Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 8
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Við fjárhagsendur- skoðun hjá Vegagerðinni vegna ársins 2013 gerði Ríkisendur- skoðun athugasemd við nokkur tilvik. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur. Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano fyrir Nespressovélar. Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is J Ó L AT I L B O Ð Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is ENA MICRO 9 ONE TOUCH Fékk hæstu einkun hjá þýsku neytendasamtökunum en 14 vélar voru prófaðar. Hægt að velja um kaffi, espresso, latte macchiato, cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp. Tilboð: ENA Micro 9 kr. 129.900 Tilboð: ENA Micro 1 kr. 95.920 FJÁRMÁL Hver sólarhringur sem Reykjavíkurborg heldur úti öllum sínum tækjum og mannskap við snjómokstur kostar tíu til fimm- tán milljónir króna. Strax í haust var kostnaður vegna snjómoksturs 380 milljónir og er gert ráð fyrir að árið kosti hálfan milljarð þegar það verður gert upp. Samkvæmt upplýsingum borg- arinnar voru 35 bílar og vinnu- vélar notaðar við snjóhreinsun og hálkueyðingu á umferðar götum í gær, og eru þá ótaldar vélar Vega- gerðarinnar, sem sinnir snjó- hreinsun á stofnbrautum að miklu leyti. Heildarlengd gatna sem þarf að hreinsa er 445 kílómetrar, og til að ryðja öllum snjó þarf að þræða þær ítrekað. Á stígum og gangstéttum voru þrettán sérútbúnar dráttarvélar með plóga og sanddreifingarbúnað á ferðinni. Heildarlengd stíga og gangstétta sem falla undir vetrar- þjónustu eru 687 kílómetrar. Sérstakur hópur með sex trakt- ors gröfur var einnig ræstur út en hann sér um hreinsun á strætó- biðstöðvum, sem og við leik- skóla, grunnskóla, sundlaugar og nokkrar stofnanir Reykjavíkur- borgar. Þá er um 25 manna hópur frá hverfastöðvunum sem sér um mokstur á stöðum sem tæki kom- ast ekki að. - shá Annadagar við snjómokstur í Reykjavík kosta allt að 15 milljónir króna: Snjó mokað fyrir 500 milljónir ANNATÍMI Fara þarf hverja leið ítrekað. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNSÝSLA Vegagerðin hefur áður fengið athugasemdir um fjölda til- vika þar sem reglur um útboðs- skyldu eða samþykktarferli reikn- inga voru ekki virtar. Þetta segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. Kastljós fjallaði ítarlega um brota- lamir í útboðsmálum Vegagerðar- innar í síðustu viku. Ekkert formlegt eftirlit er með útboðsmálum hins opinbera. Ný tilskipun ESB tekur á þessum vanda og skikkar aðildar lönd og ríki innan EES að setja á stofn eft- irlit með opinberum samningum. Sveinn segir eftirlit Ríkisendur- skoðunar tvíþætt, annars vegar í gegnum reglubundna fjár hags- endur skoðun og hins vegar með stjórnsýsluúttektum. „Við fjárhags- endur skoðun er jafnan kannað hvort stofnanir noti rammasamninga Ríkis kaupa og hvort fjárhæðir fara yfir viðmiðunarmörk útboðsskyldu.“ „Við fjárhagsendurskoðun hjá Vegagerðinni vegna ársins 2013 gerði Ríkisendurskoðun athuga- semd við nokkur tilvik þar sem reglur um útboðsskyldu eða sam- þykktarferli reikninga voru ekki virtar,“ segir Sveinn. „Engin stofnun fer beinlínis með það hlutverk að vakta opin- bera samninga þannig að farið sé að lögum um opinber innkaup við meðferð opinbers fjár,“ segir Hall- dór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkis- kaupa. „Visst aðhald er þó að finna í ákvæðum laga um opinber innkaup. Þar er kveðið á um kærunefnd útboðsmála og fjallað um gildi samninga, óvirkni, önnur viður lög og skaðabætur. Samkvæmt þess- um ákvæðum er eftir litið í dag í höndum fyrirtækja á markaði. Þá einkum fyrirtækja sem taka þátt í útboðum. Þeim fyrirtækjum eru tryggð ákveðin úrræði með þeim, svo sem að skjóta málum sínum til kærunefndar útboðsmála. Þó má segja að hlutverk Samkeppnis- eftir litsins komi að vissu leyti inn á þetta svið einnig.“ Halldór bendir á að á döfinni sé lagabreyting sem muni binda enda á þetta eftirlitsleysi. „Í nýlegum samþykktum um opinber innkaup eru sérstök ákvæði um vöktun opin- berra samninga. Búast má við að tilskipanir þessar verði innleiddar í íslenska löggjöf árið 2017. Vonir standa til að það verði fyrr.“ sveinn@frettabladid.is VEGAGERÐ VIÐ REYKJANESBRAUT Stór hluti útgjalda Vegagerðarinnar er kaup á verktakavinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Vegagerðin hefur áður fengið athugasemdir Við fjárhagsskoðun vegna ársins 2013 gerði Ríkisendurskoðun fjölda athugasemda við verklag Vegagerðarinnar. Engin stofnun fer beinlínis með það hlutverk að vakta opinbera samninga þannig að farið sé að lögum, segir forstjóri Ríkiskaupa. VINNUMARKAÐUR Stjórn starfs- endur hæfingarsjóðsins VIRK hefur ákveðið að afþakka 200 milljónir króna sem Alþingi veitti til starfs- ins í fjárlögum fyrir árið 2015. Lög um starfsendurhæfingu voru samþykkt árið 2012. Markmið þeirra laga var að setja á laggirnar eitt heildarkerfi atvinnutengdrar starfsendurhæfingar með jöfnum aðgangi fyrir alla einstaklinga sem þurfa á þjónustunni að halda. Eygló Harðardóttir harmar að VIRK hafni framlaginu. „Það er ekki hlutverk VIRK að safna í sjóð heldur að veita þjónustu því fólki sem lögin taka til.“ Hún segir að falli VIRK ekki frá ákvörðun um að hafna fram- laginu verði allt kapp lagt á að tryggja fólki þá þjón- ustu sem það þurfi hjá VIRK eða eftir öðrum leiðum. Hannes G. Sigurðsson, stjórnar- formaður VIRK, segir ekki hafa komið annað úr viðræðum við ráð- herra og embættismenn en kröf- ur um niðurskurð. Stjórn sjóðsins segir óljóst hverju framlag ríkisins breyti um réttindi skjólstæðinga VIRK eða skyldur sjóðsins gagn- vart þeim. „Þá verður ekki séð að þær breyti neinu er varðar viðhorf stjórnvalda til samstarfs við aðila vinnumarkaðarins og lífeyris sjóði um uppbyggingu á atvinnutengdri starfsendurhæfingu.“ - sa VIRK starfsendurhæfingarsjóður afþakkar 200 milljóna fjárframlag ríkisins: Segja óvissu fylgja framlaginu EYGLÓ HARÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.