Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 36
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 36TÍMAMÓT Elskulegur pabbi okkar, tengdapabbi og afi, ÓSKAR HJARTARSON frá Vestmannaeyjum, bílstjóri og bifvélavirki, Sæviðarsundi 100, Reykjavík, lést 15. desember á hjartadeild Landspítalans. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 22. desember kl. 13.00. Sigurborg Óskarsdóttir Ólöf Sesselja Óskarsdóttir Árni Árnason Hrafnhildur Árnadóttir Arngunnur Árnadóttir Valgerður Árnadóttir GUÐRÚN KRÜGER Vesturgötu 7, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 18. desember. Haraldur Olgeirsson Margrét Hauksdóttir Haukur Þór Haraldsson Bryndís Skúladóttir og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Our beloved mother, mother in law, grandmother and greatgrandmother, THERESA OYINKWO IGBO Smáratúni 22, Keflavík, frá Nígeríu – from Nigeria, lést þriðjudaginn 16. desember. Útför hennar fer fram í hennar heimalandi, Nígeríu. Fjölskyldan þiggur allan þann fjárhagslega stuðning sem vinir og vandamenn gætu séð sér fært um til að styrkja flutning hennar til Nígeríu. passed away on the December 16. Her funeral will be held in her home country Nigeria. If anyone can help the family and support them to transfer the remains to Nigeria it would be very much appreciated. Kt. 221268-2539 0542-14-404234 Fyrir hönd fjölskyldunnar, On the behalf of the family, Eucharia Amaoge Igbo Húbertson, Haraldur Húbertsson. Innilegar þakkir fyrir samúð, vináttu og alla þá ómetanlegu aðstoð sem okkur hefur verið sýnd vegna andláts og útfarar yndislegs eiginmanns og föður, JÓNS GUÐMUNDSSONAR. Með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári til ykkar allra. Fríða Ragna, Elfa Rut, Katla Rut og Tinna Rut MERKISATBURÐIR 1912 Lady Bird Johnson forsetafrú fæddist, en hún var eigin- kona Lyndon B. Johnson sem varð forseti að John F. Kennedy látnum. Hún lést árið 2007. 1962 Ralph Fiennes leikari fæddist. Hann hefur meðal annars leik- ið í Schindler ś list, The English Patient og Maid in Manhattan. 1963 Skemmtiferðaskiptið Lakonía brennur um 290 kílómetrum norður af eyjunni Madeira. Alls fórust 128 manns í slysinu. 1987 Ný lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík gekk í gildi í stað ann- arrar, sem var meira en hálfrar aldar gömul. 1990 Króatíska þingið samþykkir stjórnarskrá Króatíu. 1999 Flutningaflugvél á vegum Korean-Air hrapar fljótlega eftir flugtak á London Stansted. Allir fjórir sem um borð voru fórust. 2010 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, undirritar ný lög þar sem samkynhneigt fólk er ekki lengur útilokað frá banda- ríska hernum. Ion Iliescu tekur við embætti forseta Rúmeníu eftir að Nicolae Ceaușescu, for- seti í kommúnistastjórninni í Rúmeníu, hrökklast frá völdum. Ceaușescu var aðal- ritari Kommúnistaflokksins í Rúmeníu frá árinu 1965-1989 og forseti landsins á árunum 1967-1989. Eftir nokkur ár við völd sýndi ríkis- stjórn Ceaușescus sífellt meira harðræði. Stjórnin hafði fullt vald yfir fjölmiðlum landsins. Hún hélt líka úti ofbeldisfullri öryggissveit Securitate sem sýndi borgur- unum mikið harðræði. Ríkisstjórn Ceaușescu féll eftir að hann skipaði öryggissveitum sínum að skjóta á mótmælendur úr röðum stjórnarand- stæðinga í borginni Timișoara þann 17. desember 1989. Mótmælendur fóru til Búkarest og mynduðu hreyfingu sem var kölluð Rúmenska byltingin. Ceaușescu og Elena, eiginkona hans, flúðu höfuðborgina í þyrlu en vopnaðar hersveitir náðu þeim. Á jóladag, þann 25. desember, voru þau skotin til bana. - jhh ÞETTA GERÐIST: 22. DESEMBER 1989 Nýr leiðtogi stígur dagsins ljós í Rúmeníu Hjálparstarf kirkjunnar hefur tekið við 100 eintökum af bókinni Jólin hans Hallgríms. Jóhannes Pálmason, formaður sóknarnefndar