nokk-
urra stórra sjávarútvegsfyrir-
tækja slegið fram og svo dregn-
ar af þeim sterkar ályktanir um
atvinnugreinina í heild án nokk-
urrar frekari greiningar á sam-
hengi hlutanna.
Forðumst fullyrðingar
Það er varasamt að fullyrða eitt-
hvað um öll sjávarútvegsfyrirtæki
út frá afkomu nokkurra. Sjávarút-
vegsfyrirtæki á Íslandi eru mörg
hundruð talsins og eru mjög mis-
munandi að stærð og gerð víðs-
vegar um land allt. Fyrirtæki í
sjávarútvegi þurfa mikið fjár-
magn til starfseminnar, nauðsyn-
leg fjárbinding í fastafjármunum
í sjávarútvegi er sérstaklega mikil
í samanburði við aðrar atvinnu-
greinar. Hjá sumum fyrirtækjum
gengur vel á meðan önnur berj-
ast í bökkum og á því eru margar
skýringar. Maður myndi til dæmis
fara varlega í að fullyrða að auð-
velt sé að reka smásöluverslun á
Íslandi með góðum árangri þótt
Hagar hf. hafi verið reknir með
myndarlegum hagnaði undanfar-
in ár og skilað mjög hárri ávöxtun
eigin fjár.
Þegar einstaklingar eða félög
leitast við að ávaxta fjármuni
koma til greina ýmsir valkostir.
Sumir freista þess að fara út í eigin
atvinnurekstur á meðan aðrir setja
fjármuni í eitthvað sem þeir hafa
trú á, án þess að fást endilega sjálf-
ir við fyrirtækja rekstur. Þannig
er hægt að leggja fjármuni inn á
banka og fá fyrir það vaxtatekjur
eða kaupa skuldabréf, verðtryggð
eða óverðtryggð, sem gefa vaxta-
tekjur. Þá er einnig hægt að kaupa
hlutabréf í fyrirtækjum.
Á að gera lægri ávöxtunarkröfur?
Af fjárfestingu í hlutabréfum fást
ekki vaxtatekjur, líkt og af banka-
innstæðum og skuldabréfum,
heldur arðgreiðslur. Arðgreiðslur
geta hlutafjáreigendur þó aðeins
fengið ef fyrirtækin sem hlut-
hafarnir eiga hluti í eru rekin
með hagnaði. Í einföldu máli tak-
markast mögulegt umfang arð-
greiðslna við uppsafnaðan hagn-
að fyrirtækjanna.
Í Kauphöll Íslands eru skráð
fjölmörg fyrirtæki sem hægt er
að kaupa hluti í. Fyrirtækin eru
mismunandi að stærð og starfa
á mismunandi sviðum. Má þar
nefna: Marel hf. (tæknifyrir-
tæki), N1 hf. (olíufélag), Össur hf.
(stoðtækjaframleiðandi), Haga
hf. (smásöluverslun), Nýherja hf.
(tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki),
Icelandair Group hf. (flugfélag)
og HB Granda hf. (sjávarútvegs-
fyrirtæki).
Fyrirtækin sem skráð eru í
Kauphöll Íslands eiga það öll sam-
eiginlegt að keppast við að skila
góðri afkomu til að hluthafarnir
fái arð af fjárfestingu sinni. Sum
fyrirtækjanna hafa sett sér arð-
greiðslustefnu þar sem gjarnan
er miðað við að arðgreiðslur nemi
ákveðnu hlutfalli af hagnaði eftir
skatta og ákveðið hlutfall hagn-
aðar sé notað til uppbyggingar og
vaxtar.
Af hverju ætti sá sem setur fjár-
muni í hlutabréf í stærsta sjáv-
arútvegsfyrirtæki landsins, HB
Granda hf., að gera lægri ávöxt-
unarkröfu til fjármunanna en
hann myndi gera til fjárfestinga
í hlutabréfum annarra fyrirtækja
í Kauphöllinni – sem hann metur
af svipaðri áhættu?
