Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 40
“Gott er að velja gjafir sem koma að notum,“ segir Vaka. Það getur verið afar dýrmætt að gefa fólki meiri tíma með fjölskyldunni og oft mun betri jólagjöf en eitthvað í pakka. Vaka Ágústsdóttir vinnusálfræðingur Að gefa jólagjafir er val fyrirtækja en ekki eitt­hvað sem þau verða að gera. Hins vegar er þetta viss leið fyrir fyrirtækin að láta starfs­ menn sína vita að þeir eru metn­ ir að verðleikum. Þetta vinar­ bragð og hlýhugur í garð starfs­ fólksins getur styrkt sambandið milli þeirra og vinnuveitenda,“ segir Vaka, sem er formaður Vinnusálfræðingafélags Íslands og starfar sjálf á mannauðssviði LS Retail. Hún segir að ýmsu að huga þegar velja á jólagjöf handa stórum hópi fólks. „Þannig þarf fyrst að skoða kúltúrinn og hvernig starfsmannahópur­ inn er samsettur,“ segir Vaka en nokkur munur er á að velja gjafir fyrir fámennan starfsmannahóp eða fjölmennt fyrirtæki. „Gott er að velja gjafir sem koma að notum,“ segir Vaka og bendir á að sum fyrirtæki velji jólagjafir sem tengjast stefnu fyrir tækisins. „Þannig gæti fyrir tæki í nýsköpun valið gjöf í þeim anda.“ Upplýsingaflæðið mikilvægt Vaka er á þeirri skoðun að gjafir ættu að vera hófstilltar. „Fyrir­ tæki ættu ekki að gefa gjafir um­ fram getu en í takti við rekst­ ur fyrirtækisins. Ef illa gengur þarf að draga úr umfangi gjaf­ anna en síðan er hægt að gefa í ef vel árar. Umfram allt þarf að upplýsa starfsmenn um hvað sé í vændum til að væntingarn­ ar séu ekki óraunhæfar,“ segir Vaka. Það sama eigi við ef fyrir­ tæki ákveði að gefa til góðgerð­ armála í stað þess að gefa gjaf­ ir til starfsmanna. „Upplýsinga­ flæðið er mikilvægt.“ Tími með fjölskyldunni Va ka segir sum f y rirtæk i bregða á það ráð að gefa starfs­ mönnum frí milli jóla og nýárs í stað jólagjafa. „Það getur verið afar dýrmætt að gefa fólki meiri tíma með fjölskyld­ unni og oft mun betri jóla­ gjöf en eitthvað í pakka,“ segir Falleg hefð sem sýnir hlýhug vinnuveitenda í garð starfsmanna Sú hefð er algeng hér á landi að fyrirtæki gefi starfsmönnum sínum jólagjafir. Vaka Ágústsdóttir vinnusálfræðingur telur að slíkar gjafir ættu að vera hófstilltar. Þá geti frídagar í kringum jólin einnig verið hinar bestu jólagjafir. Vaka. Hún segir önnur fyrir­ tæki gefa starfsmönnum frídag í aðdraganda jóla sem einnig sé vel metið. Mórallinn er ársverkefni En hafa gjafirnar jákvæð áhrif á móralinn í fyrirtækinu? „Ekki einar og sér. Ef það er slæmur mórall í fyrirtækinu kemur gjöf ekki til með að breyta því. Miklu meiri vinna liggur að baki því að byggja upp samstöðu, traust og virðingu á meðal starfsfólks og nær yfir mun lengri tíma en jólin. Hins vegar geta gjafirnar haft áhrif á sýn fólks á fyrirtæk­ ið til skamms tíma.“ Margt annað hægt að gera Alls ekki öll fyrirtæki hafa ráð á því að gefa starfsmönnum jóla­ gjafir. Vaka segir þó að ýmis­ legt annað sé hægt að gera sem ekki kosti mikið. „Til dæmis má skipuleggja einhverjar góðar gæðastundir sem sýna starfs­ mönnum hlýhug í þeirra garð.“ FACEBOOK.COM/KRINGLAN.ISKRINGLAN.IS Gjafakort Kringlunnar er gjöf af öllu hjarta. Þú færð kortið á þjónustuborði á 1. hæð við Hagkaup eða á kringlan.is PI PA R \ TB W A • S ÍA GJÖF AF ÖLLU HJARTA Kynning − auglýsing 17. október 2015 LAUGArDAGUr4 Fyrirtækjagjafir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.