Hallgríms- kirkju, afhenti Bjarna Gíslasyni, fram- kvæmdastjóra hjálparstarfsins, gjöf- ina. Á vef Kirkjunnar segir að bókinni verður stungið í gjafapoka barnafjöl- skyldna fyrir jólin. Steinunn Jóhannesdóttir er höfundur bókarinnar sem segir frá aðventunni í Gröf á Höfðaströnd árið 1621. Þá var Hallgrímur Pétursson sjö ára gamall. Margt hefur breyst á fjórum öldum en þó er jólahald heimilisfólksins í Gröf kunnuglegt. Ljós kviknar í hjört- um mannanna þótt myrkrið grúfi yfir. Steinunn hefur skrifað söguleg- ar skáldsögur um Hallgrím Pétursson og Guðríði konu hans. En í Jólin hans Hallgríms segir hún frá skáldjöfrinum ungum. Myndirnar gerði Anna Cynthia Leplar. Hjálparstarf kirkjunnar fékk hundrað bækur eftir Steinunni Jóhannesdóttur: Jólin hans Hallgríms í gjafapoka „Þetta er með merkustu áföngum Íslandssögunnar,“ segir Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir um aldarafmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna til Alþingis. „Þetta var fyrsti áfanginn að jöfn- um möguleikum kvenna til þess að hafa áhrif á samfélagið og löggjöf- ina. Auk þess eru þetta auðvitað sjálf- sögð mannréttindi kvenna,“ segir Ásta Ragn heiður sem er framkvæmdastjóri afmælisnefndarinnar. Fjöldi viðburða verður á næsta ári vegna afmælisins. Ásta segir að mikið og spennandi verk standi nú yfir. „Kven- félög og kvennasamtök eru að vinna alveg magnaða vinnu við að undir búa frábæra dagskrá, hvert á sínum stað.“ segir Ásta sem telur að helst standi upp úr fögnuður á Austurvelli þann 19. júní. Þá verður ein öld, upp á dag, liðin frá því að Kristján tíundi Danakon- ungur staðfesti stjórnarskrárbreyt- ingu þar sem allar konur og karlkyns vinnumenn 40 ára og eldri að undan- skildum þeim sem þegið hefðu sveitar- styrk fengu kosningarétt. Í heild fengu tólf þúsund konur og 1.300 karlar þá tækifæri til að kjósa í fyrsta sinn til Alþingis. Í kjölfarið átti kosningaaldur að lækka um eitt ár, ár hvert, þar til bæði konur og karlar fengju að kjósa við 25 ára aldur. „Það ákvæði var sér- íslenskt,“ segir Ásta. Hátíðarhöldin hefjast þann 30. des- ember næstkomandi þegar sjö leik- konur koma fram í Iðnó og leiklesa ræðu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá árinu 1887 sem talin er marka upphaf kvenréttindabaráttunnar á Íslandi. Þá verða haldnar sýningar á fjöl- mörgum söfnum um land allt. „Þjóð- minjasafnið er að fara yfir alla grunn- sýningu sína með kynjagleraugum. Það hefur verið gert í nágrannalöndum okkur af því það voru yfirleitt karlar sem settu upp þessar sýningar út frá sínum sjónarhóli,“ segir Ásta. Ritun bókaflokks um 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna hefst á næsta ári en stefnt er að útgáfu hans árið 2020. Þá verður öld liðin síðan aldurs- ákvæðið var afnumið og konur fengu jafnan kosningarétt á við karla. Ríkissjóður leggur hátíðarhöld- unum til 98 milljónir sem dreifast til helminga á þetta ár og það næsta auk þess sem sveitarfélög og félagasamtök styrkja hátíðina, sem verður sennilega áberandi næsta árið. ingvar@frettabladid.is Öld er síðan konur fengu kosningarétt Mikil hátíðarhöld verða á næsta ári vegna þess að þá verða 100 ár liðin frá því konur fengi kosningarétt til Alþingis. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri afmælisnefndarinnar, segir áfangann einn þann merkasta í Íslandssögunni. STENDUR Í STRÖNGU Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri afmælis- nefndarinnar, segir spennandi vinnu standa yfir þessa dagana við að skipuleggja hátíðar- höldin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hátíðarhöldin hefjast þann 30. desember næst- komandi þegar sjö leik- konur koma fram í Iðnó og leiklesa ræðu Bríetar Bjarn- héðinsdóttur frá árinu 1887.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.