Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 62
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 54 Gunnar Leó Pálsson gunnarleo@frettabladid.is Plötusala hér á landi hefur dregist talsvert mikið saman á milli ára, ef marka má sölutölur frá útgef- endum. Á móti hefur stafræn neysla aukist umtalsvert og ber þá notkun Spotify hæst. Frétta- blaðið heyrði í tveimur kanónum í plötuútgáfugeiranum, þeim Eiði Arnarssyni, sem er framkvæmda- stjóri Félags hljómplötuframleið- enda, og Ísleifi B. Þórhallssyni, markaðsstjóra og framkvæmda- stjóra tónlistar- og viðburðasviðs hjá Senu, til þess að fá frekari upplýsingar. „Plötusala hefur vissulega dregist saman en á sama tíma hefur ákveðin tilfærsla orðið á sölu tónlistar. Stafræn neysla hefur til að mynda aukist mjög mikið. Ef við berum saman tölur frá fyrri hluta ársins 2013 og fyrri hluta ársins 2014, kemur í ljós að stafræn neysla hefur auk- ist um 200 prósent á Íslandi. Þetta þýðir aukin hlustun á tónlistar- veitum og á Íslandi er Spotify vin- sælast,“ útskýrir Eiður. Ísleifur tekur í sama streng. „Plötusalan er á niðurleið, það er alveg greinilegt að geisladiskur- inn er að gefa eftir. Hins vegar er diskurinn það „format“ sem tón- listarmenn lifa á, diskasala er eins konar líflína bransans. Það getur ekki nokkur maður lifað af tekjum af stafrænum veitum. Það á alveg eftir að leysa viðskipta- hlutann þar hvað varðar tekjur af tónlistarveitum. Draga má þá ályktun að eldra fólkið sé frek- ar að kaupa geisladiska, það sést þegar við rýnum í þá titla sem eru að seljast. Yngra fólkið er frekar á netinu og á tónlistarveitunum. Sú tónlist sem virkar líklega betur fyrir eldri hópanna er að seljast en við kvörtum ekkert yfir okkar hlut og stöðu í þessu málum. Við erum með flottan katalóg og salan er góð. Það eru samt áhyggjuefni í vændum,“ útskýrir Ísleifur. Tónlistinn sem gefinn er út vikulega af Félagi íslenskra hljómplötuframleiðanda er nokk- uð áreiðanlegur til að sjá heildar- plötusölu hér á landi. Í fyrra seld- ust um 100.000 geisladiskar og hljómplötur en þó nær sú tala eingöngu yfir plötur sem komast á topp-30 listann. Gera má því ráð fyrir að töluvert fleiri plötur en 100.000 eintök seljist árlega. „Við fylgjumst með plötusölu í gegn- um Tónlistann og af honum má draga þá ályktun að plötusala sé um 85 prósent af því sem hún var í fyrra,“ bætir Eiður við. Plötusala á tónleikum er þó ekki inni í Tónlistanum og plötusala hefur aukist mikið á tónleikum. „Það er í mörg horn að líta þegar draga á ályktanir hvað varðar plötusölur,“ segi Eiður. Það sem af er þessu ári er einungis ein plata komin í gull og er það safnplat- an SG hljómplötur sem kom út í mars. Þó eru fleiri plötur að nálg- ast gullplötu eins og platan Með vættum frá Skálmöld og Í des- ember frá Stefáni Hilmarssyni. Þetta áhyggjuefni sem þeir Eiður og Ísleifur tala um er ekki eingöngu það að plötusalan er að minnka heldur að nýtt íslenskt efni á nýjum íslenskum plötum selst ekki nógu vel miðað við til dæmis safnplötur og þess háttar. „Það er áberandi ef maður lítur yfir Tónlistann, þá kemur fram að nýjar plötur með nýju innihaldi eru að seljast minna í ár heldur en í fyrra. Ef litið er á stöðuna á listanum, þá voru níu plötur á topp-tíu listanum í fyrra nýjar plötur með nýjum upptök- um. Í sömu viku í ár eru aðeins þrjár plötur á sama topp-tíu lista nýjar plötur með nýju innihaldi. Hin sætin eru ferilsplötur, safn- plötur, sem maður skýrir ekki sem ný hljóðrit,“ útskýrir Eiður. „Eftir áramót mun það líklega blasa við okkur að það er erf- itt að gefa út nýja tónlist, sér- staklega að gefa út nýja tónlist á íslensku, menn hafa áhyggjur af slíku. Helsta gulrótin fyrir tónlistarmenn er að meika það erlendis vegna þess að Íslands- markaðurinn er í uppnámi vegna þeirra aðstæðna sem upp eru að koma, með tilkomu