Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 2

Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 2
Veður Í dag stefnir í stífa sunnanátt og áfram verður hvassast norðvestan til. Víða smávegis rigning, en ljómandi gott veður fyrir norðan og austan þar sem stefnir í léttskýjað og hlýtt veður miðað við árstíma. Í kvöld fer síðan að rigna vestanlands. Sjá SÍðu 52 Verkfallsverðir standa vaktina Tenerife 20.nóvember í 11 nætur Verð frá 149.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar Á mann m.v. 2 .í íbúð á Compostella Beach Golf Club Verð án Vildarpunkta 159.900 kr. VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair Verkfallsverðir SFR voru á ferðinni í gær til þess að gæta þess að hvergi væri gengið í þeirra störf á ríkisstofnunum. Hér er komið við hjá Sýslumann- inum í Reykjavík. Fréttablaðið/Pjetur atvinnumál Unnið er að gagnasöfnun um þarfir fyrirtækja á Suðurnesjum fyrir almenningssamgöngur á svæð- inu. Það er Isavia og nokkur önnur fyrirtæki tengd starfsemi á Keflavíkur- flugvelli sem vinna að verkefninu. Rót vinnunnar liggur í snarbatnandi atvinnuástandi á Suðurnesjum og sívaxandi fjölda fólks sem sækir vinnu á Suðurnesin. Sigurður Ólafsson, framkvæmda- stjóri mannauðssviðs hjá Isavia, segir, þegar litið er til baka um nokkur ár, það gleðilegt að fyrirtæki á svæðinu þurfi að leita út fyrir Suðurnesin að starfskröftum. „Við byrjuðum í sumar, með samstarfsfyrirtækjum okkar á flugvallarsvæðinu, að ræða hvernig þau leystu sín mál. Það kom í ljós að um 200 manns sem eru að vinna á flug- vallarsvæðinu eru búsettir í Reykjavík. Drjúgur hluti þess hóps er vaktavinnu- fólk sem byrjar sinn vinnudag á mis- munandi tímum sólarhringsins,“ segir Sigurður og bætir við að almennings- samgöngurnar svari ekki þörfum þessa hóps að fullu, t.d. um helgar. „Við ræddum hvernig þetta verður best leyst, og ein leiðin væri að Isavia og þessi fyrirtæki færu saman í rekst- ur á samgöngukerfi, þó að sú vinna sé ekki komin langt. Það er erfitt að koma þessu öllu heim og saman fyrir mörg fyrirtæki. Fókusinn fór því fljótt á annaðhvort að gera samning við aðila sem gæti keyrt okkur á milli eða að skoða hvað Strætó og sveitarfélögin á Suðurnesjum væru tilbúin að gera. Við höfum fundað með Sambandi sveitar- félaga á Suðurnesjum og fengum góðar undirtektir og vinnum nú að því að taka saman frekari gögn.“ Ein af þeim leiðum sem ræddar hafa verið er að setja upp hraðleið sem fer beint upp á Keflavíkurflugvöll ein- hverja tíma dagsins, enda hefur Isavia, og önnur fyrirtæki á svæðinu, fundið fyrir mjög batnandi atvinnuástandi á Suðurnesjum og hækkandi hlut- falli umsækjenda um störf sem búa í Reykjavík. Nýjar tölur Vinnumálastofnunar sýna að atvinnuleysi á landsvísu í sept- ember stóð í 2,4%. Á Suðurnesjum er það enn þá hæst yfir landið en er þó aðeins 2,9%. Ber þá að líta til þess að atvinnuleysistölur í sama mánuði 2009 og 2010 voru 12,1% og 11,3%. Tala sama mánaðar í fyrra var 4,5%. Viðmælendur Fréttablaðsins sem reka fyrirtæki utan flugvallarsvæðisins upplifa stöðuna með sama hætti. Sigurður Ragnarsson, framkvæmda- stjóri hjá verktakafyrirtækinu ÍAV, segir hugmynd um að virkja almenn- ingssamgöngur allrar athygli verðar. „Við erum með mikið af verkefnum á Suðurnesjum og þar hefur verið mjög erfitt að fá mannskap til starfa. Við höfum hingað til ekki verið að nýta okkur almenningssamgöngur á milli Suðurnesja og Reykjavíkur en myndum vissulega skoða þær ef ferð- um myndi fjölga, sérstaklega á þeim tímum þar sem fólk fer úr og í vinnu,“ segir Sigurður. svavar@frettabladid.is Leita leiða til að ferja vinnandi hendur Stórbætt atvinnuástand á Suðurnesjum er hvati að verkefni um bættar almenn- ingssamgöngur til að ferja starfsfólk frá höfuðborgarsvæðinu til vinnu. Ein hug- mynd er að reka sérstakt samgöngukerfi fyrirtækja. Önnur er samstarf við Strætó. Horft er til langrar framtíðar með bættar samgöngur enda líkur á að starfsmanna- fjöldi bara í leifsstöð eigi eftir að margfaldast á næstu árum. Fréttablaðið/gva lögreglumál Hundruð björgunar- sveitarmanna auk nokkurra spor- hunda hafa tekið þátt í leitinni að Herði Björnssyni sem ekkert hefur sést til frá aðfaranótt miðvikudags. Leitin hefur enn ekki borið árangur. Hörður Björnsson er 25 ára og er talið að hann sé klæddur í dökkan jakka, svartar buxur og gráa peysu. Hann er 188 cm á hæð, grannur og með ljóst sítt hár og rautt skegg. Síðast sást til Harðar á Laugarásvegi áður en hann hvarf. Þá var Hörður ekki klæddur í skó. Lögregla hefur í þrígang ítrekað tilkynningu sína þar sem hún biður almenning að vera vakandi fyrir Herði og hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 843 1106 eða á Facebook-síðu lögreglunnar ef til hans sést. Fólk er einnig hvatt til að leita vel að Herði í húsum sínum, bílum, ruslageymslum, skúrum og görðum. – þea Hundruð leitað að Herði í þrjá sólarhringa Hörður björnsson hefur verið týndur í þrjá sólarhringa. Við erum með mikið af verkefnum á Suðurnesjum og þar hefur verið mjög erfitt að fá mannskap til starfa. Sigurður Ragnars- son, framkvæmda- stjóri ÍAV 3 sólarhringar eru síðan sást síðast til Harðar. efnahagSmál Seðlabankinn birti ritið Fjármálastöðugleiki 2015/2 á vef sínum síðla dags í gær. Upphaflega stóð til að birta ritið 6. október síðastliðinn. Því var frestað og sú ástæða gefin að ekki hefði tekist að ljúka lögboðnu samráðs- og kynningar- ferli varðandi mögulega nauðasamn- inga, sem fjalla átti um í viðauka skýrsl- unnar. Í viðaukanum átti að greina frá tillögum kröfuhafa um hvernig þeir hygðust uppfylla stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og mati á heildaráhrifum mögulegra nauðasamninga á fjármála- stöðugleika. Þessir viðaukar fylgja ekki skýrslunni sem birt var í gær. Ástæðan sem Seðlabankinn gefur upp er að bankinn geti ekki lokið mati á undanþágubeiðnum einstakra búa gömlu bankanna fyrr en endanleg gögn sem haft gætu áhrif á matið liggi fyrir. – jhh Ekki upplýst um tillögur kröfuhafa 1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 5 l aug a r Dagu r2 f r é t t i r ∙ f r é t ta b l að i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.