Fréttablaðið - 17.10.2015, Síða 30

Fréttablaðið - 17.10.2015, Síða 30
þegar hún var bara stelpa á Núpi. Við fórum að tala saman og vorum að tala um Konukot og gistiskýlið, og hún sagði að ég yrði að halda áfram og vera borgarstjóri og ég sagði, nei ég ætla ekki að gera það. Þetta var í kringum þann tíma sem ég var að hætta. En ég sagði henni að ég ætlaði að skrifa bók um Núp. Ég sagði henni að mér þætti það m i k l u m e r k i l e g ra en að vera borgar- stjóri og hún sagði, vá ætlarðu að gera það? Ætlarðu að segja frá öllu? Og hún var í rauninni að spyrja, ætlarðu að segja frá öllu sem enginn má tala um? Ég sagði já, og hún sagði, gott, þessi staður eyði- lagði líf mitt.“ Kynferðisleg misnotkun Jón rauf trúnaðinn um ver- una á Núpi. „Ég er búinn að gráta svo mikið. Og pæla, af hverju gerði ég ekki eitt- hvað? Ég ásaka mig en um leið átta ég mig á því að ég var bara 14 ára. En ég er að brjóta trúnað – eins skelfilega ógeðs- legt og það er, að einhver sem gerir eitthvað ljótt við þig þegar þú ert ósjálfbjarga og barn og þér finnst þú vera bundinn trúnaði um það. Þetta er hlutur sem fokkar manni upp – þetta er ástæðan fyrir því að fólk sér ekk- ert annað í stöðunni en að drepa sig.“ Jón verður klökkur þegar hann talar um félaga sína af Núpi. „Við vissum ekkert alltaf hvaða fólk var að koma og fara þarna, en við vorum hópur af sauðum og þangað leita úlfarnir. Það er allavega eitt dæmi sem mig grunar sterklega að hafa verið kynferðisleg misnotkun. Sprelli var einn vinur okkar og hann var seinþroska, ekki einu sinni byrjaður að drekka – sem var mæli- kvarði alls á þessum tíma. Svo kom nýr kennari og hann var töffari, hlustaði á pönk og vissi um tónlist og svona. Og hann bauð Sprella inn í kennaraíbúðina til sín til að drekka og hlusta á tónlist og spjalla. En svo vildi Sprelli aldrei tala um þetta og ég hugsaði eftir á, af hverju býður kennarinn mér ekki? Ég veit miklu meira en Sprelli. Ég var afbrýðis- samur út í Sprella, og mér fannst þessi kennari vera í svo miklu rugli að hafa ekki boðið mér – ég drakk og vissi svo mikið um pönk. Það var ekki fyrr en ég skrifaði niður söguna „Í dag vitum við hvað gerist þegar börn á ólíkum aldri og úr ólíkum aðstæðum eru í mikilli nánd – eftir- lit er takmarkað og umhyggja í garð þeirra kannski líka. Það er nánast regla að þau eldri beiti þau yngri einhvers konar ofbeldi eða kúgun. Þetta þekkjum við og þetta hefur verið margrannsakað um allan heim. Íslensku heimavistarskólarnir eru ekkert frábrugðnir þeim bresku til dæmis og það liggur fyrir mikið efni um það ofbeldi sem þar viðgekkst,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Menn vissu bara ekki betur á þessum tíma. Í dag vitum við um þessi smitáhrif sem eiga sér stað inni á meðferðarstofn- unum, þessi neikvæðu áhrif, sam- skiptin, jafnvel þótt það sé fullorðið fólk sem reynir að hafa eftirlit, þá ná menn aldrei utan um það. Börnin geta orðið fyrir ofbeldi, illri meðferð af sínum jafningahópi og jafnöldrum. Trú manna á stofnanameðferð í dag er mjög lítil almennt, og því úrræði er ekki beitt nema í algjörri neyð. En á þeim tíma sem Jón Gnarr er að alast upp hafa menn mikla trú á þessu, að senda börnin í sveit þar sem þau fá frið og ró til að stunda sitt nám og komast frá sollinum í borginni.