Fréttablaðið - 17.10.2015, Qupperneq 10
Miðvikudagur 21. október kl. 8:00-10:00
Hótel Natura - salur 2 & 3
Landsvirkjun boðar til fundar um tækifæri í nýsköpun í orkuiðnaði fyrir
íslensk fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Sérþekking á orkumálum
hér á landi er nú með því mesta sem þekkist í heiminum og sífellt koma
fram nýir aðilar sem byggja á þeirri reynslu og þekkingu sem safnast
hefur á liðnum áratugum.
DAGSKRÁ:
Morgunkaffi til kl. 8:30
Opnunarávarp
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit.
Nýsköpun í orkuiðnaði
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Pallborðsumræður
Mikilvægi heimamarkaðar í nýsköpun
Magnús Þór Ásmundsson, Alcoa
Runólfur Geir Benediktsson, Íslandsbanki
Gunnar Atli Fríðuson, Jarðböðin
Stjórnandi: Margrét Arnardóttir, Landsvirkjun
Tækifæri í framtíð – reynsla úr fortíð
Óli Grétar Blöndal Sveinsson, Landsvirkjun
Hildigunnur Thorsteinsson, Orkuveitan
Albert Albertsson, HS Orka
Stjórnandi: Sigurður Markússon, Landsvirkjun
Sprotar í orkutengdri nýsköpun
Bjarni Malmquist, BMJ
Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Gerosion
Magnús Hauksson, Laki
Stjórnandi: Stefán Þór Helgason, Klak Innovit
Samtal á
afmælisári50
Orkuiðnaður
á nýrri öld
Nýsköpun í orkuiðnaði
Fundurinn er haldinn
í samstarfi við:
Skráning og bein útsending á landsvirkjun.is
Evrópusambandið „Þetta getur ekki
gerst án Tyrklands,“ sagði Recep
Tayyip Erdogan við fréttamenn í
Tyrklandi í gær, þar sem hann var
spurður út í viðbrögð Evrópusam-
bandsins við straumi flóttafólks.
Hann sagði Vesturlöndin hafa
áttað sig alltof seint á því að Tyrk-
land hlyti að gegna lykilhlutverki
í þessum efnum, en spurði á móti
hvers vegna í ósköpunum Evrópu-
sambandið samþykkti þá ekki aðild
Tyrklands.
Á leiðtogafundi Evrópusambands-
ins í Brussel, sem hófst á fimmtudag
og lauk í gær, var samþykkt að veita
Tyrklandi allt að þremur milljörðum
evra til að auka eftirlit sitt með ferð-
um flóttamanna yfir landamærin
og hlúa að þeim sem þurfa að bíða
í flóttamannabúðum.
Gegn þessu eiga tyrkneskir ríkis-
borgarar meðal annars að fá auð-
veldari aðgang að vegabréfsáritun
til Evrópu. Þá samþykktu leiðtogar
Evrópusambandsins að setja nýjan
kraft í aðildarviðræður Tyrklands.
Donald Tusk, forseti ráðs Evrópu-
sambandsins, segir að Tyrkir fái þó
ekki fjárstuðning nema þeir sýni
fram á raunverulegan árangur: „Ef
þeir hjálpa okkur, þá hjálpum við
þeim,“ sagði Tusk að loknum leið-
togafundinum í Brussel í gær.
„Í grundvallaratriðum var niður-
staðan sú að betra sé að hýsa flótta-
fólk nær heimkynnum þess frekar en
að við séum að greiða fyrir dvöl þess
hér,“ sagði Angela Merkel Þýska-
landskanslari, en hún hefur lagt
mikla áherslu á að ná samkomulagi
við Tyrkland í þessu máli.
Feridun Sinirlioglu, utanríkisráð-
herra Tyrklands, bar hins vegar í gær
til baka fréttir um að samkomulagið
væri í höfn. Enn væri aðeins um drög
að samkomulagi að ræða, og hann
var ósáttur við peningahliðina.
Þjóðverjar hafa reiknað með að
taka við allt að 800 þúsund flótta-
mönnum í ár, flestum frá Sýrlandi.
Merkel hefur ítrekað sagt að Þjóð-
verjar eigi ekki að hika við að taka
á móti öllum sem þangað leggja
leið sína, en krefst þess jafnframt að
önnur ESB-ríki leggi sitt af mörkum
ekki síður en Þjóðverjar.
Ungverjaland greip hins vegar
í gær til þess ráðs að loka landa-
mærum sínum að Króatíu, en stór
hluti flóttafólksins hefur farið frá
Tyrklandi yfir til Ungverjalands og
þaðan áfram norður til Þýskalands
og Skandinavíu.
gudsteinn@frettabladid.is
Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands
Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB
hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning nema þeir sýni fram á árangur.
Tekið er að kólna hressilega í Þýskalandi, þar sem flóttamenn yfirgefa tjaldbúðir en fá inni í haldbetra húsnæði. FréTTablaðið/EPa
Í grundvallar-
atriðum var niður-
staðan sú að betra sé að hýsa
flóttafólk nær heimkynnum
þess frekar en að við séum að
greiða fyrir dvöl þess hér.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands
1 7 . o k t ó b E r 2 0 1 5 L a u G a r d a G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð