Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 12
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Hágæða LED útiseríur www.grillbudin.is Frá Svíþjóð 120 ljós 180 ljós 40 ljós 80 ljós 120 ljós 200 ljós 240 ljós 300 ljós 1000 ljós LED LED VELDU SEM END AST OG ÞÚ SPARA R JÓLAL JÓS Smiðjuvegi 2, Kópavogi | S. 554 0400 | Opið 11-16 laugardag og 13-16 sunnudag LED 50 ljós 100 ljós 120 ljós 150 ljós 200 ljós 300 ljós 1000 ljós10 og 20 ljósGamaldags Komdu og fáðu ráðleggingar LÖGREGLUMÁL „Ég veit ekki alveg út af hverju fréttamiðlar ættu að hafa mikinn áhuga á þessu máli en ég ætla að minnsta kosti ekki að tjá mig,“ segir Marteinn Einars- son, sem ákærður er vegna brot- lendingar flugvélar við sumar- húsabyggð í Langholtsfjalli. Flugvélin TF-KEX lagði upp frá Reykjavíkurflugvelli og brotlenti í Langholtsfjalli 1. apríl 2010. Um borð voru þrír farþegar auk Mar- teins sem flaug vélinni. Marteinn og einn farþeganna voru hvor í sínu lagi að velta fyrir sér að taka flugvélina á leigu og höfðu feng- ið hana til prufuflugs. Hinir far- þegarnir tveir voru á vegum Mar- teins. Fjallað var um niðurstöðu rann- sóknarnefndar flugslysa í Frétta- blaðinu 8. nóvember í fyrra: „Flugmaðurinn flaug vél- inni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðar byggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöld- ust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg,“ sagði í Fréttablaðinu. Sá sem ætlaði að prufufljúga vélinni með Marteini hlaut brot á lendarhryggjarlið, kona um borð hlaut brot á brjóstlið og bringu- beini og tognun á brjósthrygg og hálshrygg og þriðji karlmaðurinn tognaði í hálshrygg, brjósthrygg og brjóstkassa. Eftir rannsókn lögreglu á mál- inu gaf ríkissaksóknari út ákæru á hendur Marteini fyrir brot á loft- ferðalögum og reglum með því að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu við undirbúning og stjórn flugvél- arinnar yfir sumarhúsabyggðinni. Hann hafi enga reynslu af að fljúga slíkri flugvél og ekki gert tilskylda massa- og jafnvægisútreikninga. Síðan hafi hann flogið „vélinni yfir- hlaðinni, í lítilli hæð yfir sumar- húsabyggðinni, á eða við ofrishraða, í krappri beygju í sterkum hviðótt- um vindi svo flugvélin missti hraða og hæð og skall í jörðina með þeim afleiðingum að farþegarnir þrír slösuðust og flugvélin eyðilagðist“. Hinn prufuflugmaðurinn, sem Marteinn þekkti ekki fyrir flug- ið, krefst einnar milljónar króna í miskabætur frá Marteini. Ríkissak- sóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudag. Þar neit- aði Marteinn sök. Hann hefur nú frest út janúar til að skila greinar- gerð í málinu. Að þeim tíma liðnum verða skipaðir meðdómendur og framhald málsins ákveðið. gar@frettabladid.is Flugmaður neitar sök vegna brotlendingar við sumarhús Marteinn Einarsson, sem ákærður er vegna brotlendingar flugvélar nærri Flúðum í apríl 2010, neitaði sök við þingfestingu málsins hjá Héraðsdómi Suðurlands. Farþegi sem slasaðist krefst einnar milljónar í miskabætur. DJÚP FÖR Greinileg ummerki voru um hvernig vélin þeyttist eftir jörðinni. MYND/RANNSÓKNARNEFND FLUGSLYSA TF-KEX Flugvélin eyðilagðist í óhappinu. MYND/RANNSÓKNARNEFND FLUGSLYSA FLUGLEIÐIN Hér sést hvernig Cessna-vélinni TF-KEX var flogið fram og til baka yfir sumarhúsabyggðinni í hlíðum Langholtsfjalls á skírdag 2010 þar til hún brotlenti eftir krappa beygju. MYND/RANNSÓKNARNEFND FLUGSLYSA NOREGUR Norsk og hollensk yfir- völd hafa skrifað undir sam- komulag um að 242 norskir fang- ar fái að afplána fangelsisdóma í Hollandi. Á fréttavef norska ríkisút- varpsins er haft eftir Anders Anundsen, dómsmálaráðherra Noregs, að vonandi verði hægt að byrja að senda fanga til Hollands næsta sumar. Fyrst og fremst sé um að ræða fanga með langa fangelsisdóma. Einnig geti verið um að ræða erlenda ríkisborgara sem ákveðið hafi verið að vísa úr landi. Fangarnir eiga að afplána í fangelsi í bænum Veenhuizen samkvæmt norskum aðstæðum og undir stjórn Norðmanns. Dómsmálaráðuneytið í Noregi hefur greint frá því að nú bíði 1.200 fangar eftir því að geta afplánað dóma sína. Talið er að þörf sé á 2.000 nýjum fangelsis- plássum í Noregi fyrir árið 2040. Dómsmálaráðherrann telur að fjögur ný fangelsi þurfi til þess að leysa vandann. - ibs Norsk stjórnvöld semja vegna yfirfullra fangelsa: 200 Norðmenn afplána í hollenskum fangelsum FANGELSI Ila-fangelsið sögufræga í Noregi. NORDICPHOTOS/AFP FRAMKVÆMDIR Háskóli Íslands, Félagsstofnun stúdenta og Reykja- víkurborg ætla að undirrita vilja- yfirlýsingu á morgun, mánudag- inn 22. desember, um uppbyggingu á allt að 650 nemendaíbúðum á næstu fimm árum. Áformað er að byggja 400 íbúðir á svæði Háskólans en 250 á öðrum þéttingarreitum nálægt miðborg- inni og skólanum, samkvæmt til- kynningu Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirritar viljayfirlýsinguna fyrir hönd borgarinnar. - hg Undirrita viljayfirlýsingu: Byggja um 650 nemendaíbúðir SLYS Björgunarsveitir voru kall- aðar út á öðrum tímanum í gær til að sækja slasaðan göngu- mann á Kerhólakamb á göngu- leiðinni í Esju. Maðurinn hrasaði er hann var á ferð með félögum sínum og var talið að hann hefði fót- brotnað. Töluverðan mannskap þurfti í verkið enda nokkuð erfiður burður niður af fjallinu í snjó og hálku. Veðrið var þó með allra besta móti fyrir slíkar aðgerðir, lygnt og bjart. - jóe Maður fótbrotnaði á Esju: Sóttu slasaðan göngumann SVEITARSTJÓRNIR Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að ráðn- ing lögmanns bæjarins verði á borði bæjarstjórnar í stað bæjar- stjóra var felld í bæjarráði Mos- fellsbæjar. Sigurður Snædal Júlíusson var ráðinn lögmaður. „Hann mun að hluta gegna störfum sem fram- kvæmdastjóri stjórnsýslusviðs gegndi áður,“ sagði fulltrúi M- listans og vitnaði til laga um að sveitarstjórn réði starfsmenn í æðstu stöður. „Tillaga M-lista gengur þvert gegn samþykktum bæjarins og nýsamþykktu skipu- riti bæjarins,“ sögðu fulltrúar meirihlutans. - gar Tillaga Íbúahreyfingar felld: Bæjarstjórn ráði lögmann HARALDUR SVERRISSON Haraldur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.