D
ragist afnám fjármagnshafta gæti fjarað undan
langlundargeði Evrópuríkja og stjórnmála-
manna þeirra gagnvart Íslandi. Á þetta bendir
danski fjárfestirinn Lars Grundtvig í opnu
bréfi til Más Guðmundssonar seðlabanka-
stjóra í Markaðnum í dag.
Hann segir aðgerða þörf nú þegar, enda gjaldeyrishöft á
sjöunda ári. Tíminn vinni ekki með Íslendingum. „Íslensk
stjórnvöld leika rússneska rúllettu með aðgang Íslands að
fjármagnsmörkuðum Evrópu og að því líður að aðildar-
ríki Evrópusambandsins og stjórnmálamenn þeirra taka
að spyrja hvers vegna Íslandi sé enn heimill aðgangur
að innri markaði Evrópu á meðan landið hunsar eina af
helgustu greinum Samningsins um
evrópska efnahagssvæðið (bann við
fjármagnshöftum),“ segir hann í bréfi
sínu.
Vítin er svo líka fl eiri sem fylgja
gjaldeyrishöftunum. Erfi tt er að setja
mælistiku á þau tækifæri sem glatast,
blómin sem aldrei verða til í fyrir-
tækja fl óru landsins, vegna fælingar-
máttar haftanna.
Fælingarmáttur haftanna verð-
ur svo líka enn meiri ef rétt er sem
Grundtvig ýjar að í bréfi nu að erlend-
ir fjárfestar sem hér eru fastir innan
hafta telji á sér brotið með fram-
göngu íslenskra stjórnvalda. Upplifun
Grundtvigs á framkvæmd gjaldeyris-
haftanna er þannig að undanþágu-
reglur Seðlabankans séu sjónarspil.
Hann telur sig hafa haft lögmæta
ástæðu til undanþágu og er reiður
neitun Seðlabankans.
Afstaða hans er um margt skiljanleg. Fyrirtæki í eigu
hans og fjölskyldu hans var tekið yfi r af Marel árið 2006
og fjárfestingarfélag hans varð um leið einn stærsti hlut-
hafi Marels. Þetta gerist alllöngu fyrir hrun og verður að
teljast með öllu ótengt ævintýrafl éttum fjármálafyrir-
tækja. Grundtvig leggst svo á árar með Marel og starfar
áfram með fyrirtækinu og var þar enn um síðustu mán-
aðamót næststærsti hluthafi með 8,4 prósenta hlut.
Hann segir meðferð stjórnvalda á erlendum fjárfest-
um á almennu vitorði meðal þeirra utan landsteinanna og
hætt við að hún geri þá fráhverfa landinu og grafi um leið
undan framtíðarmöguleikum landsins í erlendri fjárfest-
ingu. Fjölgar þá enn blómunum sem aldrei verða til.
Vitað er og viðurkennt að óstöðugleiki og háir vextir
fylgja krónunni. Stöðugleika í efnahagslífi nu verður ekki
náð með henni án þess að landsmenn þurfi að búa við
bæði vaxtapíningu og hömlur á fjármagnsfl utningum í
einhverri mynd.
Einu raunhæfu leiðinni í fl jótvirku og trúverðugu
afnámi hafta, sem er aðild að Evrópusambandinu og
stuðningur Seðlabanka Evrópu, hefur verið ýtt út af borð-
inu af núverandi ríkisstjórn. Á meðan ekki kemur skýr
mynd á framtíðarsýn stjórnvalda í peningamálum þjóðar-
innar og trúverðug leið að gengisstöðugleika og fyrirsjá-
anleika í efnahagslífi ð er hætt við að áfram haldi að fjara
undan framtíðarmöguleikum landsins. Bréf Lars Grundt-
vig til seðlabankastjóra er áminning um að athafnir
okkar í þessum efnum séu ekki gerðar í einhverju tóma-
rúmi íslensks veruleika. Vandlega er fylgst með þróun
mála hér á landi.
Fyrr í mánuðinum sat ég fund með
hópi stjórnenda sem saman hafa náð
miklum árangri í að byggja upp sitt
fyrirtæki.
Það er að segja ef við skil-
greinum góðan árangur sem
það að sexfalda veltu og
fimmfalda fjölda starfs-
manna á fimm árum.