“ Á tímabilinu sem um ræðir sinnti Bragi starfi félagsmálastjóra í Kópa- vogi. „Þar komu mörg mál inn á mitt hans Sprella, og ég er að verða fimmtugur, sem ég fattaði – auðvitað var verið að misnota hann inni í þessari kennaraíbúð.“ Fór illa fyrir mörgum Jón tók viðtöl og talaði við skóla- félagana í undirbúningi fyrir bókina. „Ég talaði við konu sem var þarna með mér, henni hefur gengið ágætlega að vinna sig frá þessu. Bróðir hennar sem er tveimur árum yngri, hún segir að hann muni aldrei jafna sig. Purrkur, herbergisfélaginn sem ég segi frá í bókinni, fyrirfór sér. Hann gekk í sjóinn við JL húsið – synti bara út. Það veit enginn af hverju. Það eru margir sem eru dánir. Maður þyrfti að tala við aðstandendur til að vita hvernig dauða þeirra bar að. En ég veit um nokkra sem hafa fyrirfarið sér eða hafa komið sér upp sjálfseyðandi lífsstíl – þá í fíkn og í umhyggjuleysi fyrir sjálfum sér. Ég veit ekki um Sprella, en mér skilst að hann sé útigangs maður einhvers staðar í Evrópu. Það er enginn sem veit hvar hann er. Nokkrir eru í fang- elsi. En síðan eru nokkrir sem hafa plummað sig ágætlega, eins og ég. Enda lenti ég ekkert í því versta sem viðgekkst. Ég naut einhvers konar friðhelgi, því ég var skemmtilegur,“ útskýrir Jón og heldur áfram. „Eins og persóna í bókinni, Gaddi, sem öllum stóð stuggur af, hann gat alltaf vaðið í þig – og það skipti hann ekkert máli hver þú varst. En mér stóð aldrei stuggur af honum, honum líkaði vel við mig eða eitt- hvað. Svo skrýtið, því ég var svo óvenjulegur. En ég held að allir sem voru þarna, að minnsta kosti á meðan ég var þarna, beri einhver sár hversu greinileg sem þau eru.“ Núna, þegar bókin er að koma út, vonast Jón til þess að verða frjáls. „Svo er þetta eins og ákveðin leið fyrir mig að yfirvinna þetta, að Jón Gunnar er ekki til lengur, hann er dáinn. Og ég er ekki hann. Ég er Jón Gnarr. Þannig að ég hef getað fjarlægt mig frá honum, en ég lofaði honum að ég myndi segja frá þessu. Ég vonast til þess að þegar bókin kemur út og svona, þá verði ég frjáls. Off the hook. Þá geti ég snúið mér að öðru.“ Börnum í vanda var hrúgað inn í heimavistarskóla Íslensku heimavistar- skólarnir eru ekkert frábrugðnir þeim bresku til dæmis og það liggur fyrir mikið efni um það ofbeldi sem þar viðgekkst. Bragi Guðbrandsson borð þar sem var verið að fjalla um börn með vanda, hegðunarvanda og annað slíkt. Svo börn sem bjuggu við mikla erfiðleika heima fyrir og þurftu einhver úrræði. Ég man alveg að þetta var rætt við foreldra á þessum tíma, sem leituðu ráðgjafar hjá félagsþjónustunni og hjá barna- verndinni, um það hvernig ætti að takast á við hegðunarvanda þessara barna. Ég man eftir því að það var farið yfir þessi mál með foreldr- unum, og ákveðnir valkostir teikn- aðir upp – hvaða leiðir var hægt að fara. Þá voru heimavistarskólarnir ákveðinn valkostur.