Fréttablaðið - 17.10.2015, Page 22
Um helgina
Olís-deild kvenna
L13.30 Valur - Fylkir Vodaf.-höllin
L13.30 ÍBV - KA/Þór Eyjar
L13.30 Haukar - Stjarnan Schenker
L14.00 Selfoss - Grótta Hertz-höll.
L16.30 Fjölnir - ÍR Dalhús
Evrópuleikir í handbolta,
L16.00 Zomimak - Haukar Schenker
L18.00 Fram - Grude (kvk) Framhús
Dominos-deild kvenna
L15.00 Snæfell - Stjarnan Stykkish.
L16.30 Grindavík - Valur Röstin
L13.30 Haukar - Stjarnan Schenker
S19.15 Keflavík - Hamar Sláturhús
Dominos-deild karla
S19.15 Tindastóll - Stjarnan Síkið
S19.15 FSu - ÍR Iða
S19.15 Grindavík - Höttur Röstin
Það helsta á sportrásunum
L11.35 Tottenh. - Liverp. Sport2 HD
L13.50 Chelsea - A. Villa Sport3 HD
L14.50 Everton - Man U. Sport2 HD
L15.55 KIelce - Barca Sport HD
L16.20 Watford - Arse. Sport2 HD
S01.00 Golovk. vs Lemiux Sport HD
S12.55 Verona - Udinese Sport 3 HD
S14.50 Newc. - Norwich Sport2 HD
S20.20 Packers - Chargers Sport HD
S21.00 Frys.com open Golfstöðin
Hendurnar á Craion
minna á wisegrip tangir
#styrkur @krkarfa #dom-
inos365
Páll Sævar Guðjónsson
@PallSaevar
Domino’s-deild karla
Stjarnan - KR 80-76
Stigahæstir: Justin Shouse 23, Al’lonso
Coleman 23 - Michael Craion 16, Pavel
Ermolinskij 15/13 fráköst.
Magnús Bjarki Guðmundsson var
hetja Stjörnunnar undir lokin þegar
hann tók eigið frákast eftir vítaskot.
Meistararnir tapa í fyrsta leik og
Stjarnan sendir skýr skilaboð.
Þór Þ. - Keflavík 101-104
Stigahæstir: Vance Hall 31, Ragnar Nath-
anaelsson 18/13 fráköst - Earl Brown Jr.
23/16 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 25.
Valur Orri Valsson var ískaldur á
vítalínunni undir lokin og tryggði
Keflavík góðan sigur. Þórsarar voru
klaufar að missa leikinn úr höndum
sér á lokamínútunum.
Njarðvík - Höttur 76-74
Stigahæstir: Logi Gunnarsson 17, Marquise
Simmons 14/13 fráköst - Tobin Carberry 30,
Mirko Stefán Virijevic 15/10 fráköst.
Nýliðarnir stóðu sig vel í Ljónagryfj-
unni og komust í framlengingu en
þar voru Njarðvíkingar aðeins of
sterkir á lokasprettinum.
Evrópuleikir í handbolta
Grude A. - Fram 22-38
Markahæstir: Ragnheiður Júlíusdóttir 8,
Hildur Þorgeirsdóttir 7.
Framstúlkur voru einfaldlega betri
og þarf eitthvað mikið að gerast ef
Fram á ekki að komast í næstu um-
ferð áskorendabikarsins.
Haukar - Zomimak 34-20
Markahæstir: Janus Daði Smárason 10/2,
Adam Haukur Baumruk 7.
Haukarnir eru í vægast sagt góðum
málum fyrir seinni leikinn sem fer
einnig fram í Schenker-höllinni.
Haopel - ÍBV 21-25
Markahæstir: Theodór Sigurbjörnsson 6,
Magnús Stefánsson 3.
Eyjamenn unnu fyrri leikinn með
fjórum mörkum en liðin mætast
aftur um helgina.
Meistararnir töpuðu í fyrstu umferð í Garðabæ
Al’lonso Coleman, leikmaður Stjörnunnar, í baráttu við landsliðsmanninn Ægi Þór Steinarsson í Ásgarði kvöld. Stjarnan sendi skýr skilaboð með
sigrinum á meisturunum og meistaraefnunum úr Vesturbænum. FRéTTABLAðIð/VILHELM
FótbOLti Enska úrvalsdeildin fer af
stað að nýju í dag og fáir alvöru fót-
boltaáhugamenn munu missa af
fyrsta leik helgarinnar sem boðar nýja
tíma hjá einum sigursælasta klúbbi
enska boltans.
Tíunda sæti og aðeins einn sigur í
sex leikjum þýddi endalok Brendans
Rodgers í stjórastólnum á Anfield og
það er óhætt að segja að sumir hafi
horft öfundaraugum á þegar Jürgen
Klopp samþykkti að taka við Liver-
pool-liðinu.
Klopp hefur verið einn eftirsóttasti
og mest spennandi þjálfarinn á mark-
aðnum eftir að hann náði ótrúlega
flottum árangri með Borussia Dort-
mund í þýska boltanum þrátt fyrir að
missa ítrekað sína bestu menn og vera
að glíma við risana í Bayern München.
