Fréttablaðið - 17.10.2015, Page 18
Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899
Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is
Hleðsluhöggborvél
M18 FPD-502C
16mm með höggi
og skrúfvél
2x5,0Ah rafhlöður
MW 4933 4512 53
Herslulykill 3/4"
M18 CHIWF34-502C
Átak: 508/1016Nm.
2x5,0Ah rafhlöður
MW 4933 4481 05
Hefill M18 BP-402C
Geta: 82mm x 0-2mm.
Fals: 10,7mm. 2x4,0Ah rafhlöður.
MW 4933 4511 14
Vifta
M18 AF-0
Spenna: 18V og 230Volta
Loftmagn: 1290m³ klst. Án rafhlöðu.
MW 4933 4510 22
125mm Slípirokkur með bremsu
M18 CAG125XPDB-502C
2x5,0Ah rafhlöður.
MW 4933 4510 11
Segulstandsborvél
M18 FMDP-502C
Geta: 38mm.
Hleðsla: 40 göt 18mm. í 6mm. stál.
2x5,0Ah rafhlöður.
MW 4933 4510 12
Pressfittings töng M18 BLHPT-202C
Geta: 110mm. 2x2,0Ah rafhlöður.
MW 4933 4511 32
Verð Kr.
84.900,-
Verð Kr.
29.900,-
Verð Kr.
399.900,-
Verð Kr.
140.900,-
Verð Kr.
117.900,-
Verð Kr.
134.900,-
135Nm.
ÁTAK
1626Nm.
LOSUN
Upphafsfundur „Vandað, hagkvæmt, hratt“ verkefnisins verður
haldinn á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 21. október nk.
á milli kl. 8:30 og 11:00.
Til fundarins boða félags- og húsnæðismálaráðherra, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra og umhver�s- og auðlindaráðherra í samstar�
við viðeigandi undirstofnanir ráðuneytanna og Samtök iðnaðarins.
Tilgangur fundarins er að fá fram góðar hugmyndir að leiðum til
að lækka byggingarkostnað og hleypa aðgerðum ríkisstjórnarinnar
úr vör. Áhugafólk um húsnæðismál, sem og þeir hagsmunaaðilar
sem málefnið snertir, er hvatt til að mæta.
Skráning og nánari upplýsingar á velferdarraduneyti.is.
VANDAÐ, HAGKVÆMT, HRATT
Verkefni ríkisstjórnarinnar um hagkvæmar húsnæðislausnir
Álitsgjafar og umræðustjórar hnýta í forseta Íslands fyrir að vilja hugsa sinn gang um
framboð á ný. Það er ósanngjarnt.
Ef forseti þarf að hugsa um framboð
2016 hefur hann til þess fullt leyfi,
eins og allir kjörgengir Íslendingar
sem hafa sama rétt. Eins má for
seti skipta oft um skoðun á þessu
sama máli, fyrir nýársávarp og eftir,
rétt eins og allir aðrir. Það er nefni
lega grundvallarmisskilningur að
umræða um hlutverk, tilgang og
eðli embættisins í framtíðinni,
sem og hugsanleg framboð, byggi
á einum manni. Um næsta forseta
fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla og
tímabært að huga að hlutverki og
tilgangi embættisins á breyttum
tímum.
Ábyrgðin er okkar
Þar sem áhrif embættisins og hlut
verk er á ábyrgð þjóðarinnar er
það skylda okkar að hefja þessa
umræðu. Það er ekki bara forseta
embættið sem hefur þróast á liðn
um árum heldur samfélagið allt.
Nýtt samfélagsmisgengi myndaðist
með eftirminnilegum hætti í Hrun
inu fyrir sjö árum og við höfum
ekki unnið úr því enn. Þegar horft
er til forsetaembættisins og mikil
vægrar kosningar á næsta ári er frá
leitt að einblína á stöðuna eins og
hún er núna, heldur verður að vega
og meta þá framtíð sem við viljum
skapa og hvert hlutverk forseta er
í því efni.
Stjórnarskráin er brotalöm
Dr. Svanur Kristjánsson hefur
skrifað merkilegar greinar um for
setaembættið á liðnum árum. Í
einni þeirra segir: „Stjórnarskráin
var samin til bráðabirgða fyrir 70
árum. Alþingi gaf þjóðinni þá fyrir
heit um endurskoðun hennar … Ekki
hefur enn verið staðið við þau lof
orð. Íslendingar hafa ekki enn valið
sér leið til lýðræðis. Á meðan halda
áfram endalausar deilur um megin
atriði í stjórnarskrá og stjórnskipun
landsins. Hvað eftir annað blossa
t.d. upp hatrömm átök um stöðu
forseta Íslands í stjórnskipun, enda
ákvæðin um völd hans og ábyrgð
mjög óljós – svo ekki sé fastar að
orði kveðið. Íslendingar hafa ekki
enn náð samkomulagi um leið
ina til lýðræðis. Á meðan verður
draumurinn um lýðræði í íslensku
lýðveldi sífellt fjarlægari. Skipverjar
sem sigla án áttavita ná sjaldnast til
hafnar. Hættulegar hafvillur verða
yfirleitt þeirra hlutskipti.“
Í ljósi þessara orða er beinlínis
ábyrgðarlaust að fjalla ekki um
hvers er að vænta við næstu forseta
kosningar og hvers þjóðin væntir af
forseta.