tónlistarveita og þeirri staðreynd að tekjur af þeim eru ennþá langa vegu frá því ad standa undir kostnaði við gerð nýrra platna. Ég tel þetta líka ekki heppilegan tíma fyrir stjórnvöld að vera að auka virð- isaukaskatt á tónlist. Ég hef áhyggjur af nýjum íslenskum plötum með nýrri íslenskri tón- list. Stórir sölu dagar eru hins vegar fram undan og margt getur gerst í plötusölunni,“ útskýrir Ísleifur. Árið 2011 og 2012 voru Mugison, Ásgeir Trausti og Of Monsters and Men með mikla yfirburði í plötu- sölu, sem voru þó nokkuð stór frá- vik miðað við gang mála framan af. Árið 2011 seldist platan Hagl- él með Mugison í 32.000 eintökum og árið 2012 seldist platan, Dýrð í dauðaþögn, með Ásgeiri Trausta í 23.000 eintökum og My Head Is An Animal með Of Monsters and Men í 11.000 eintökum. Spotify var kynnt til sögunnar í apríl 2013 og því er eðlilegt að álykta að plötusala hafi dregist saman vegna tilkomu hennar. Þó skal minna á að þarna dregst ein söluleið saman og önnur stækkar. Lífl ína íslenskra tónlistar- manna við það að slitna Fréttablaðið tók saman söluhæstu íslensku plötur ársins og heyrði álit sérfræðinga á sviði plötuútgáfu. Engin plata sem kom út skarar fram úr í sölu eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Ein ný plata hefur farið í gull. DVÍNANDI PLÖTUSALA Aðeins ein plata sem var gefin út á þessu ári hefur farið í gull. Tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson og þungarokkssveitin Skálmöld nálgast óðum gullsölu. Engin plata hefur selst í líkingu við plötur Mugisons, Ásgeirs Trausta og Of Monsters and Men. Eiður Arnarsson og Ísleifur B. Þórhallsson eru sammála því að plötusala á Íslandi sé á niðurleið. ➜ Ef við berum saman tölur frá fyrri hluta ársins 2013 og fyrri hluta ársins 2014, kemur í ljós að stafræn neysla hefur aukist um 200 prósent á Íslandi. ➜ Eftir áramót mun það lík- lega blasa við okkur að það er erfitt að gefa út nýja tónlist, sérstaklega að gefa út nýja tónlist á íslensku, menn hafa áhyggjur af slíku. 2014 SAFNPLATAN SG HLJÓMPLÖTUR 5.000 EINTÖK STEFÁN HILMARSSON Í DESEMBER 4.500 eintök. SKÁLMÖLD MEÐ VÆTTUM 4.500 eintök. 2013 BAGGALÚTUR MAMMA ÞARF AÐ DJAMMA 6.000 eintök 2012 ÁSGEIR TRAUSTI DÝRÐ Í DAUÐAÞÖGN 23.000 eintök OF MONSTERS AND MEN MY HEAD IS AN ANIMAL 11.000 eintök 2011 MUGISON HAGLÉL 32.000 eintök. SÖLUHÆSTU PLÖTURNAR ● Ef plötusala er skoðuð í gegnum Tónlistann má draga þá ályktun að plötusala í ár sé um 85% af því sem hún var í fyrra. ● Nýtt íslenskt efni á nýjum íslenskum plötum er ekki að seljast nógu vel miðað við til dæmis safnplötur og þess háttar. ● Draga má þá ályktun að eldra fólk sé frekar að kaupa geisla- diska, það sést þegar við rýnum í plöturnar sem eru að seljast. Yngra fólkið er frekar á netinu og tónlistarveitunum. ● Stafræn neysla hefur aukist um 200% á Íslandi á milli ára. ATHYGLISVERÐIR PUNKTAR Safnplatan „SG hljómplötur“ sem kom út í mars er eina platan sem kom út á árinu sem hefur náð gullsölu, sem eru 5.000 eintök. Stefán Hilmarsson Í DESEMBER 4.500 eintök. Skálmöld MEÐ VÆTTUM 4.500 eintök. Gissur Páll ARÍA 4.000 eintök. Ragnar Bjarnason 80 ÁRA 3.500 eintök. Ýmsir SG JÓLALÖGIN 3.500 eintök. Ýmsir POTTÞÉTT JÓL 3.500 eintök. Ýmsir ÓSKALÖG ÞJÓÐARINNAR 3.200 eintök. Helgi Björnsson ERU EKKI ALLIR SEXÝ 3.000 eintök. Ýmsir FYRIR BÖRNIN 3.000 eintök. Páll Rósinkranz 25 ÁR 3.000 eintök. Valdimar BATNAR ÚTSÝNIÐ 3.000 eintök. Jón Jónsson HEIM 2.500 eintök. Dimma VÉLRÁÐ 2.000 eintök. Amabadama HEYRÐU MIG NÚ 2.000 eintök. Ýmsir INDIE VOLUME 2 2.000 eintök. Athugið að tölurnar eru yfir sölu á geisla- diskum og hljómplötum. Tölurnar eru frá útgefanda og sýna mögulega ekki alla sölu, því sumir listamenn selja sínar plötur sjálfir á tónleikum. Um námundun er að ræða. MEST SELDU PLÖTUR ÁRSINS 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.