Hinn litríki Jürgen Klopp heillar
alla upp úr skónum hvert sem hann
fer enda eru menn enn að tala um
fyrsta blaðamannafund hans sem
knattspyrnustjóra Liverpool þar
„Hinn venjulegi“ birtist fótbolta-
heiminum sem maður sem gæti búið
til skemmtilegt lið í Bítlaborginni og
sumum stuðningsmönnum Liverpool
sem frelsarinn fæddur.
Klopp heldur mikið upp á þunga-
rokk og hann vill að lið sín spili leik-
ina á fullu gasi. Hann hefur verið að
reyna að losa liðið úr viðjum slæma
vanans frá tíma Rodgers og hefur kall-
að eftir meira hugrekki og meiri leik-
gleði hjá nýju lærisveinunum sínum í
viðtölum við fjölmiðla.
„Við eigum að hlaupa, berjast,
skjóta, verjast og sækja saman eins
og fótboltinn lítur út í okkar bestu
draumum. Við þurfum að hafa hug-
rekkið til að láta vaða og gera mistök,“
sagði Jürgen Klopp.
Þungarokk á fóninn á Anfield
Liverpool spilar í dag sinn fyrsta leik undir stjórn Þjóðverjans Jürgens Klopp, „venjulega mannsins“
sem á að bjarga Liverpool frá meðalmennskunni og koma liðinu aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar.
1990-2001 Jürgen Klopp spilar ell-
efu tímabil með Mainz 05 í þýsku b-
deildinni, fyrst sem framherji í þrjú
tímabil, þá sem miðjumaður í þrjú
tímabil og loks sem varnarmaður.
Klopp spilar alls 325 deildarleiki fyrir
Mainz 05.
1998-2000 Jürgen Klopp spilar
með Helga Kolviðssyni hjá Mainz 05
í þýsku b-deildinni en seinna tíma-
bilið eru þeir saman í vörn liðsins.
Klopp spilar aðeins eitt tímabil til
viðbótar eftir að Helgi fór frá liðinu.
Febrúar 2001 Jürgen Klopp
tekur við lið Mainz 05 og þjálfar það
næstu sjö tímabil.
Vorið 2004 Jürgen Klopp kemur
Mainz 05 upp í Bundesliguna í fyrsta
sinn þar sem liðið spilar þrjú tímabil
undir hans stjórn.
2005-2006 Mainz 05 tekur þátt í
Evrópukeppni í fyrsta sinn og slær
armenska liðið MIKA Aschtarak út
úr fyrstu umferð forkeppni UEFA-
bikarsins
25. ágúst 2005 Jürgen Klopp stýrir
Mainz 05 til 2-0 sigurs á Keflavík
á Laugardalsvellinum og félagið
vinnur þar með sinn fyrsta útisigur í
Evrópukeppni.
Júlí 2008 Jürgen Klopp tekur við
Borussia Dortmund sem hafði
endað í 13. sæti tímabilið á undan.
Dortmund hækkar sig um sjö sæti á
hans fyrsta tímabili með liðið.
Vorið 2011 Jürgen Klopp gerir
Borussia Dortmund að þýskum
meisturum í fyrsta sinn í níu ár. Dort-
mund komst á toppinn í 10. umferð
og leit ekki til baka eftir það.
12. maí 2012 Borussia Dortmund
vinnur 5-2 sigur á Bayern München
í bikarúrslitaleiknum og er þar með
tvöfaldur meistari. Dortmund hafði
tryggt sér þýska meistaratitilinn
annað árið í röð þegar tvær umferðir
voru eftir af deildinni.
25. maí 2013 Borussia Dortmund
tapar 2-1 á móti Bayern München
í úrslitaleik Meistaradeildarinnar
á Wembley. Arjen Robben skoraði
sigurmark Bæjara rétt fyrir leikslok.
2013-2015 Borussia Dortmund
vinnur fimm silfurverðlaun á þremur
síðustu tímabilum Jürgens Klopp
með liðið og endar í 7. sæti á síðasta
tímabili hans eftir skelfilega byrjun
þar sem liðið var lengi í fallsæti.
Sama vor tapar Dortmund bikarúr-
slitaleiknum annað árið í röð og nú
fyrir VfL Wolfsburg.
Jürgen Klopp stýrir Liverpool-liðinu í
fyrsta sinn í dag. FRéTTABLAðIð/GETTy
Ellefu skref Jürgens Klopp á leiðinni á Anfield
Það hefur gripið um sig Klopp-
æði meðal stuðningsmanna félags-
ins sem geta flestir ekki beðið eftir
leiknum í dag en hver áhrifin verða
á leikmennina á eftir að koma í ljós.
Fyrstu vísbendingarnar koma fram
á White Hart Lane í dag.
Það hjálpaði ekki í undirbún-
ingnum að tveir sterkir leikmenn,
Danny Ings og Joe Gomez, slitu
krossband með dags millibili í vik-
unni. Í viðbót við það eru Benteke,
Jordan Henderson og Firmino allir
meiddir.
Fyrsti leikurinn er á útivelli og
líka á móti sterku Spurs-liði sem
hefur verið að gera góða hluti að
undanförnu. Leikur Tottenham og
Liverpool hefst klukkan 11.45 og
verður í beinni útsendingu á Stöð 2
Sport 2. ooj@frettabladid.is
1 7 . O k tó b E r 2 0 1 5 L A U G A rD A G U r22 S P O r t ∙ F r É t tA b L Að i ðsport