Örum vexti hafa fylgt
hinar ýmsu áskoranir
og má segja að þessum
stjórnendahópi finn-
ist hann oft vera að
eltast við skottið á
sjálfum sér. Sjaldn-
ar finna þau orðið
tíma til að hittast
og staldra nægilega
lengi við til þess að
taka stöðuna á hvert þau eru komin
og hvert þau eru að stefna.
Farið yfir stöðuna
Þó eiga slíkir fundardagar sér stað
hjá þeim tvisvar á ári þar sem ég hef
það skemmtilega verkefni að aðstoða
þau við stíga upp úr daglegu keyrsl-
unni og fara yfir núverandi stöðu,
framtíðarmarkmið, forgangsröðun
og aðgerðaplön.
Ánægjulegt hefur verið að fylgjast
með dýnamísku teymi ítrekað fara
fram úr eigin væntingum og á síðasta
fundi var ljóst að fyrirtækið var komið
á stað sem þau hefði aldrei dreymt um
fyrir aðeins þremur árum.
Þrátt fyrir þetta var hópurinn ekki
endilega á því að skilgreina þennan
mikla uppgang sem góðan árangur.
Umsvif og velta höfðu aukist til
muna en það sama mátti segja um
flækjustigin. Yfirsýnin var minni,
erfiðara reyndist að finna fólk til að
vinna sérhæfðari störf, samskipti
voru stopulli, álagið og stressið
meira, þjónusta við viðskiptavini
ekki jafn góð, flókið var að innleiða
ný kerfi og ferla sem stærri rekstur
krafðist og mótstaða við breytingum
áskorun sem þau voru öll að takast
á við.
Árlegur hagnaður hafði ekki held-
ur verið í samræmi við aukna veltu
enda aukinn kostnaður fylgt auknum
umsvifum.
Mikill sannleikur
Veltu teymið fyrir sér hvort þau ættu
óhikað að stefna að frekari vexti eða
hvort þau ættu að taka í taumana.
Upp kom þá spurningin; hvað er það
sem við í rauninni skilgreinum sem
farsæld og góðan árangur?
Um stund rak þau í rogastans því
þeim varð ljóst að þau höfðu í raun
aldrei skilgreint sín á milli hvað far-
sæld og árangur merktu.
Í kjölfar umræðu sem skapaðist
frá einfaldri spurningu breyttist
ýmislegt, djarfar ákvarðanir voru
teknar og stefnan varð mun skýrari.
Hefur þessi spurning setið í mér
síðan og mæli ég eindregið með að
fólk prófi hana á sjálfu sér og öðrum.
Mikill sannleikur getur leynst
þarna á bak við en án þess að spyrja
gætum við verið að draga úr skýrri
sýn og getu eða jafnvel endað á að
fara langt fram úr okkur sjálfum.
Hvernig skilgreinum við farsæld og góðan árangur?
Hin hliðin
María Lovísa
Árnadóttir
innanhússarkitekt
Ánægjulegt
hefur verið
að fylgjast
með dýna-
mísku teymi
ítrekað fara
fram úr
eigin vænt-
ingum.
Þjóðinni gæti reynst dýrt að fara illa með erlenda fjárfesta:
Gjaldeyrishöft
verða að fara
Arðgreiðslur
sjávarútvegsfyrirtækja
Skoðun
Haukur Þór Hauksson
aðstoðarframkvæmda-
stjóri Samtaka fyrirtækja
í sjávarútvegi (SFS)
BÆNDUR KREFJAST ÚRBÓTA Í GRIKKLANDI
HELDUR RÆÐU Grískur bóndi heldur ræðu fyrir utan landbúnaðarráðuneytisbygginguna í Aþenu. Þar komu saman í gær bændur sem halda
skepnur og kröfðust úrbóta í landbúnaðarregluverki landsins sem kæmu þeim til góða. NORDICPHOTOS/AFP
Einu raun-
hæfu leiðinni
í fljótvirku og
trúverðugu
afnámi hafta
[...] hefur verið
ýtt út af borð-
inu.
Markaðshornið
Óli Kristján Ármannsson
olikr@frettabladid.is