Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2015, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 17.10.2015, Qupperneq 6
Kjaramál Þrátt fyrir að viðræður samninganefndar ríkisins og  við- ræðunefndar SFR, sjúkraliða og lög- reglumanna hafi haldið áfram í gær eru forsvarsmenn verkalýðsfélaganna ekki bjartsýnir á lausn deilunnar í bráð. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ríkissáttasemjara vilja halda fólki að verki í viðræðunum meðan enn sé um eitthvað að tala og gerir ráð fyrir því að fundað verði inn í helgina. Allar líkur séu hins vegar á að verkfallsað- gerðir haldi áfram eftir helgi. Stéttarfélögin stóðu fyrir mót- mælum fyrir ríkisstjórnarfund í gær- morgun, en þar áréttaði Árni Stefán líka að ekkert væri í hendi um lausn þótt viðræður væru hafnar við ríkið á ný. „Og væntanlega langar og strangar viðræður fram undan og við vitum í sjálfu sér ekkert hvernig það endar.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra ræddi fyrir fundinn við fjöl- miðla. Hann segir stöðuna sem upp sé komin með verkfallsaðgerðum SFR og SLFÍ vera tekna mjög alvarlega. Ríkið sé af fullri alvöru í samningavið- ræðum. Þá séu engar fyrirætlanir uppi um að setja lög á verfallið. „Við erum með samtal í gangi sem við höfum trú á að geti leitt til niðurstöðu sem allir geti unað við,“ segir hann. Félögin þrjú sem saman eiga í við- ræðum við ríkið  leggja áherslu á að fá sambærilegar kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn, svo sem kennarar og læknar, auk hjúkrunarfræðinga og félagsfólks BHM. Bjarni segir hægt að sýna því ákveð- inn skilning að stéttarfélög komi fram með kröfur sem vísi í fyrri samn- inga. „En það hefur verið vandamálið í þessari samningalotu, sem hefur staðið kannski frá því í fyrra, að það er engin samstaða milli félaganna sem koma til viðræðna við ríkið um það á hvað eigi að leggja áherslu annað en að allir vilja fá margra tuga prósenta hækkun.“ Vanda ríkisins segir Bjarni liggja í að vilja á sama tíma vinna að stöðug- leika og afstýra því að verðbólga taki við sér og vextir hækki. Lögð sé áhersla á að koma í veg fyrir aðra lotu hækk- ana eins og þeirra sem gengið hafi yfir með endurskoðun á verklaginu við samningagerðina og samkomulagi um endurbætur á lífeyriskerfinu. Tími sé til kominn að botna þá umræðu. „Þetta viljum við ræða um leið og við lokum þessari samningalotu um kjarasamninga til næstu ára.“ olikr@frettabladid.is Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. verður haldinn laugardaginn 24. október í fundarsal Landsbókasafns Íslands, Þjóðarbókhlöðu, kl. 14:00. Aðalfundur Sögufélags Smári Geirsson flytur erindið “Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 - bók verður til”. Dagskrá: . . Stjórnin Venjuleg aðalfundarstörf. Innifalið er flug, gisting, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn, 20 kg taska og handfarangur. 4.-18. MARS 2016 SUÐUR AFRÍKA CAPE TOWN Ævintýraferð til Suður Afríku þar sem ferðast verður frá Cape Town um vín- löndin upp til Klein Karoo og meðfram ströndinni. Fararstjórar ferðarinnar eru Bói og Villi sem bjuggu þar um tíma. NÁNAR Á UU.IS Haldið var upp á evrópska endurlífgunardaginn (European Restart a Heart Day) víða um Evrópu í gær. Af því tilefni stóð endurlífgunarráð fyrir atburði þar sem hjúkrunarfræðingar, læknar, lögreglumenn og sjúkra- flutningamenn hnoðuðu endurlífgunardúkkur í Kringlunni. Fréttablaðið/SteFán Hnoðað í Kringlunni Fjármálaráðherra mætti mótmælendum á tröppum stjórnarráðsbyggingarinnar þegar hann kom þar til ríkisstjórnarfundar í gærmorgun. Fréttablaðið/anton Stjórnmál Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem hefur það að markmiði að auka gagnsæi í tengslum við launa- greiðslur til þingmanna. Í þingskapa- lögum er tilgreind skylda þingmanna til að greina frá hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum utan þings. Frumvarp Bjartrar framtíðar bætir við þeirri skyldu að þingmenn greini jafnframt frá útlögðum hús- næðis-, dvalar-, og ferðakostnaði auk annarra starfskjara. Þá er þingmönnum gert að upp- færa nýjar upplýsingar um trúnað- arstörf og hagsmuni utan þings. – srs Björt framtíð vill aukið gagnsæi 1 7 . o K t ó b e r 2 0 1 5 l a U G a r D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.