Fréttablaðið - 17.10.2015, Page 28

Fréttablaðið - 17.10.2015, Page 28
Það var eitthvað með N ú p . N ú p u r v a r alræmdur. Fólki stóð stuggur af Núpurum. Og það var eitthvað meira en að vera í heimavistarskóla annars staðar, Núpari var eitthvað ferlegt,“ segir Jón Gnarr, sem gefur út síðustu bókina, Útlagann, í heildstæðu verki þriggja bóka. Bókin er líkt og fyrri bækurnar, Indjáninn og Sjó- ræninginn, byggð á ævi Jóns fram að fullorðinsárum. Í Útlaganum segir meðal annars frá miklu ofbeldi sem viðgekkst á Núpi í Dýrafirði þá tvo vetur, 1981-83, sem Jón var þar við nám. Þar lýsir hann algjöru afskipta- leysi af börnum sem þar dvöldu, vöntun á umhyggju af hendi full- orðinna sem unnu við skólann og undarlegum og grimmum veruleika sem varð til í þessum skóla vestur á fjörðum – þar sem gjaldmiðillinn var áfengi, hass og barsmíðar. „Ég var þarna í tvo vetur. Fyrri vet- urinn minn var hræðilegur. Ég held einhverra hluta vegna að Núpur hafi verið sérstaklega hræðilegur staður á því ári. Ég heyrði ekkert í for- eldrum mínum eiginlega á meðan ég var þarna. Krakkarnir sem áttu heima í nágrenninu fengu að fara heim til sín aðra hverja helgi eða eitthvað svoleiðis. Við hin fórum heim á jólum, páskum og í sumarfrí. Ég man að það var sími á vistinni, en það var aldrei neinn sem hringdi. Ég veit ekkert um hvort einhverjir hafi átt í uppbyggilegum og reglulegum samskiptum við foreldra sína, en ég man allavega ekki eftir slíku. Þú varst bara þarna og engar bréfa- skriftir eða neitt. Mamma sendi mér sígarettur.“ Eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla í borginni var Jónsi Pönk, eins og hann var kallaður, sendur til útlegðar í heimavistarskólann Núp í Dýrafirði. Þar var honum komið fyrir í herbergi með rimlum fyrir glugganum, með herbergisfélaga sem hann hafði aldrei hitt fyrr. Fjór- tán ára ásamt hópi annarra barna og unglinga. Á Núp voru sendir vand- ræðaunglingar úr Reykjavík, krakk- arnir af bæjum í kring, börn sem áttu erfitt með nám og hefðu senni- lega fengið einhverjar greiningar í dag, ADHD og einhverfu, eins og Lena, eða komu af heimilum þar sem var erfitt. Börnin voru samsek Í kaflabrotinu sem hér er birt lýsir Jón hópnauðgun sem á sér stað á vistinni, þegar drengirnir taka sig saman og „ríða Lenu til hamingju með afmælið“. „Það varð til einhver heimur, sem var utan við aðra heima. Þarna gengust allir undir viðurnefnum og ég var lengi að finna út hvað allt þetta fólk heitir í alvörunni. Þarna voru Sprelli, Purrkur og Korpa – svo einhverjir séu nefndir. Ég veit ekkert hvaðan þessi nöfn komu, eða hver úthlutaði þeim, en þetta var hluti af því að vilja fjarlægja sig frá því sem var að gerast. Svona eins og þegar fólk leikur í klámmyndum eða er í vændi, og er með svona viðurnefni.“ Jón segir ofbeldið og eineltið hafa verið alls staðar, en segir þó að á köflum hafi verið gaman. „En það var allt notað, afskiptaleysi, einangrun, niðurlægjandi athuga- semdir og framkoma og svoleiðis. Svo var rosalega mikill munur á stráka- og stelpnavistinni. Þetta voru gjörólíkir heimar. Við vorum öll í sameiginlegu rými á daginn, en síðan fóru allir inn á sína vist og við vorum læst inni. Þá var nýr heimur og nýjar leikreglur. Þetta var samt ekki alltaf vont – það var líka gaman. Og þarna varð til vinátta. Það var eins og við værum samsek á einhvern hátt – einhver órjúfanleg tengsl urðu til.“ Hann segir híerarkíu á vistinni hafa mótast eftir félagslegum og líkamlegum styrk. „Og það var á kostnað þeirra sem voru hvorki líkamlega né félagslega sterkir – þeir enduðu neðst. Ég var félagslega sterkur á einhvern einkennilegan hátt, og lenti á milli. Ég hef aldrei fyrr eða síðar orðið vitni að svona Núpur í Dýrafirði frá árinu 1979, stuttu áður en Jón hóf skólagöngu sína þar. Á myndinni má sjá skólahúsið og fleiri byggingar. LJósmyNDasafN ReykJavíkuR/óLi TyNes Þessir krakkar áttu ekki séns Jón Gnarr lýsir grófu ofbeldi af hendi nemenda og kennara sem viðgekkst í heimavistarskólanum Núpi í Dýrafirði árin 1981-83. Jón lýsir í Útlaganum kynferðislegri misnotkun kennara í skólanum, hópnauðgun og grófum barsmíðum. Bragi Guðbrandsson segir meðvitund um ofbeldi og misnotkun ekki hafa verið til á þessum árum. ÉG ER BÚINN AÐ GRÁTA SVO MIKIÐ ÚT AF ÞESSU. ALLIR ÞESSIR KRAKKAR SEM HAFA EKKI ÁTT NEINN SÉNS, EINHVERRA HLUTA VEGNA. miklu líkamlegu ofbeldi eins og var á Núpi og þetta voru bara unglingar að berja hver annan.“ meira en Jón réð við Jón hóf að sækja tíma hjá sálfræð- ingi þegar hann byrjaði að skrifa Útlagann. „Ég gerði það þegar ég áttaði mig á því að þetta var meira en ég réð við. Mínar bækur eru skrifaðar í ákveðn- um stíl, sem er einfaldur, einlægur og opinskár – svona persónuleg upplifun eða túlkun á aðstæðum. Án þess að dæma, en frekar sem áhorfandi og ég gat ekkert vikið frá því. Bækurnar mínar hafa gengið út á að gera grín að mér og mínum sársauka og þannig yfirstíga hann. En þarna varð það of mikið. Ég stóð frammi fyrir einhverju sem var svo miklu stærra en ég hafði gert mér grein fyrir, bæði svona atburðir sem gerðust og svo líka mínar eigin hugsanir. Ég er til dæmis að tala um kynþroskann og upplifun mína af því að taka hann út – og ég hugsaði, er þetta bara í lagi? Að einhver mið- aldra karl sé að skrifa um unglinga- kynlíf? Er ég kominn yfir einhverja grensu?“ Jón sótti í dómgreind annarra til að spyrja þessara spurninga. „Oft kvenna sem standa mér nærri. Síðan var þetta erfitt á mörgum stigum þessa ferlis. Ég hataði þessa bók. Þegar ég var tæplega hálfnaður þá dauðsá ég eftir að hafa byrjað að skrifa hana og langaði til þess að bakka út. En ég gat það ekki. Samt hugsaði ég, af hverju ertu svona mikill fáviti? Af hverju ertu að búa til svona mikið vesen? Verða borgarstjóri, til hvers? Og nú þessi bók? Það les enginn bækur – það eru engir peningar í þessu. Þú ert að niðurlægja þig, þú átt eftir að þurfa að þola sleggjudóma og að fara að vekja upp drauga.“ En áfram hélt Jón að skrifa. „Ég fór í gegnum svo margt – eins og með Lenu. Ég er búinn að gráta svo mikið út af þessu. Allir þessir krakkar sem hafa ekki átt neinn séns, einhverra hluta vegna. Þegar ég var borgar- stjóri þá hitti ég konu sem er úti- gangskona og ég man eftir henni ↣ Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Á Núpi gengu allir undir viðurnefnum, svona eins og til að fjarlægja sig frá því sem þar gekk á. fRéTTaBLaðið/eRNiR 1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r28 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.