“ Ekki barnaverndarúrræði Bragi segir heimavistarskólana ekki beinlínis hafa verið barnaverndar- úrræði. „Þó kann vel að vera að í ein- hverjum tilvikum hafi barnaverndin mælt með því við foreldra eða for- ráðamenn, en barnaverndin hafði engin formleg yfirráð yfir því hverjir færu í þessa heimavistarskóla úti á landi. Þess vegna höfum við ekkert yfirlit yfir það hvernig samsetningin var eða hversu margir voru í þessum skólum. En við þekktum mál barna sem höfðu verið í svona skólum, ég man eftir að hafa fengið inn á mitt borð mál þar sem barn hafði orðið fyrir mjög illri meðferð og ofbeldi í slíkum skóla.“ Bragi segir að annað sem hafi spilað inn í var að margir þessara skóla sem um ræðir hafi átt í vök að verjast. „Þeir voru reknir af ríkinu, á tímum þar sem miklir fólksflutn- ingar voru úr dreifbýli í þéttbýli. Til þess að halda þessum skólum gang- andi þurftu þessir heimavistarskólar úti á landi hreinlega á börnunum úr Reykjavík að halda. Þess vegna var oft mjög auðvelt að koma börnum fyrir og það þurfti mikið til að þeim væri vikið úr skóla. Þetta voru oft börn sem fúnkeruðu illa í borgar- samfélaginu, voru að mati foreldr- anna komin á glapstigu, áttu erfitt með að aðlagast sínum hverfisskóla og þar fram eftir götunum. Þá var þetta álitin lausn fyrir þessi börn, að senda þau á heimavistarskóla eins og Núp í Dýrafirði.“ Engin meðvitund um ofbeldi „Í þessum skólum söfnuðust oft saman krakkar sem áttu við gríðar- leg vandamál að stríða. Þessi börn voru að koma af erfiðum heimilum og annað þess háttar. Stundum var þetta líka neysluvandi og vandi unglinganna sjálfa. Þetta er fyrir tíð meðferðar í eiginlegum skilningi, meðferðarstofnanirnar sem þá voru til voru í raun og veru eins konar enduruppeldisstofnanir.“ Á þessu tímabili, upp úr 1980, var félagslegt umhverfi allt annað en er í dag. „Meðvitund manna um ofbeldi og einelti barna hvers gegn öðru og ég tala nú ekki um hluti eins og kynferðislegt ofbeldi, það var algjör afneitun á því og það var aldrei rætt. Eineltishugtakið var ekki til einu sinni. Við þurfum að átta okkur á þegar við fjöllum um þetta að það var miklu takmarkaðri skilningur á kjörum og líðan barna og hug- myndir um rétt barnsins voru allt aðrar og minni en í dag.“ Hann segir að svona nokkuð myndi sem betur fer ekki koma upp með sama hætti í dag. „Núna er ekkert hægt að vista börn utan heimilis nema það fari í gegnum Barnaverndar stofu og -nefndir. Þessir sveitaskólar eru alveg búnir, að vísu eru börn í fóstri um landið og þau ganga í sína hverfisskóla en þau búa þá hjá fjölskyldu sem heldur utan um þau og fylgist með þeim. Það gerir barnavernd líka og í einhverjum tilvikum kynforeldr- arnir að einhverju leyti líka. Það er allt annar og betri skilningur á réttindum barna, þekking á meðal kennara, starfsliði skólanna vítt og breitt um landið. Þetta fyrirkomulag sem þarna ríkti, að hrúga börnum í vanda inn í heimavistarskóla – það er gjörsamlega liðin tíð. Sem betur fer.“ 117 hafa gert það. Ég laumaðist svo reglulega á felustaðinn, náði mér í eina og fór niður í Smók. Allar sígarettur voru síðasta sígarettan mín. Fólk gat ekki einu sinni fengið smók hjá mér. Þessi sunnudagur var ekkert öðruvísi. Ég losaði gólffjölina, náði mér í eina sígarettu, opnaði dyrnar og ætlaði niður í Smók. Um leið og ég kom fram á gang fann ég að andrúmsloftið var rafmagnað. Það var eitthvað í gangi. Óvenjumargir strákar voru á ganginum. Þeir hvísluðust á flissandi og laumulegir. Ég leit framan í einn og úr andliti hans skein einhver áður óþekkt gleði og spenna. Það var engu líkara en kominn væri sirkus á Núp. Það var allavega eitthvað ofboðslega skemmtilegt og óvænt í gangi. Eitthvað sem allir hefðu áhuga á. Ég hikaði. – Hvað? Hvað er í gangi?Strákarnir litu hver á annan og flissuðu. Villi, sem var í þarnæsta herbergi við mig, labbaði til mín og hvíslaði lágt: – Varstu ekki bú- inn að heyra það? Villi brosti spenntur og klemmdi saman varirnar.– Hvað? Ég horfði á hina strákana í kringum mig Hvað var eiginlega í gangi á Núpi þar sem aldrei gerðist neitt? Hvað var svona stórkost- legt? Var kannski komin hljómsveit á svæðið? Voru Utangarðsmenn mættir? Sat Bubbi Morthens kannski niðri í matsal að drekka kaffi? – Hvað? Ég krafðist svara. – Varstu í alvöru ekki búinn að frétta það?!– Neihh, hvað? Hvað er í gangi?Ég var að springa úr forvitni og spennu.– Lena á afmæli, hvíslaði Villi lágt í eyrað á mér á milli herptra varanna. Ég horfði í augun á honum.– Og? Hann hallaði sér aftur upp að eyranu á mér.– Það eru allir að ríða henni til hamingju með afmælið.– Í alvörunni? Ég hvíslaði ósjálfrátt. Utlaginn.indd 117 116 Stundu m geras t óvæn tir hlutir sem breyt a lífi mann s. Atvik se m marka ma nn fyrir lí fstíð. Afm æli Lenu v ar eitt þeir ra. Það er sagt að heilinn ha fi þann hæ fileika að geta látið mann gley ma öllu h ræði- legu. En s umt er svo hræðilegt að maður getur ekk i gleymt þ ví. Það var su nnudagur og ég var inni í her berginu m ínu. Ég lá uppi í rúmi og var að lesa . Þannig v ar það yfir leitt þegar ekki var s kóli. Þá hékk ég að allega inn i í herberg inu mínu og las en s krapp þó annað slagið inn í Smók t il að fá m ér að reyk ja og kjaf ta við ein hverja. Þar bullað i ég eitthv að, hló að eins og fó r svo aftur inn í herb ergi að hangsa og lesa. Ég lærði f ljótt að ga nga aldrei með sígar ettupakka á mér. Þá fóru allir sjálfk rafa að sn íkja af ma nni sígare tturnar. E ins og það var nú gaman að vera með heilan síg arettupak ka og að v era þar af leiðandi dálítill kal l, var það e infaldlega of dýrt. A llir vildu f á „lánaðar “ síga r- ettur. – Geturðu lánað mé r sígarettu , Jónsi? – Uhh … Mér fanns t ég ekki g eta sagt n ei og þega r ég rétti f ólki pakka nn þá tók það jafnvel tv ær. – Eina nú na og eina í nesti. Ég gleymd i svo alltaf jafnóðum hverjum é g hafði lán að sígarett ur. Og þó að ég væri vi ljugur að lána, voru ekki allir alltaf jafn viljugir að lána m ér. Ég þót tist því al ltaf vera s ígarettulau s jafnvel þ ótt ég ætti fullt a f sígarettu m. Ég losa ði gólflist a á sökkli num undi r fata- skápnum í herbergi nu mínu o g faldi síg arettupak kana mína þar. Ég sagði ekki einu sinn i Purrki fr á því. Han n var svo samviskul aus að hann hefð i stolið pö kkunum f rá mér, se lt þá og þ rætt svo f yrir að 3.9.201 5 15:4 8 ↣ 1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r30 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.