Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 46

Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 46
Fólk| helgin andi gömlu daganna „Mér sýnist seventís-tískan og hippastíll- inn vera að snúa aftur því það er tölu- verð eftirspurn eftir jukkum og pálmum.“ Kristinn eða Kiddi í Blómavali eins og hann er alltaf kall-aður, fagnar 45 ára afmæli verslunarinnar um helgina. Kiddi man tímana tvenna í blómasölu og rifjar upp hvernig tískan fer í hringi. „Þegar ég byrjaði í Blóma- vali voru flestir gluggar borgar- innar hlaðnir blómapottum. Svo kom tími minimalisma og blómin hurfu. Mér sýnist seventís-tískan og hippastíllinn vera að snúa aftur því það er töluverð eftirspurn eftir jukkum og pálmum. Grænar plöntur hreinsa loftið og gefa frá sér súrefni svo það er gott að hafa þær í kringum sig,“ segir hann. FólK spyr um apana Þegar Kiddi byrjaði í Blómavali var verslunin í gróðurhúsi í Sigtúni. Eigendurnir voru bræðurnir Bjarni og Kolbeinn Finnssynir. Þeir voru rétt rúmlega tvítugir þegar þeir keyptu reksturinn. „Blómaval varð fljótt viðkomustaður fjölskyldna um helgar, enda var margt að sjá. Aparnir, sem margir muna eftir, drógu fólk að og sömuleiðis páfa- gaukarnir. Kobbi páfagaukur hefur átt heimili í Blómavali í 20 ár og gestir hafa alltaf gaman af því að heilsa upp á hann. Fólk kemur enn til okkar og spyr um apana,“ segir Kiddi. „Verslunin stækkaði hratt á þessum árum og gestagangur var alltaf mikill. Árið 1988 var jólaland Blómavals opnað í fyrsta sinn, það fyrsta sinnar tegundar á landinu, og enn í dag er mikil áhersla lögð á að endurskapa búðina fyrir jólin,“ segir Kiddi og bætir við að þegar Kringlan opnaði hafi umhverfið breyst því helgarrúntur borgarbúa fór að beinast þangað. Bræðurnir Bjarni og Kolbeinn seldu Blómaval til Húsasmiðjunnar árið 1999. Kiddi viðurkennir að margt hafi breyst þegar eigendaskipti urðu. „Þetta var fjölskyldufyrirtæki á einum stað. Núna tengist Blóma- val Húsasmiðjum um allt land og er stærra í sniðum.“ sKreytt með Vigdísi Kiddi segist fyrst og fremst hafa haft áhuga á kaupmennsku þegar hann hóf störf hjá Blómavali á sínum tíma. „Ég hafði alltaf mikinn metnað að selja. Var ungur farinn að selja blöð og merki. Garðyrkjan var ekki endilega aðalmálið en maður gekk í öll störf, jafnt á skrif- stofunni sem í búðinni. Ég var líka kynnir á blómaskreytinga- námskeiðum. Starfið er fjölbreytt og starfsfólkið skemmtilegt, þess vegna hefur maður ílengst í þessu. Árstíðirnar skipta öllu máli í þessu starfi. Eftir hrunið 2008 varð gríð- arlegum áhugi á mat- og krydd- jurtum sem er enn til staðar,“ segir Kiddi sem lengi vann með Vigdísi Hauksdóttur alþingismanni en hún starfaði við blómaskreytingar í Blómavali. „Það var stormasamt og skemmtilegt að vinna með Vig- dísi. Hún hefur verið með okkur á jólaskreytinganámskeiðum og ég vona að hún verði aftur núna fyrir jólin. Þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl. Það eru þó nær ein- göngu konur sem mæta. Íslensk- um karlmönnum finnst blóm vera kvenlæg fyrirbæri. Þeir eru eftir- bátar frænda okkur í Skandinavíu að þessu leyti. Þar þykir sjálfsagt að karlmenn kaupi blóm fyrir heimilið á meðan þeir íslensku kaupa eingöngu blóm til gjafa. Á námskeiðinu setjum við línurnar í litum og tísku fyrir jólin. Hjá mér eru samt jólin alltaf rauð, græn og gyllt. Blómafólk er frekar íhalds- samt í jólalitunum. Allt bendir til þess að horft verði til gömlu daganna á komandi jólum. Þetta verða gamaldags jól.“ grænir Fingur Þegar Kiddi er spurður hvort hann hafi græna fingur, svarar hann því játandi. „Ég hef gaman af því að rækta landið í kringum sumarbú- staðinn minn. Hann er staðsettur í Munaðarnesi í Borgarfirðinum en þar er gríðarlega fallegt landslag.“ Kiddi fæddist á Ísafirði og ólst þar upp. Hann flutti til Reykja- víkur til að stunda háskólanám og settist að í Laugarnesi þar sem hann býr enn. Kiddi á þrjú upp- komin börn og fimm barnabörn. Kona hans er Ragna Dóra Rúnars- dóttir hjúkrunarfræðingur. Hann var lengi formaður íþróttafélags- ins Þróttar og hefur unnið mikið með félaginu. Núna situr hann í sóknarnefnd Laugarneskirkju. „Ég er áhugamaður um andleg málefni og mannrækt,“ segir hann. Kiddi er sömuleiðis mikill áhugamaður um útivist og hreyfingu. Eftir afmælishelgina fer starfs- fólkið í Blómavali síðan í jólaskap en versluninni er umturnað á þessum árstíma þegar jólalandið fer í gang með tilheyrandi jóla- anda. n elin@365.is með blómum í 32 ár aFmæli Kristinn Einarsson starfaði sem félagsfræðikennari í Mennta­ skólanum í Reykjavík þegar hann sótti um aukavinnu hjá Blómavali í Sigtúni árið 1983. Kennslan var fljótt sett til hliðar því blómin tóku völdin og í dag er Kristinn framkvæmdastjóri Blómavals, sem heldur upp á 45 ára afmæli. með græna Fingur kiddi í Blóma- vali fagnar því um helgina að 45 ár eru frá því versl- unin var opnuð í Sigtúni. Sjálfur er hann búinn að vinna í versluninni í 32 ár. MYND/STEFÁN FÁRÁNLEGA FLOTTUR PAKKI FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT á 365.is 365.is Sími 1817 Með Skemmtipakkanum fylgja sex sjónvarpsstöðvar. Spennandi íslenskir og erlendir þættir, kvikmyndir og vandað talsett barnaefni. Að auki fá áskrifendur internet, heimasíma, Stöð 2 Maraþon og aðild að Vild.* SKEMMTIPAKKINN Aðeins 310 kr. á dag *20 GB í interneti og 100 mín. í heimasíma á 0 kr. Greitt er 9,7 kr. upphafsgjald þegar hringt er úr heimasíma. Nánari upplýsingar á 365.is Með því að greiða 1.990 kr. aukalega færðu endalaust tal og 1 GB í GSM. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.