Umræðuvettvangur
um hlutverk forseta
Í vikunni sendi ég út bréf til nokkur
hundruð Íslendinga og kynnti
opinn umræðuvettvang um þetta
efni, auk þess sem þar er að finna
könnun á afstöðu fólks til embættis
ins. Í bréfinu sagði: „Forseti Íslands
er áhrifavaldur, afstaða hans til sam
félagsmála er mikilvæg eins og ráða
má af framgöngu allra þeirra sem
gegnt hafa embættinu á lýðveldis
tímanum. Því miður er staðan sú að
stjórnarskráin gefur talsvert svig
rúm til frjálslegrar túlkunar á hlut
verki og framgöngu forseta. Næsti
forseti Íslands þarf því að hafa skýrt
umboð til að tala máli almanna
hagsmuna og beita áhrifum emb
ættisins til góðs. Forseti er þjóð
kjörinn, áhrifavald embættisins er
þjóðareign. Að mínu mati verðum
við að íhuga vandlega hvernig við
viljum að forsetaembættinu verði
beitt á næstu árum og það gert að
jákvæðu afli í þágu almannahags
muna.
Hvaða hagsmunir eru það? Í
fyrsta lagi eru það skýrir almanna
hagsmunir að gerðar verði lýð
ræðisumbætur sem feli í sér aukið
áhrifavald almennings á framvindu
mála með beinum hætti. Í öðru lagi
verður forseti að hafa langtímasýn
um réttláta samfélagsgerð og brýna
fólk í því efni. Forseti á að vera óbil
andi vörður réttlætis og lýðræðis
legra aðferða með synjunarvaldi
sínu til að taka í taumana þegar
tilefni gefst til og leggja í dóm þjóð
arinnar. Almennt séð á forseti að
hlusta á, skilja og leiða saman ólík
sjónarmið og túlka í þágu menn
ingar, lýðræðis, jafnréttis og fram
sækni í umhverfismálum.“
Hvað vill fólk?
Þess vegna er ekki eftir neinu að
bíða. Virkt lýðræði kallar á ábyrgð,
athafnir og umræðu, ekki umkomu
lausa bið eftir boðskap að ofan. Á
Fésbók má finna síðuna „Hlutverk
forseta“ og þar er hlekkur á spurn
ingalista sem gaman og áhugavert er
að spreyta sig á – og er öllum opinn.
Hlutverk forseta?
Stefán Jón
Hafstein
í áhugahópi um
samfélagsmál og
sjálfbæra þróun
Allir fá eitthvað í vöggugjöf og annað bætist við á lífsins leið. Ég fæddist með ADHD.
Sú staðreynd skilgreinir mig ekki.
Þetta er bara eiginleiki sem ég
erfði frá mínum foreldrum og er
órjúfanlegur hluti af mér. Mitt
verkefni er hins vegar að fækka
þeim stundum sem ADHD er mér
flækjufótur og skapa aðstæður þar
sem athyglisbresturinn nýtist mér
sem jákvæður eiginleiki.
Fram undir þrítugt vissi ég
ekkert af þessum eiginleika. Bjó
við gott atlæti, gekk vel í skóla,
blómstraði í félagslífinu en skildi
ómögulega hvað olli þessu þung
lyndi sem ég faldi alla tíð svo
afskaplega vel. Slysaðist loks til
geðlæknis sem mér til undrunar
stakk upp á ADHD greiningu.
Auðvitað gera allir mistök og
klúðra hlutunum. Stundum. En
fyrir einstakling með ADHD er
þetta hluti daglegs lífs. Alltaf.
Þar með heyrði þunglyndið sög
unni til. Ég skildi loks hvernig ég
gat áorkað öllu sem ég kom í verk,
en nagaði samtímis af mér bæði
handarbökin fyrir ótalin aulamis
tök og endalausa frestunaráráttu.
Um leið áttaði ég mig á hvernig
ákveðin „trikk“ höfðu gert mér
kleift að fúnkera jafn vel og raun
bar vitni. Þetta var minn lykill að
því að snúa minni vöggugjöf upp í
jákvæðan eiginleika.
Október er alþjóðlegur ADHD
vitundarmánuður. Í ár völdu
ADHD samtökin að varpa kastljósi
á okkar yngstu þegna, m.a. með
útgáfu á bókinni „Leikskólar og
ADHD, 25 ráð og verkfæri“ ásamt
málþingi þann 30. október um
leikskóla og ADHD. Segir sig enda
sjálft að því fyrr sem rétt greining
liggur fyrir, því auðveldari verður
eftirleikurinn.
Þú getur lagt þitt af mörkum
með því að berjast gegn staðal
ímyndum og fordómum. Mundu
bara næst þegar einhver kverúl
antinn slengir fram að „allir séu
nú með ADHD stundum “ – þá
getur þú sagt pollrólega: Nei, ég
veit betur!
ADHD er eiginleiki
Vilhjálmur
Hjálmarsson
einstaklingur með
eiginleika … og
ADHD Ég skildi loks hvernig ég gat
áorkað öllu sem ég kom í
verk, en nagaði samtímis af
mér bæði handarbökin fyrir
ótalin aulamistök og enda-
lausa frestunaráráttu.
Um næsta forseta fer fram
þjóðaratkvæðagreiðsla og
tímabært að huga að hlut-
verki og tilgangi embættisins
á breyttum tímum.
1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð