Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 74
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 66 Væri ég kominn í Evrópumótaröðina ef ég væri enn að vippa með báðum höndum? Ekki möguleiki. Jason Palmer GOLF Saga Englendingsins Jasons Palmer er engri lík. Þúsundir kylf- inga berjast ár eftir ár til þess að komast inn á Evrópumótaröðina en þar er Palmer þótt hann slái eins og einhentur maður inn á flatirn- ar. Hann er fyrsti maðurinn í sögu mótaraðarinnar sem notar aðeins aðra höndina í stutta spilinu. Þessi þrítugi kylfingur frá Lei- cester vann sér á dögunum full- an þátttökurétt í Evrópumótaröð- inni þar sem nokkrir Íslendingar reyndu meðal annars fyrir sér. Palmer þótti snemma vera gríðar mikið efni og komst í enska landsliðið er hann var rúmlega tvítugur. Hann spilar ekki svona vegna líkamlegrar fötlunar. Vandamálið er andlegt. Stutta spilið var frábært Kaldhæðnin í þessu öllu saman er sú að stutta spilið var lengi vel hans styrkleiki í golfinu. Þá vipp- aði hann með báðum höndum. „Ég byrjaði seint í golfi eða þegar ég var 14 ára gamall. Á einu ári fór forgjöfin hjá mér úr 26 í 15. Ári síðar var ég kominn með fimm í forgjöf,“ segir Palmer. „Ég tók alveg ótrúlega hröðum framförum. Stutta spilið var alltaf best hjá mér. Ég var lítill og linur þannig að upphafshöggin mín voru stutt og léleg. Ég bætti það alltaf upp með stutta spilinu.“ Æfingar Palmer í kjölfarið fóru í að laga upphafshöggin og það hafði sín áhrif. „Stutta spilið var mitt vopn. Ástæðan fyrir því að stutta spil- ið hjá mér hrundi gæti verið að ég var farinn að leggja allt of mikla áherslu á aðra hluti golfsins.“ Hrunið í spilamennskunni hjá Palmer var hratt enda var þetta farið að leggjast á sálina hjá honum. „Þetta byrjaði allt með einu lélegu vippi. Svo kom annað og áður en ég vissi af var þetta komið í hausinn á mér. Maður á að spila golf með tæran huga. Ég var far- inn að hugsa um tækni og ekkert annað. Því meira sem ég hugsaði um þetta þeim mun verra varð stutta spilið hjá mér. Staðan var orðin þannig að ég var orðinn skít- hræddur ef ég hitti ekki inn á flöt. Ég vissi nefnilega að ég myndi klúðra vippinu,“ sagði Palmer og rifjar upp sögu frá því að hann var að keppa í Ástralíu með landslið- inu. Höggin minntu á tennis „Ég var á tveimur eða þremur höggum undir pari og hitti ekki flötina. Það sem fylgdi í kjölfarið minnti á tennisleik þar sem ég sló boltann fram og til baka yfir flöt- ina. Ég bara gat ekki fengið bolt- ann til þess að stoppa á flötinni og endaði holuna á átta eða níu högg- um,“ sagði Palmer en raunum hans var ekki lokið þar. „Á móti skömmu síðar var ég á fleygiferð og að vinna með þrem- ur höggum þegar fimm holur voru eftir. Ég átti 64 metra eftir í næstu holu en næsta högg með fleyg- járninu fór einn metra. Ég endur- tók svo leikinn. Þetta voru erfiðir tímar og árið 2009 var ég orðinn ansi þunglyndur. Ég sat heima hjá mér og grét. Ég sagði við pabba minn að ég gæti þetta ekki lengur. Hann tók þá utan um mig og sagð- ist hafa trú á mér. Bað mig um að gefast ekki upp.“ Prófaði í örvæntingu sinni Ári síðar fylltist síðan mælirinn. Þá beið hans stutt vippa og boltinn lá illa. Í örvæntingu sinni ákvað hann að slá kúluna með annarri hendinni og viti menn. Hún stopp- aði rétt við holuna. „Viku síðar er ég að keppa í Austurríki og að æfa mig með góðum vini. Ég fór í vippkeppni við hann, notaði aðra höndina og vann. Þetta var að virka fyrir mig. Þá sagði hann að þetta væri leik- ur þar sem skorið skipti öllu. Ég ætti ekki að pæla í því þótt ég væri eins og kjáni að slá svona. Næstu vikur spilaði ég besta golf sem ég hef spilað.“ Í upphafi þessa árs var hann kominn inn í áskorendamótaröð- ina og nú er hann kominn alla leið með nýja stílnum. „Fólk horfir oft á mig og ég býst við því að þetta líti hálfvitalega út. Væri ég kominn í Evrópumótaröð- ina ef ég væri enn að vippa með báðum höndum? Ekki möguleiki. Fólk má hlæja eins og það vill að mér, en ég er enn að klípa mig því ég trúi því ekki að ég sé kominn inn á mótaröðina.“ henry@frettabladid.is VIPPAR VILJANDI MEÐ ANNARRI HENDI Jason Palmer er líklega sérstakasti kylfi ngur heims. Hann er búinn að tryggja sig inn á Evrópumótaröðina þó að hann sé eini atvinnukylfi ngurinn sem vippar viljandi með annarri hendi. Honum er alveg sama hvernig þetta lítur út. Í SANDINUM Palmer slær líka upp úr sandinum með annarri og gerir það vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SILKISLAKUR Önnur höndin í vasanum og vippað inn að pinna með hinni. Ekkert mál fyrir Palmer. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Real Madrid tryggði sér um helgina heimsmeistara- titil félagsliða er liðið vann Suður- Ameríkumeistara San Lorenzo, 2-0, í úrslitaleik í Marokkó. Sergio Ramos og Gareth Bale skoruðu mörk Real í leiknum. Fyrr á árinu var Real búið að vinna Meistaradeildina, spænska Konungsbikarinn og Ofurbikar Evrópu. Viðureign liðanna var frekar ójöfn og Real hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Þetta var 22. sigur liðsins í röð. - hbg Real heimsmeistari Ótrúlegu ári að ljúka hjá Real með fj órða titlinum. SÆTT Ronaldo kyssir bikarinn góða. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.