Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 50
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| MENNING | 42 ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT • Streymdu alla tónlist og Internet útvarpsstöðvar • Virkar með snjallsímum og spjaldtölvum • Party mode / Multi Zone Þráðlausir hágæða Multi-room HiFi hátalarar AllPlay 20% afsláttur til jóla! TÓNLIST ★★★★ ★ London Philharmonic Orchestra Einleikari: Leif Ove Andsnes. Stjórn- andi: Osmo Vänskä VERK EFTIR VAUGHAN WILLIAMS, BEETHOVEN OG TSJAÍKOVSKÍ. TÓN- LEIKAR Í ELDBORG Í HÖRPU FIMMTU- DAGUR 18. DESEMBER Ég sá og heyrði Leif Ove Ands- nes leika einleikinn í 3. píanó- konsert Prokofievs með Sinfóníu- hljómsveit Íslands þegar hann var bara sextán ára. Það voru stórfenglegir tónleikar. Ljóst er að honum hefur ekki farið aftur. Hann var einleikarinn á tónleikum London Philharmonic Orchestra á fimmtudagskvöldið. Að þessu sinni var hinn svonefndi Keisarakons- ert Beethovens á dagskránni. Það er sá fimmti og síðasti sem hann samdi. Nafnið á konsertinum er trix sem nótnabókaútgefandinn fann upp á. „Keisarakonsert“ þótti óneitanlega meira sexí en „Kons- ert númer fimm“. Andsnes spilaði af yfirburðum. Allar nótnarunurnar fram og til baka, upp og niður hljómborðið voru óaðfinnanlegar. Krafturinn í túlkuninni var smitandi, það var eitthvað karlmannlegt og hraust- legt við hana. Hún var fremur hröð, sem fór verkinu vel. Samspil hljómsveitar og píanóleikara var líka með eindæmum gott, alveg hárnákvæmt. Osmo Vänskä hélt á sprotanum. Hann er tignarlegur stjórnandi, ber sig óvanalega fallega. Það var nánast eins og hann væri að gera kínverskar tai chi-æfingar fyrir framan hljómsveitina. Fyrsta verkið á efnisskránni, strengja- stykki eftir Vaughan Williams var sérlega vel leikið. Það heit- ir Fantasía um stef eftir Thomas Tallis, sem var enskt tónskáld á sextándu öld. Tallis samdi magn- aða kórtónlist, mjög fjölradda. Hér var strengjasveitinni, rétt eins og margradda kór, skipt upp í mis- stórar einingar. Hver þeirra hafði sína rödd. Útkoman var fínlega ofinn tónavefur sem var sjarmer- andi íhugull. Hljómsveitin spilaði verkið af yfirburðum. Nákvæmnin í leiknum var aðdáunarverð, túlk- unin áleitin og þráðurinn heill. Fyrsta sinfónía Tsjaíkovskís var líka sannfærandi í meðförum hljómsveitarinnar. Leikurinn var hressilegur og það var tilkomu- mikið hvernig ákafinn í túlkuninni stigmagnaðist. En í samanburðin- um við aðrar erlendar hljómsveitir sem hingað hafa komið til tónleika- halds, þá var Fíl harmóníu sveitin hreinlega ekki eins góð. Það voru hnökrar hér, óhreinar nótur þar, ósamtaka spil annars staðar. Ekk- ert þó neitt áberandi, en það taldi samt. Sá orðrómur er uppi að breskar hljómsveitir fái ekki mik- inn æfingatíma vegna tilkostnað- ar. Þær æfa lítið, en spila mikið. Eftir að hafa heyrt hljómsveitina nú, þá get ég vel trúað að það sé rétt. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Magnaður einleikur, hljómsveitin var flott, en ekki full- komin. Flottur einleikari með London Philharmonic LEIF OVE ANDSNES „Krafturinn í túlkuninni var smitandi, það var eitthvað karlmannlegt og hraustlegt við hana.“ NORDICPHOTOS/GETTY LONDON PHILHARMONIC ORCHESTRA „Nákvæmnin í leiknum var aðdáunarverð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.