Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2015, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 17.10.2015, Qupperneq 38
Fríða segist ekki muna eftir því að hafa fengið einhverja sér­ staklega eftirminnilega gjöf frá vinnuveitanda sínum. Hún segir að á Tímanum hafi ekki tíðkast að gefa starfsmönnum jólagjaf­ ir. „Ég minnist þess ekki að við höfum fengið jólagjafir þegar ég var að byrja í blaðamennsku. Samstarfsmaður minn frá þeim tíma staðfestir það,“ segir Fríða og bætir við að starfsmenn hafi þó fengið jólakort undirritað af framkvæmdastjóra Tímans og formönnum f lokksins hverju sinni. „Starfsfélagi minn kunni vel að meta kortin því hann á þau enn,“ segir Fríða. „Þegar frá leið man ég að mikið var talað um að fólk fengi vínflöskur í jólagjöf frá fyrirtækj­ um. Ég verð því miður að segja að í sumum tilfellum fylgdi líka sögunni að slíkar gjafir færðu fjölskyldum ekki endilega gleði, að minnsta kosti ekki þar sem áfengisneysla var vandamál.“ Þegar Fríða er spurð hvort henni finnist að fyrirtæki ættu að gefa fallegan hlut í jólagjöf, matarkyns gjöf, peninga eða eitthvað til að njóta, eins og bók eða tónleika, svarar hún: „Það er erfitt að meta hvers konar jóla­ gjafir skapa mesta gleði, enda þiggjendurnir jafn ólíkir og þeir eru margir. Matarkörfur finnst mér alltaf skemmtilegar gjafir. Í þeim leynist eitthvað sem allir á heimilinu njóta og hafa gaman af að smakka. Það er hins vegar ótrúlega erfitt að velja hluti fyrir fólk, ekki síst núna þegar flest­ ir eiga allt, eins og sagt er. Svo finnst fólki kannski gjöfin for­ ljót. Nú síðustu ár hefur færst í vöxt, að því er mér virðist, að fyrirtæki gefi pening í formi gjafakorta. Í sumum tilfellum verður vissulega að nota kortin á ákveðnum stöðum, en í öðrum er hægt að taka út peningana og nýta þá eftir því sem best hentar hverjum og einum. Það er mjög góður kostur að mínu mati.“ Þegar Fríða er spurð um óvenjulega eða skemmtilega gjöf rifjar hún upp sögu. „Það getur vissulega verið gaman að velta fyrir sér hvað hverjum og einum kann að líka best eða verst. Ég minnist þess að einu sinni fengu starfs­ menn þar sem ég vann skál úr málmi, ekki eðalmálmi, en nokkuð skemmtilegur hlut­ ur samt. Ekki voru allir á einu máli um gripinn, samstarfskona mín fékk skál sem hún sagði að væri eins og næturgagn í laginu og gat ekki hugsað sér að hafa hana nokkurs staðar uppi við á sínu heimili. Ég sá engan veg­ inn þessa samlíkingu og endir­ inn varð sá að hún gaf mér skál­ ina sem hefur veitt mér gleði æ síðan þar sem hún stendur á borðstofuborðinu mínu. Og það sem meira var, mér fannst mín eigin skál líka býsna falleg svo þarna fékk ég tvær gjafir sem báðar glöddu mig mikið og gera enn 15 árum síðar,“ segir Fríða og bætir við að jólagjafir séu alltaf gefnar með góðu hugar­ fari. „Það skiptir máli og mér finnst því að við ættum að vera jafnþakklát fyrir gjöfina, hvort sem hún er stór eða smá,“ segir Fríða sem nýtur lífsins á Flórída þessa dagana. Fengu jólakort frá formanni Framsóknarflokksins Fríða Björnsdóttir starfaði um áratugaskeið sem blaðamaður, lengst á Tímanum. Hún er ekki óvön því að skrifa um allt milli himins og jarðar tengt jólum. Fríða hefur gaman af fallegum hlutum og því var ekki úr vegi að spyrja hana út í jólagjafir vinnuveitenda. Fríða er nú í fríi á Flórída þar sem hún hefur tvívegis haldið jól. Hún segist alltaf kaupa eitthvert jóladót þegar hún fer til útlanda. „Í Ameríku förum við á bílskúrssölur þar sem þessi sæti karl varð á vegi mínum, ekki kókakólasveinninn heldur bláklæddur, líklega að hætti rétttrúnaðarkirkjunnar.“ MYND/EINKASAFN Gefðu möguleika Þú færð gjafakortið á þjónustuborði Smáralindar eða á smaralind.is Kynning − auglýsingFyrirtækjagjafir 17. október 2015 LAUGArDAGUr2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.