Fréttablaðið - 22.12.2014, Side 50

Fréttablaðið - 22.12.2014, Side 50
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| MENNING | 42 ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT • Streymdu alla tónlist og Internet útvarpsstöðvar • Virkar með snjallsímum og spjaldtölvum • Party mode / Multi Zone Þráðlausir hágæða Multi-room HiFi hátalarar AllPlay 20% afsláttur til jóla! TÓNLIST ★★★★ ★ London Philharmonic Orchestra Einleikari: Leif Ove Andsnes. Stjórn- andi: Osmo Vänskä VERK EFTIR VAUGHAN WILLIAMS, BEETHOVEN OG TSJAÍKOVSKÍ. TÓN- LEIKAR Í ELDBORG Í HÖRPU FIMMTU- DAGUR 18. DESEMBER Ég sá og heyrði Leif Ove Ands- nes leika einleikinn í 3. píanó- konsert Prokofievs með Sinfóníu- hljómsveit Íslands þegar hann var bara sextán ára. Það voru stórfenglegir tónleikar. Ljóst er að honum hefur ekki farið aftur. Hann var einleikarinn á tónleikum London Philharmonic Orchestra á fimmtudagskvöldið. Að þessu sinni var hinn svonefndi Keisarakons- ert Beethovens á dagskránni. Það er sá fimmti og síðasti sem hann samdi. Nafnið á konsertinum er trix sem nótnabókaútgefandinn fann upp á. „Keisarakonsert“ þótti óneitanlega meira sexí en „Kons- ert númer fimm“. Andsnes spilaði af yfirburðum. Allar nótnarunurnar fram og til baka, upp og niður hljómborðið voru óaðfinnanlegar. Krafturinn í túlkuninni var smitandi, það var eitthvað karlmannlegt og hraust- legt við hana. Hún var fremur hröð, sem fór verkinu vel. Samspil hljómsveitar og píanóleikara var líka með eindæmum gott, alveg hárnákvæmt. Osmo Vänskä hélt á sprotanum. Hann er tignarlegur stjórnandi, ber sig óvanalega fallega. Það var nánast eins og hann væri að gera kínverskar tai chi-æfingar fyrir framan hljómsveitina. Fyrsta verkið á efnisskránni, strengja- stykki eftir Vaughan Williams var sérlega vel leikið. Það heit- ir Fantasía um stef eftir Thomas Tallis, sem var enskt tónskáld á sextándu öld. Tallis samdi magn- aða kórtónlist, mjög fjölradda. Hér var strengjasveitinni, rétt eins og margradda kór, skipt upp í mis- stórar einingar. Hver þeirra hafði sína rödd. Útkoman var fínlega ofinn tónavefur sem var sjarmer- andi íhugull. Hljómsveitin spilaði verkið af yfirburðum. Nákvæmnin í leiknum var aðdáunarverð, túlk- unin áleitin og þráðurinn heill. Fyrsta sinfónía Tsjaíkovskís var líka sannfærandi í meðförum hljómsveitarinnar. Leikurinn var hressilegur og það var tilkomu- mikið hvernig ákafinn í túlkuninni stigmagnaðist. En í samanburðin- um við aðrar erlendar hljómsveitir sem hingað hafa komið til tónleika- halds, þá var Fíl harmóníu sveitin hreinlega ekki eins góð. Það voru hnökrar hér, óhreinar nótur þar, ósamtaka spil annars staðar. Ekk- ert þó neitt áberandi, en það taldi samt. Sá orðrómur er uppi að breskar hljómsveitir fái ekki mik- inn æfingatíma vegna tilkostnað- ar. Þær æfa lítið, en spila mikið. Eftir að hafa heyrt hljómsveitina nú, þá get ég vel trúað að það sé rétt. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Magnaður einleikur, hljómsveitin var flott, en ekki full- komin. Flottur einleikari með London Philharmonic LEIF OVE ANDSNES „Krafturinn í túlkuninni var smitandi, það var eitthvað karlmannlegt og hraustlegt við hana.“ NORDICPHOTOS/GETTY LONDON PHILHARMONIC ORCHESTRA „Nákvæmnin í leiknum var aðdáunarverð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.