Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 40
FÓLK|JÓLIN Þótt jólahátíðin sé gleðitími fyrir flesta er alltaf hópur í samfélaginu sem kvíðir þessum tíma árs. Það snýr ekki eingöngu að stressinu í tengslum við undirbúning jólanna, gjafa- kaupum og metnaðarfullum jólaskreyt- ingum heldur geta verið mun dýpri og alvarlegri ástæður fyrir jólakvíðanum. Mikið mæðir á prestum landsins á þessum árstíma og einn þeirra er séra Arna Ýrr Sigurðardóttir sem nýlega tók við prestakalli í Grafarvogskirkju eftir að hafa verið prestur í Glerárprestakalli undanfarin fjögur ár. Hún segir jólakvíða algengan en margar ástæður séu fyrir því að fólk kvíði jólum. „Sumir eiga erfiðar minningar úr barnæsku tengdar jólahaldi, oft vegna veikinda eða neyslu fullorðinna á heimilinu. Aðrir hafa upplifað missi af einhverju tagi, til dæmis skilnað eða frá- fall ástvinar og enn aðrir kvíða jólum vegna þess að ekki eru til peningar til að fagna þeim. Allt þetta getur orðið til þess að jólaundirbúningurinn verður hlaðinn kvíða.“ Jólakvíði er eðlilega breytilegur eftir einstaklingum og fjölskyldum en ýmis ráð eru í boði til að takast á við hann að sögn Örnu. „Það er til dæmis hægt að mæla með heimasíðu sorgarsamtakanna Ný dögun (www.sorg.is). Það er auðvitað mjög misjafnt eftir aðstæðum fólks hvað gott er að gera en fyrst og fremst þarf hver og ein manneskja að finna hjá sjálfri sér hvað hún vill eða vill ekki gera fyrir jólin. En mikilvægast er að muna að það er ekki skylda að gera neitt fyrir jól sem veldur vanlíðan og að jólin snúast ekki bara um gleði og tilhlökkun, heldur líka von og þá fullvissu að við erum ekki skilin eftir ein.“ VAXANDI FÁTÆKT Einnig er hægt að leita til ýmissa ann- arra aðila að sögn Örnu. „Kirkjan býður upp á ýmsa þjónustu. Hún veitir fólki fjár- hagsaðstoð gegnum Hjálparstarf kirkj- unnar og ýmsa líknarsjóði. Einnig veita prestar og djáknar kirkjunnar fólki ókeyp- is sálgæslu. Svo má nefna ýmis félagasam- tök sem aðstoða fólk, til dæmis Ný dögun, ýmis líknarsamtök og stofnanir.“ Aðspurð hvort jólakvíði sé vaxandi vandamál segist hún ekki vera viss enda sé alltaf til fólk sem syrgir og saknar. „Við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir þörfum þessa hóps. En jólakvíði tengdur fátækt er sannarlega vaxandi vandamál og eitthvað sem við sem samfélag þurfum að takast á við sameiginlega. Og sá kvíði er aldeilis ekki eingöngu tengdur jólum heldur öllum aðstæðum lífsins; sumarleyfum, afmælum og öllu því sem hægt er að kalla frávik frá hversdeginum, til dæmis ef þarf að endur- nýja húsbúnað eða þegar veikindi koma upp.“ Um þetta leyti árs hafa prestar lands- ins í mörg horn að líta, ekki síst á aðvent- unni að sögn Örnu, þegar þeir taka á móti þeim sem þurfa aðstoð og stuðning vegna jólanna fram undan. „Jólahátíðin sjálf er síðan tími helgihalds og samveru með fjölskyldu á gleðistundum, til dæmi við skírnir eða hjónavígslur. Sjálf hlakka ég mikið til að eiga jól með fjölskyldunni hér í Reykjavík, þau fyrstu síðan við fluttum suður. Við fengum einmitt afhent húsið okkar þann 15. desember þannig að við erum í óða önn að taka upp úr kössum á sama tíma og við erum að skreyta heim- ilið. Vonandi verður allt tilbúið á aðfanga- dag kl. 18 því þá syngjum við fjölskyldan jólin inn í aftansöng í Grafarvogskirkju og hlökkum öll mikið til.“ ■ starri@365.is JÓLIN SNÚAST LÍKA UM VON MARGIR KVÍÐA JÓLUNUM Jólakvíði er algengari en margur heldur. Ýmsar ástæður geta verið fyrir honum eins og fráfall ástvinar, skilnaður, fátækt eða vegna minninga úr barnæsku. Ýmsir aðilar og samtök aðstoða fólk vegna jólakvíða, meðal annars kirkjan. VAXANDI VANDAMÁL „Jólakvíði tengdur fátækt er sannarlega vaxandi vandamál og eitthvað sem við sem samfélag þurfum að takast á við sameiginlega,“ segir séra Arna Ýrr. MYND/PJETUR JÓLABÆKUR VEIÐIMANNSINS Skotveiðií máli og myndum 2Sk ð Stórglæsileg bók um skotveiði í máli og myndum Veiddu betur – lax Veiddu betur – silung Stra dn stangaveiði á Íslandi Í bókinni er komið víða við og stemmning skot veið innar svífur yfir vötnum. Nokkrir af snjöllustu skotveiði mönnum landsins segja sögur, rifja upp skemmtileg atvik og miðla af reynslu sinni. Einnig eru í bókinni eldri frásagnir og greinar sem sýna breytta tíma. Bókin er ríkulega myndskreytt. Stangaveiðivertíðin 2014 var um margt athyglisverð og eru helstu atriði rakin í bókinni, auk þess sem helstu fréttir eru rifjaðar upp og veiðisögur sagðar. Þá eru ný og skemmtileg veiðisvæði heimsótt, m.a. Litla Þverá í Borgarfirði og Eldvatnsbotnar. Ritstjóri er Guðmundur Guðjónsson. Veiddu betur – lax Góð handbók þar sem nokkrir af helstu sérfræðingum landsins í laxveiðum segja frá aðferðafræðinni og sérviskunum. Sérfræðingarnir sem um ræðir eru Ásgeir Heiðar, Haraldur Eiríksson og Stefán Sigurðsson, áður kenndur við Lax-á. Strandstangaveiði á Íslandi Hér eru tegundirnar kynntar, fjöldi góðra veiðistaða nefndir, hinar ýmsu útfærslur kynntar og margt annað er varðar þennan skemmtilega veiðiskap. Þessi handbók hjálpar þeim, sem vilja prófa þennan veiðiskap, að koma sér af stað. Veiddu betur – silung Góð handbók þar sem nokkrir af helstu sérfræðingum landsins í silungs- veiðum segja frá aðferðafræðinni og sérviskunum. Sérfræðingarnir sem um ræðir eru Jón Eyfjörð, Bjarki Már Jóhannsson og Ríkarður Hjálmarsson. ht.is með Android UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Engin venjuleg upplifun Við kynnum Philips Ambilight 9000 sjónvörpin Ultra HD með Android AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.