Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 52
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| MENNING | 44
Klassísk
tónlist
2014 Fyrir tíu árum skrifaði ég nokkuð umdeilda opnu-grein sem bar fyrirsögnina „Er Íslenska óperan dauða-dæmd?“ Þar gagnrýndi ég stofnunina og fann að því að
eingöngu vinsælar óperur væru settar
upp, en nýjar íslenskar óperur van-
ræktar.
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Óper-
an fékk einn á lúðurinn. Í Reykjavíkur-
bréfi í Morgunblaðinu tveimur árum
áður hafði verið stungið upp á að hún
fetaði í fótspor Íslenska dansflokks-
ins og skapaði sér sérstöðu með því að
einbeita sér að nýbreytni í óperuupp-
færslum.
Þáverandi óperustjóri, Bjarni Daní-
elsson, mótmælti þessu og benti á að
ekki væri mikil gróska í ritun íslenskra
ópera sem næðu hylli almennings. Það
var að einhverju leyti rétt hjá honum. En
ekki lengur. Á árinu sem er að líða náðu
nefnilega bæði sígildar og nýjar íslensk-
ar óperur miklum vinsældum.
Don Carlo eftir Verdi í haust þótti sér-
lega skemmtileg, sviðsmyndin var frá-
bær og tónlistarflutningurinn magn-
aður. Einhver flottasti sviðseffekt sem
hefur sést á Íslandi var þegar rann-
sóknar rétturinn brenndi nokkra saka-
menn á báli. Eins og allir vita er Eld-
borgin í Hörpu rauð, og þegar gervieldi
var varpað á sviðið var það svo rautt að
það var hreinlega eins og maður væri
kominn til helvítis!
Ekkasog og snýtingar
Áhorfendur grenjuðu af hrifningu. En
þeir voru líka djúpt snortnir á upp-
færslu óperunnar Ragnheiður eftir
Gunnar Þórðarson við texta eftir Frið-
rik Erlingsson. Ragnheiður kom veru-
lega á óvart. Það voru ekkasog og snýt-
ingar allt kringum mig þegar líða tók á
sýninguna. Sjálfur þóttist ég vera með
ofnæmi. Óperan var rómantísk eins og
gömlu óperurnar, en samt ekki klisju-
kennd. Tónlistin, þótt hún væri þægilega
lagræn, var aldrei fyrirsjáanleg. Svo var
bara eitthvað sjarmerandi íslenskt við
hana.
Önnur íslensk ópera var frumflutt
í konsertuppfærslu á árinu. Það var
barnaóperan Baldursbrá eftir Gunnstein
Ólafsson. Hún leit fyrst dagsins ljós á
Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í sumar,
en var flutt í Langholtskirkju nokkrum
dögum síðar. Rétt eins og ópera Gunnars
var hún alþýðleg og grípandi. Hún var
af og til skreytt þjóðlögum, og húmor-
inn sveif yfir vötnunum. Þegar ég gekk
út að tónleikum loknum heyrði ég fólk
vera að blístra stef úr óperunni. Það eru
sko meðmæli!
Íslenskar óperur eru því í sókn um
þessar mundir. En nokkur önnur íslensk
tónverk voru frumflutt á árinu sem voru
afburðagóð. Hér er ekki hægt að minn-
ast á þau öll, en nefna verður klarinettu-
konsert eftir Svein Lúðvík Björnsson
og sellókonsert eftir John A. Speight.
Errata collective var jafnframt með
stórsniðuga tónleika í sumar; The Isle
Is Full of Noises eftir Daníel Bjarna-
son á Myrkum músíkdögum var sömu-
leiðis hrífandi. Einnig Scape of Grace
eftir Hallvarð Ásgeirsson og Sögu Sig-
urðardóttur. Það síðastnefnda var bæði
dans- og tónverk, rétt eins og svo margt
í heimi nútímadansins.
Afmælisveislur og dræm aðsókn
Tvö 40 ára afmæli voru áberandi á
árinu. Sumartónleikar í Skálholti fögn-
uðu þessum áfanga, sem og Kammer-
sveit Reykjavíkur. Upphafstónleikarnir
í Skálholti í sumar voru einstaklega veg-
legir. Þar var boðið upp á sjaldheyrða
barokktónlist frá Suður-Ameríku. Það
var meira að segja dansað við hana í
sjálfri Skálholtskirkju sem þó sökk ekki!
Kammersveitin bauð líka til afmælis-
veislu með því að endurskapa fyrstu
tónleika sveitarinnar á Kjarvalsstöð-
um. Það var góð hugmynd. En nú er
maður orðinn spilltur af eftirlæti eftir
að Harpan reis, svo tónleikar á Kjarvals-
stöðum eru ekkert sérstaklega aðlaðandi
lengur. Húsið er auðvitað skemmtilegt,
en hljómburðurinn er ekkert til að hrópa
húrra fyrir.
Húrrahrópunum rigndi ekki heldur
yfir Listahátíð í vor. Eitthvað virtist hún
illa sótt, a.m.k. fékk ég nokkra dreifi-
pósta þar sem mér voru boðnir tveir
miðar fyrir einn á mismunandi við-
burði hátíðarinnar. Það var ekki góðs
viti. Enda ollu sumir tónleikar á hátíð-
inni vonbrigðum. Þó stóð 3. sinfónía
Mahlers undir stjórn Osmo Vänskä upp
úr – og vel það. Hún var svo voldug og
tignarleg að það hlýtur að teljast með
betri tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands á árinu.
Kissin og Megas
Talandi um sinfóníutónleika þá held ég
að ég hafi aldrei upplifað önnur eins
fagnaðarlæti á klassískum tónleikum
og þegar Évgení Kissin lék einleikinn í
2. píanókonsert Rakmaninoffs. Það var
hreinlega geggjað. Fólk stökk á fætur
og gargaði. Ekki varð betur séð en að
Kissin sjálfur yrði hálf hvumsa. Það
var komið fram við hann eins og rokk-
stjörnu.
Margt fleira gerðist á árinu, Sinfóníu-
hljómsveitin í Toronto var t.d. með ein-
dæmum glæsileg og sömu sögu er að
segja um Fílharmóníusveitina í London,
þótt hún væri kannski ekki alveg eins
góð. Svo verður lokum að nefna stór-
fenglega tónleika í Grafarvogskirkju
með tónlist Megasar við Passíusálma
Hallgríms Péturssonar. Það var einstak-
ur listviðburður. Passíusálmarnir eru
auðvitað grafalvarlegur kveð skapur, en
tónlist Megasar er full af gleði. Sjálfsagt
vakti hún einhverja hneykslun af þeim
sökum, en hún á eftir að lifa! Hægt er að
horfa á Jesú og líf hans út frá svo mörg-
um sjónarhólum, og tónlist Megasar er
nýr vinkill á þá sögu.
Í það heila var 2014 gott ár í tónlistar-
lífinu á Íslandi og óhætt er að hlakka til
þess næsta. Ég óska lesendum mínum
gleðilegs árs og þakka þeim samfylgd-
ina á árinu sem er að líða.
Jónas Sen
Frábær íslensk tónverk frumfl utt
Tónlistarárið 2014 var í það heila gott ár í klassískri tónlist að mati Jónasar Sen. Frábær íslensk ópera frumfl utt, góðir gestir sóttu
landið heim, haldið var upp á afmæli Sumartónleika í Skálholti og Kammersveitar Reykjavíkur og er þá fátt eitt talið.
RAGNHEIÐUR
MEGAS
ÉVGENÍ
KISSIN