Fréttablaðið - 17.10.2015, Síða 33
Refsiaðgerðir gegn Íran hafa verið í gildi áratugum saman
Bandaríkin
Refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran
hafa verið í gildi allt frá árinu 1979. Þær
fyrstu voru settar vegna gíslatökunnar
í Teheran það ár, en þeim aðgerðum
var svo aflétt að mestu eftir að gíslarnir voru látnir
lausir.
Bandaríkin beittu svo nýjum refsiaðgerðir gegn
Íran árið 1987 vegna „stuðnings við hryðjuverka-
menn“. Aftur voru þær hertar árið 1995 og verulega
var svo var bætt í á árunum eftir 2005. Loks voru
þær hertar mjög árið 2011. Þessar víðtæku refsiað-
gerðir lúta að kjarnorkumálum, vopnaviðskiptum,
öðrum viðskiptum, bankastarfsemi, tryggingum og
fleiri atriðum í samskiptum ríkjanna.
Sameinuðu þjóðirnar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti alls níu ályktanir um
refsiaðgerðir gegn Íran á árunum
2006 til 2013, allar vegna kjarnorku-
áætlunar Írans. Þessar refsiaðgerðir eru þær ströng-
ustu sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt gegn
nokkru ríki. Þær snúast meðal annars um vopnasölu-
bann, eignafrystingu og eftirlit af ýmsu tagi.
Evrópusambandið
Evrópusambandið hefur verið með víð-
tækar refsiaðgerðir í gildi gagnvart Íran frá
árinu 2007. Þær lúta að kjarnorkumálum,
vopnaviðskiptum, bankaviðskiptum og fleiri atriðum.
2013
Hassan Rúhani
tekur við forseta-
embætti Írans.
Hann einsetur sér
að ná samningum
við Bandaríkin og
bæta samskiptin
við Vesturlönd.
2014
Bandaríkin og
Íran ná samningi
um kjarnorku-
áætlun Írans,
þrátt fyrir mikla
tortryggni á báða
bóga.
Engin lántökugjöld
við fyrstu kaup
Við komum til móts við þá sem eru að kaupa
sína fyrstu fasteign og veitum þeim 100%
afslátt af lántökugjöldum. Við höfum líka
hækkað hámarksfjármögnun við fyrstu kaup
upp í allt að 85% af verði fasteignar.
Bókaðu viðtal við fjármálaráðgjafa
á arionbanki.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
1
5
-
0
6
5
4
Hófleg bjartsýni
„Við ætlum að standa við okkar hlut
í samningnum. En við erum hvorki
bjartsýn né svartsýn á framganginn. Við
ætlum að bíða og sjá til. Ef Bandaríkin
koma heiðarlega fram, þá er engu að
kvíða,“ segir Madsjíd Nili, sendiherra
Írans gagnvart Íslandi, en hann hefur
aðsetur í Ósló.
Hann segir engan ágreining uppi
meðal íranskra ráðamanna, þótt ólíkar
áherslur hafi mátt greina í orðum for-
setans Hassan Rúhani og æðsta leið-
togans Ali Khameini.
Rúhani hefur ítrekað lýst ánægju
sinni með samninginn, sem hann
átti stóran hlut í að varð að veruleika:
„Kjarnorkusamningurinn, sem er
frábært dæmi um það að „sigrast á
stríði“, ætti að boða nýja tíma og leiða
af sér jákvæða þróun með því að
koma á varanlegum friði og stöðug-
leika í heimshlutanum,“ sagði Rúhaní
til dæmis í ávarpi sínu á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna í lok september.
Ali Khameini erkiklerkur, æðsti leið-
togi Írans, hefur hins vegar varað við því
að Bandaríkin geti notfært sér þennan
samning til að grafa undan Íran.
„Ég held að hér sé enginn ágrein-
ingur,“ segir Nili. „Það sem Rúhani
forseti segir gengur í sömu átt og það
sem æðsti leiðtoginn segir. Við höfum
satt að segja ekki mjög góða reynslu
af framkomu Bandaríkjanna gagnvart
Íran. Þeir lögðu refsiaðgerðir á Íran
að óþörfu. Þeir vissu frá byrjun að við
værum ekkert að þróa kjarnorkuvopn,
og samt settu þeir refsiaðgerðir á
okkur.“
Nú hins vegar er kominn samningur
við Bandaríkin og staðan breytt. Eðli-
legt sé að Íranar eigi erfitt með að
treysta Bandaríkjunum, en samningur
hafi verið gerður og nú verði að láta á
hann reyna.
„Við erum komin á byrjunarreit.
Við eigum að láta reyna á það hvort
samningurinn stendur. En það er of
snemmt að segja til um það núna hver
reynslan verður.“
Nili segir að refsiaðgerðirnar, sem
staðið hafa yfir árum og áratugum
saman, hafi vissulega haft áhrif á Íran:
„En við skulum samt ekki halda að
þetta sé ástæða þess að við settumst
að samningaborðinu. Við höfum gengið
í gegnum þetta áður. Þegar Saddam
réðst á Íran settu flest ríki refsiaðgerðir
gegn Íran. Við höfum lifað með refsiað-
gerðum í meira en 30 ár. Og við vitum
að hægt er að aflétta refsiaðgerðum og
þá opnast nýir möguleikar á viðræðum,
efnahagssamstarfi og samstarfi um
lausnir á vandamálum í okkar heims-
hluta.“
Madsjíd Nili, sendiherra Írans, var í stuttri
heimsókn hér á landi í vikunni.
h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 33l A U g A R D A g U R 1 7 . o k T ó B e R 2 0 1 5