Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 56
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 48
1 Aphex TwinSyro 18 stig 2 The War on DrugsLost in the Dream18 stig 3 St. VincentSt. Vincent17 stig 4 FKA TwigsLP112 stig 5 Royal BloodRoyal Blood11 stig
BESTU ERLENDU PLÖTUR ÁRSINS 2014
6 Jack WhiteLazaretto10 stig 7 Perfume GeniusToo Bright9 stig 8 Mac DeMarcoSalad Days9 stig 9 Ariel Pinkpom pom8 stig 10 Riff RaffNeon Icon7 stig
ROYAL BLOOD
THE WAR ON DRUGS
ST. VINCENT
FKA TWIGS
Erlendar
plötur
2014 Syro með breska raftónlistar-manninum Aphex Twin er besta erlenda plata ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Platan fékk jafnmörg stig og Lost in the Dream með The
War on Drugs en reglurnar eru þannig
að platan sem er með fleiri tilnefning-
ar fær hærra sæti á heildarlistanum.
Syro hlaut fimm tilnefningar en Lost
in the Dream hlaut fjórar og því fellur
sigurinn í skaut Aphex Twin í ár.
Skammt undan, í þriðja sæti listans,
er bandaríska tónlistarkonan St. Vin-
cent með sína fjórðu hljóðversplötu,
samnefnda henni.
Fréttablaðið leitaði til valinna sér-
fræðinga til þess að ganga úr skugga
um það hverjar væru bestu plötur árs-
ins 2014. Átján manns skiluðu inn list-
um yfir bestu erlendu plöturnar, gagn-
rýnendur, fjölmiðlafólk og nafntogaðir
tónlistaráhugamenn. Platan sem er í
efsta sæti á lista hvers og eins fær 5
stig, platan í öðru sæti 4 stig og þannig
koll af kolli.
Syro með Aphex Twin er sjötta
hljóðversplata raftónlistarmannsins
sérvitra og sú fyrsta í þrettán ár. Plat-
an hlaut fyrirtaks dóma í hinum ýmsu
tónlistarmiðlum þegar hún kom út, þar
á meðal 10/10 í Drowned in Sound, 8/10
í Clash, 4/5 í Q Magazine, 9/10 í NME
og 8,7/10 á Pitchfork Media.
Þriðja plata bandarísku
indírokksveitarinnar
The War on Drugs hlaut
einnig frábæra dóma víða
um heim en sveitin steig
meðal annars á svið á Ice-
land Airwaves-hátíðinni í
Vodafonehöllinni í haust
við góðar undirtektir.
Þrír flytjendur kom-
ust á topp tíu með sínar
fyrstu plötur, eða enska
tónlistarkonan Tahliah
Debrett Barnett, betur
þekkt sem FKA Twigs,
breska rokkdúóið Royal
Blood og bandaríski
rapparinn Riff Raff.
Annars vekur athygli
að 59 plötur fengu
atkvæði hjá álits-
gjöfunum í ár
og skiptust
stigin því á
ansi margar
hendur.
APHEX TWIN MEÐ BESTU
ERLENDU PLÖTUNA 2014
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR NORDICPHOTOS/GETTY NORDICPHOTOS/GETTY
N
O
RD
ICPH
O
TO
S/G
ETTY
APHEX TWIN