Fréttablaðið - 26.11.2014, Síða 38
USD 124,07
GBP 194,55
DKK 20,74
EUR 154,32
NOK 18,23
SEK 16,66
CHF 128,37
JPY 1,05
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Gengi gjaldmiðla FTSE 100
6.731,14 +1,35
(0,02%)
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskipti
STJÓRNAR -
MAÐURINN
@stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn hefur fylgst
með hræringum kringum
útgáfufélag DV, sem lauk nú í
síðustu viku með kaupum Vef-
pressu Björns Inga Hrafnssonar í
félaginu.
ÓHÆTT er að segja að gustað hafi
um DV en að vatnaskil hafi orðið
við brotthvarf Reynis Traustason-
ar. Engu er líkara en við það hafi
skapast vinnufriður til þess að
taka nauðsynlegar ákvarðanir um
framtíð félagsins.
STJÓRNARMANNINUM þykir
merkilegt hvað fjölmiðlamenn á
Íslandi eyða mörgum dálksentí-
metrum í að fjalla um kollega sína.
Þannig voru fjölmiðlar, og kannski
einkum blaðamenn DV, duglegir
að fjalla um málið og mátti sjá rök
á þá leið að hluthafar DV hefðu
með athöfnum sínum ráðist gegn
frjálsri fjölmiðlun í landinu.
ÞETTA er gamalgróin saga sem
iðulega heyrist þegar hagræða á
eða skipta um fólk á fjölmiðlum.
Engum dettur hins vegar í hug
að skrifa frétt um að annarlegar
ástæður ráði, þegar t.d er skipt um
kerstjóra í Álverinu í Straumsvík.
BLAÐAMENN eru einnig gjarnir á
að stilla sér í sveit gegn eigendum
fjölmiðla. Bollaleggingar um mis-
notkun eigendavalds voru hins
vegar óþarfar á DV, enda eigend-
urnir sjálfir sem skrifuðu leiðar-
ana!
Í þessu felst kannski einnig sú
hugmynd að fjölmiðlar eigi að
vera í hugsjónastarfsemi en ekki
hefðbundin félög, rekin hluthöfum
sínum til fjárhagslegs ávinnings.
Hætt er þó við að slíkar hug-
sjónir séu frekar í orði en á borði,
a.m.k. í tilfelli DV. Félagið gefur
út áskriftarblað, og rekur vefsíðu
sem notast við gjaldvegg. Á báða
miðla eru seldar auglýsingar.
Þrátt fyrir þetta var tap af rekstri
félagsins rúmar 83 milljónir árið
2011, 65 milljónir 2012 og 37 millj-
ónir árið 2013 – linnulaus tap-
rekstur.
FÓLKI er vitaskuld frjálst að hafa
skoðanir á persónum og leikend-
um. Hins vegar er ljóst að sam-
kvæmt öllum rekstrarlegum mæli-
kvörðum blikkaði rauða ljósið.
Því er auðvelt að færa rök fyrir
því að með því að skipta út skip-
stjóranum sem ekki fiskaði hafi
hluthafar DV staðið vörð um hags-
muni félagsins.
DV Reynis Traustasonar gat held-
ur ekki skýlt sér á bak við það að
ekki sé hægt að reka fjölmiðil með
ávinningi á Íslandi, enda dæmi í
fortíð og nútíð um ágætlega ábata-
saman rekstur í þeim geira. Við
það bætist að á DV er ástunduð
svokölluð „tabloid“-blaðamennska,
en það er líklega sú tegund sem
best fiskar í fjárhagslegu tilliti,
sbr. t.d. Daily Mail og The Sun í
Bretlandi.
BJÖRNS INGA bíður því erfitt verk-
efni, en ekki ómögulegt.
DV skútan strandaði
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00
F
A
S
TU
S
_E
_5
0.
11
.1
4
Veit á vandaða lausn
Hörðu pakkarnir
• frá Dualit •
Við undirbúning í eldhúsi og við matreiðslu er fátt betra en að vinna með vönduð og
góð tæki. Dualit tækin eru ekki einungis vönduð og traust heldur eru þau líka fallega
hönnuð sem eykur enn á ánægjuna við að vinna með þau. Kynntu þér breiða vörulínu
Dualit í verslun Fastus í Síðumúla 16. Dualit vörurnar eru margverðlaunaðar og hafa
fengið m.a. stimpilinn frá Good Housekeeping Institute.
Handþeytari
• kraftmikill 400W
• margir aukahlutir
• auðvelt að þrífa
Kr. 16.900,-
Brauðrist
• 2 brauðsneiðar
• auðvelt að þrífa
• tímastillir
Kr. 32.944,-
Töfrasproti
• kraftmikill 700W
• 6-blaða hnífur
• margir aukahlutir
Kr. 19.453,-
Hraðsuðuketill
• 1,7l
• snúrulaus ketill
• ryðfrítt stál
Kr. 20.331,-
Mjólkurfreyðir
• köld og heit froða
• ryðfrítt stál
• auðvelt að þrífa
Kr. 18.198,-
25.11.2014 Það þýðir ekkert að tala um þessi
efnahagslegu áhrif. Þau gætu verið mjög lítil en
þau gætu orðið eitthvað meiri. Það er ekki fyrr en
þetta skýrist meira hjá íslenskum dómstólum og
í túlkunum og umræðum milli lögfræðinga að það
er meira hægt að sjá fram á það. [...] Sá sem er
búinn að vera með verðtryggð lán í mörg ár,
hann hlaut að vita hvernig þau virkuðu.
Már Guðmundsson,
seðlabankastjóri.
Tölur um atvinnuhúsnæði
Í október síðastliðnum var þinglýst
117 skjölum (kaupsamningum og
afsölum) vegna atvinnuhúsnæðis á
landinu öllu, 70 á höfuðborgar-
svæðinu og 47 utan þess.
Fram kemur í nýbirtum tölum
Þjóðskrár Íslands að heildar-
fasteignamat seldra eigna
á landinu hafi verið 3.806
milljónir króna.
3,8 MILLJARÐAR
Hagnaður af rekstri fasteignafélagsins Regins fyrstu níu mánuði ársins
nam 1.182 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi. Fram kemur
í árshlutauppgjöri sem félagið skilaði í gær að heildareignir samstæð-
unnar hafi í lok tímabilsins numið 52,9 milljörðum króna.
Eigið fé félagsins var 16,8 milljarðar króna að meðtöldu hlutafé upp
á 1,4 milljarða. Í lok september var eiginfjárhlutfall félagsins 32 prósent.
Hagnaður félagsins fyrstu níu mánuði ársins jókst samkvæmt upp-
gjörinu um 8,3 prósent. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi dregst hins
vegar saman um rúman fimmtung á milli ára, eða um 22,5 prósent.
Hagnaður á fjórðungnum fór úr 557 í 432 milljónir króna.
1.182 MILLJÓNA GRÓÐI
Samdráttur hjá Regin