Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 16
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 16 Demantshjarta 0.30ct Verð 230.000 kr. VERSLUN Af 120 þúsund íbúum Reykjavíkur eru aðeins 3.500 í göngufæri við vínbúð. Þetta kemur fram í umsögn umhverfis- og skipulags- sviðs borgarinnar um tillögu sjálfstæðismanna um að borgarstjórn skori á Alþingi að samþykkja frumvarp um að áfengi megi selja í almennum verslunum. Sjálfstæðismenn segja að um sé að ræða „mikið og mikilvægt hagsmunamál“ fyrir borg- arbúa. „Áfengi er hluti af neysluvöru borgarbúa og ljóst að fáar og illa staðsettar áfengisverslanir ríkisins vinna gegn markmiði aðalskipulags, að umhverfi daglegrar verslunar borgarbúa verði hverfisvæddara,“ segir meðal annars í ályktun- artillögunni sem borgarstjórn vísaði til umsagn- ar hjá umhverfis- og skipulagssviði. Í umsögninni er sömuleiðis bent á markmið í aðalskipulaginu um að efla verslun og þjónustu í nærumhverfi. Óumdeilt sé að áfengi sé hluti af daglegum neysluvörum og að bætt aðgengi að þeim vörum, í formi fjölgunar staða, samræm- ist vel því markmiði. Vínbúðir ÁTVR séu ekki markvisst staðsettar. „Ekki er tekin afstaða til þess hér hvort afnema eigi einkaleyfi ríkisins á sölu áfengis en ljóst er að núverandi verslunarfyrirkomulag ÁTVR styður ekki við ofangreind markmið,“ segir umhverfis- og skipulagssviðið. „Í Reykjavík eru aðeins sjö vínbúðir og eru 17.300 íbúar um hverja búð. Til samanburðar eru 2.300 íbúar í baklandi vínbúðarinnar í Hvera- gerði. Íbúar sem eru í göngufæri við þessar sjö vínbúðir, auk búðarinnar á Eiðistorgi, eru aðeins 3.500,“ segir í umsögninni. Þar er göngufæri skilgreint sem fjögur hundruð metra fjarlægð. „Til samanburðar eru yfir 50 þúsund Reykvík- ingar í göngufæri við matvörubúð með neyslu- varning í öllum helstu vöruflokkum sem þó getur ekki talist ásættanlegt hlutfall.“ Hið pólitískt skipaða umhverfis- og skipu- lagsráð samþykkti síðan á miðvikudag umsögn embættis manna sviðsins. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Málið fer nú aftur til afgreiðslu hjá borgarstjórn. gar@frettabladid.is Fáir í göngufæri við vínbúð Fyrirkomulag vínbúða ÁTVR í Reykjavík styður ekki markmið aðalskipulags um að sem flestir geti nýtt sér verslun fótgangandi svo hverfi verði sjálfbærari. Áfengi er hluti af daglegu neyslumynstri, segir skipulagssvið. VÍNBÚÐIR Að meðtalinni vín- búð Seltirninga á Eiðistorgi eru átta vínbúðir í göngufæri fyrir samtals 3.500 Reykvíkinga sem svarar til 2,9 prósenta af öllum borgar- búum. MYND/ UMHVERFIS- OG SKIPULAGSSVIÐ REYKJAVÍKUR Í Reykjavík eru aðeins sjö vínbúðir og eru 17.300 íbúar um hverja búð. Til samanburðar eru 2.300 íbúar í baklandi vínbúðar- innar í Hveragerði. Úr umsögn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur. EFNAHAGSMÁL Tólf mánaða verð- bólga samkvæmt vísitölu neyslu- verðs mælist 0,8 prósent í desem- ber. Það er undir neðri þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans, sem er 1 prósent. Þetta er í fyrsta sinn frá því markmiðið var tekið upp vorið 2001 sem það gerist. Í Morgunkorni Greiningar Íslands- banka kemur fram að horfur eru á að verðbólga verði áfram í kringum 1,0 prósent fram á mitt næsta ár. Nú þarf Seðlabankinn að rita greinargerð til stjórnvalda þar sem hann rekur orsakir lítillar verð- bólgu, og greinir frá því hvernig hann hyggist bregðast við og leggja mat á hvenær markmiðinu verði náð að nýju. Greining Íslandsbanka segir að það hljóti að teljast nokkur nýlunda að bankinn sé í þessari stöðu, enda hafi mikil og þrálát verðbólga verið viðfangsefni hans lengst af frá upp- töku verðbólgumarkmiðsins. - jhh Verðbólga í desember mælist undir þolmörkum: Bankinn bregðist við VERSLUN Það hefur dregið verulega úr hækkun verðlags undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR UMHVERFISMÁL Snæfellsnes er einn af 100 grænustu áfangastöðum heims, samkvæmt nýbirtum lista samtakanna Green Destination. Um er að ræða verk- efni sem kallað er Global Top 100. Þar er tekið saman yfirlit yfir þá hundrað staði í heiminum sem þykja skara fram úr á sviði umhverfismála. Verkefnið er samstarfsverkefni nokk- urra aðila sem hafa sérhæft sig í rann- sóknum og markaðssetningu grænna áfangastaða. Tilgangurinn er að veita áfangastöðum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi viðurkenningu og auðvelda um leið kröfuhörðum ferðamönnum val um áfangastaði. Kallað var eftir tilnefningum í gegnum samfélagsmiðla. Þrjátíu manna dómnefnd skipuð sérfræðingum í ferðamálum og sjálf- bærni gaf einkunnir fyrir fjölmarga þætti, þar á meðal náttúru, umhverfi, náttúru- vernd, menningararf og umhverfisvottun. Talsmenn Global Top 100 hvetja ferða- menn til að velja áfangastaði sem vinna að raunverulegum úrbótum í umhverfis- og samfélagsmálum. Umhverfisvottun Snæ- fellsness er talin vega þungt og veita mik- inn trúverðugleika hvað þetta varðar. - shá Snæfellsnes er á lista Green Destination yfir staði sem skara fram úr á sviði umhverfismála: Er sagt vera einn grænasti áfangastaðurinn SNÆFELLSJÖKULL Umhverfisvottun Snæfellsness er á margan hátt einstök. MYND/RAS HEILBRIGÐISMÁL Fólk varist gylliboð Embætti landlæknis tekur undir umfjöllun Helga Sigurðssonar, prófessors á Landspítala, sem birtist á mbl.is undir fyrirsögninni Lodd- araskapur af verstu gerð. Landlæknir telur mikilvægt að sjúklingar vari sig á margvíslegum gylliboðum um með- ferð þar sem vísindalegar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á gagnsemi þeirra. FERÐAÞJÓNUSTA Um 95,6 prósent erlendra ferðamenna sem komu hingað í sumar voru ánægð með ferðina samkvæmt könnun Ferða- málastofu. Rúmlega 83 prósent töldu líklegt að þau myndu koma aftur. Um 86,9 prósent voru hér í fríi og var dvalarlengdin að jafnaði um tíu nætur. 84,3 prósent voru hér á eigin vegum og íslensk náttúra var oftast nefnd sem ástæðan fyrir því af hverju ferðamennirnir ákváðu að koma hingað til lands. - hg Um 83% vilja koma aftur: Flestir ánægðir með Íslandsför
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.