Fréttablaðið - 26.11.2014, Page 54
26. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 34
The Holy Mountain. Hún er mjög
sjónrænt örvandi og veitir mér inn-
blástur.
Tanya Pollock tónlistarkona
MIÐVIKUDAGSMYNDIN
Halla Birgisdóttir listakona gerir
jóladagatal Norræna hússins í ár,
en 23 aðrir listamenn taka þátt í
dagatalinu. Hún verður einnig með
sýningu í anddyri Norræna hússins
í tengslum við jóladagtalið.
„Ég vinn mikið með samspil
texta og mynda. Þannig að með
því að teikna myndir og gera smá
texta verða til litlar frásagnir,“ en
umfjöllunarefni Höllu er mannfólk-
ið á jólunum.
„Mig langaði ekki að hafa þetta
rosalega jólalegt, en þetta gerist
um jólin. Þetta snýst um fólk en það
er einhver alvarlegur undirtónn,“
útskýrir hún en persónurnar eru
skáldaðar en eiga mögulega leynd-
ar fyrirmyndir.
„Það er til dæmis ein sem vill
ekki fara of snemma í jólaskap.
Með því að skoða þetta út frá mínu
sjónarhorni langar mig líka til þess
að hjálpa fólki að finna með sjálfu
sér hvað því finnst jólin snúast
um.“
Myndirnar teiknar Halla beint
á veggina. „Mamma og pabbi voru
að grínast með það að þegar ég var
lítil teiknaði ég stórt krot á vegg-
inn heima og fékk skammir fyrir.
Ég fæ auðvitað ekki skammir núna,
þannig að ég er svona að vinna
rökræðurnar um hvort það megi
teikna á veggi tuttugu árum síðar.“
Áratugagamlar rökræður eru þó
ekki eina ástæða þess að Halla kýs
að teikna á veggi. „Líka kannski
að mér finnst þetta verða svolítið
beinna. Kannski vekur þetta líka
einhverjar spurningar hjá fólki.“
- gló
Vinnur rökræðu um krot á veggi
Halla Birgisdóttir listakona gerir jóladagatal Norræna hússins og teiknar á veggi.
LISTAKONA Halla vinnur mikið með
samspil texta og mynda.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Árlegur jólabasar Kattholts
verður haldinn laugardaginn 29.
nóvember. Halldóra B. Ragnars-
dóttir, formaður Kattavinafélags
Íslands, segir að
að venju verði
margs konar
vörur í boði.
„Það verða
ýmsir fallegir
munir, jóla-
kort, kerti,
sk raut og
svo auðvitað
dagatalið
okkar. Einn
starfs-
maður hjá
okkur, hún Helga
Guðmundsdóttir, er búin að
vera einstaklega sniðug í ár og
gera kerti með kisumyndum og
hanna myndir sem hún lét prenta
á boli,“ segir Halldóra, en til
eru þrjár útgáfur af bolum. „Á
einum þeirra stendur heimili án
kattar er bara hús, ég styð Katt-
holt og svo er þriðji svartur með
áletruninni The Catfather, sem
er tilvísun í
myndirnar um
Godfather,“
segir Halldóra.
Hún segir jóla-
basarinn vera
með stærri söfn-
unum ársins og
skipta miklu fyrir
Kattholt og starf-
semi þess. „Hjá
okkur eru í kring-
um 40-50 kisur í
einu sem þarf að hugsa um og
gefa að borða,“ segir Halldóra og
minnir á hversu mikilvægt það
sé að láta merkja kisurnar sínar.
Jólabasarinn verður á laugardag-
inn frá kl. 11-16 og eru allir vel-
komnir.
- asi
Hannar Catfather
boli fyrir Kattholt
Jólabasar Kattholts verður haldinn á laugardaginn.
VONAST TIL AÐ SJÁ SEM FLESTA Halldóra vonast til að sjá sem flesta á basarnum
á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
„Þetta var flugslys sem varð í
nóvember 1941 í Kol-
grafafirði á Snæfells-
nesi. Flugmenn sem
eru að koma úr eft-
irlitsflugi með kaf-
bátum og herskipum
Þjóðverja milli Græn-
lands og Íslands taka
feil á Faxaflóanum
og fljúga inn Breiða-
fjörðinn, síðan fljúga
þeir áfram suður og
rekast á þennan
tind, Svartahnjúk,“
segir Hjálmtýr
Heiðdal, leikstjóri
heimildarmyndarinnar Svarta-
hnjúks, sem fjallar um þennan
myrka atburð í sögu Íslands.
„Þeir farast allir, sex manns.
Leitarflokkar eru sendir á vett-
vang með íslenskum bændum sem
finna aðeins fjögur lík. Þá komu upp
ýmsar draugasögur en það voru iðu-
lega tveir menn á gangi sem sáust
þarna innst í Kolgrafa-
firði. Íslensk þjóðtrú
bætir upp söguna.“
Hjálmtýr hefur unnið
að myndinni seinustu
fjögur árin ásamt hand-
ritshöfundinum Karli
Smára Hreinssyni. Í
myndinni eru tekin við-
töl við eldra fólk á Snæ-
fellsnesi sem lifði þessa
atburði ásamt fólki sem
ólst upp með leitarmönn-
unum. „Síðan fórum við til
Englands til að hitta breska
flugmenn sem voru hér í
stríðinu. Þá fundum við ættingja
mannanna sem fórust. Við erum
dálítið búin að grafast fyrir um
þennan atburð frá öllum hliðum má
segja. Við fórum upp á fjallið á Snæ-
fellsnesi til að skoða flakið og meira
að segja draugarnir sjálfir koma
fyrir í einni senunni. Við vorum að
fjalla um draugana í viðtali á staðn-
um þar sem líkin voru borin niður
af fjallinu, þá kom svakalegur vind-
ur sem feykti öllu um koll,“ segir
Hjálmtýr og hlær.
Aðstandendur myndarinnar halda
nú úti söfnun á Karolina Fund af
því að notað var meira af gömlum
kvikmyndum úr stríðinu en var
upprunalega áætlað. „Þess vegna
reyndist það dýrara og því settum
við af stað þessa söfnun, sem er
komin vel á veg.“
thorduringi@frettabladid.is
Íslensk draugatrú
bætti upp söguna
Heimildarmyndin Svartihnjúkur fj allar um myrkan atburð í sögu landsins.
Við fórum upp á
fjallið á Snæfellsnesi til að
skoða flakið og meira að
segja draugarnir sjálfir
koma fyrir í einni senunni.
GRÓFUST
FYRIR UM
ATBURÐINN
FRÁ ÖLLUM
HLIÐUM
Hjálmtýr og
félagar leituðu
uppi ættingja
þeirra sem
fórust.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
JOHN EWART SPEAK flugstjóri vélarinnar sem fórst við Svartahjnúk.
hjá okkur eru í
kringum 40-50 kisur í
einu sem þarf að hugsa
um og gefa að borða.
Halldóra B. Ragnarsdóttir.
FLOTTIR BOLIR