Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 10
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 www.rosendahl-timepieces.dk Verð frá 64.900 kr. Smiðjuvegi 11 (gul gata) • 200 Kópavogur • Sími 5641212 Útskurðarhnífar og útskurðarjárn í miklu úrvali. Gæða verkfæri frá Flexcut FERÐAÞJÓNUSTA Ríki og borg ásamt samstarfsaðilum ætla að verja samtals 1.120 milljónum króna í markaðsátakið Ísland allt árið á næstu tveimur árum. Samkvæmt samkomulaginu ætlar ríkið að leggja fram 760 milljónir króna gegn því að Ice- landair greiði 200 milljónir, Sam- tök ferðaþjónustunnar 80 millj- ónir og Reykjavíkurborg og Landsbankinn borgi 40 milljón- ir hvor aðili. Verkefninu verður stýrt af Íslandsstofu undir merkj- um Inspired by Iceland. Ætlunin er að fá ferðamenn til að auka neyslu sína hérlendis um allt að 4 prósent árlega og freista þess að draga úr árstíðasveiflum þannig að fleiri heimsæki land- ið utan sumarsins. Um 20 pró- senta fjölgun verði á vetrargest- um milli ára. Þá er stefnt að því að ánægja ferðamanna með Íslands- förina fari ekki undir 90 prósent að meðal tali. „Helstu markmið verkefnis- ins eru að jafna árstíðasveiflu í ferðaþjónustu, auka meðalneyslu ferðamanna per dag, bæta við- horf og vitund gagnvart Íslandi sem heilsársáfangastað og festa þar með ferðaþjónustu í sessi sem heilsársatvinnugrein á Íslandi,“ segir í greinargerð sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram í borgarráði. Fram kemur að Íslandsstofa hafi látið meta virði verkefnis- ins árin 2012 og 2013. Þá hafi umfjöllun í erlendum miðlum verið metin á samtals 2,3 millj- arða króna á sextíu mismunandi mörkuðum. „Fáum dettur til hugar að inn- spýting í markaðssetningu upp á um það bil 500 milljónir króna á ári til viðbótar við reglubund- ið kynningarstarf Íslandsstofu, Iceland Naturally, Höfuðborgar- stofu, Meet in Reykjavík og fjöl- margra fyrirtækja í greininni hafi ekki sitt að segja í því að þró- unin hefur verið svo ör,“ segir í greinargerðinni. Auk þeirra sem fyrr eru nefndir hefur verið stefnt að því að fleiri kæmu að verkefninu með 20 millj- óna króna lágmarksframlag hver. Undirtektir eru ekki góðar. „Aug- lýst var eftir áhugasömum þátt- takendum í byrjun þessa mánaðar og rann umsóknarfrestur út þann 15. desember án þess að umsóknir hefðu borist.“ gar@frettabladid.is Vilja að ferðamenn á Íslandi auki neysluna Auglýsingaverkefnið Ísland allt árið verður framlengt út árið 2016 undir merkjum Inspired by Iceland. Fjölga á ferðamönnum að vetri til og fá þá til að auka neyslu sína árið um kring. Markmiðið er að minnst 90 prósent verði ánægð með Ísland. milljarðar króna er metið virði erlendrar fj ölmiðlaumfj öll- unar vegna Inspired by Iceland á árunum 2012 og 2013. 2,3 VIÐ GEYSI Fjölga á heimsóknum ferðamanna til Íslands að vetri til og stefnt er að því að 90 prósent gestanna verði ánægð með Íslandsförina. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ➜ Fáum dettur til hugar að innspýting í markaðssetningu upp á um það bil 500 millj- ónir króna á ári til viðbótar við reglubundið kynningar- starf Íslandsstofu, Iceland Naturally, Höfuðborgarstofu, Meet in Reykjavík og fjöl- margra fyrirtækja í greininni hafi ekki sitt að segja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.