Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 48

Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 48
Fólk| helgin Bílabúð Benna er einn öflugasti sölu- og þjón-ustuaðili á sviði hjólbarða á Íslandi. Þar finna viðskipta- vinir einhverja breiðustu línu af hjólbörðum sem völ er á, allt frá þeim allra minnstu og upp í stærðir fyrir stærstu vörubíla og hjólaskóflur. Þetta eru dekk frá mörgum af þekktustu framleið- endum í heimi, s.s. Toyo, Pirelli, BFGoodrich, Maxxis og Inter- state ásamt fjölmörgum öðrum. Veturinn kemur með hVelli Það hefur loðað við Íslendinga að taka allt með áhlaupi og helst að bíða fram á síðasta dag með að ganga í verkin. „Við þekkjum þetta vel í dekkjabransanum og þar hafa lög og reglugerðir líka átt hlut að máli. Þetta hefur undantekningarlaust leitt til þess að mikil örtröð hefur myndast á hjólbarðaverkstæðum þegar veturinn kemur með hvelli, sem hann jú gerir alltaf á Íslandi, en virðist alltaf koma landanum jafn mikið á óvart,“ segir Sigurður Hallmann Ísleifsson, sölustjóri í Hjólbarðadeild Bílabúðar Benna. galdurinn liggur í gúmmíinu „Toyo harðskeljadekkin eru ein- stök enda hafa þau slegið í gegn hjá Íslendingum. Dekkin eru eins og sniðin fyrir íslenska veturinn en gúmmíið í þeim er blandað með grimmsterkum brotum úr valhnetuskel, sem er eitt sterk- asta náttúrulega efni heims, og í það er blandað sílikonefni sem heldur gúmmíinu mjúku, jafnvel í hörkufrosti. Við viljum meina að með Toyo harðskeljadekkjum slái ökumenn þrjár flugur í einu höggi; fái meira öryggi við sí- breytileg akstursskilyrði, spæni ekki upp úr malbikinu og losi sig við naglaglamrið.“ Strax undir Bílinn „Nú getum við með góðri sam- visku hvatt fólk til að mæta með bílinn strax. Þegar nagladekkin voru hvað vinsælust var lítið svigrúm til að hnika til álagstím- unum á hjólbarðaverkstæðunum. Toyo harðskeljadekkin okkar hafa gjörbreytt þeirri stöðu og gefið okkur tækifæri til að stýra álaginu betur á hjólbarðaverk- stæðum,“ segir Sigurður. Fólk, sem áður hélt sig við nagladekk, þarf ekki lengur að binda sig við lögbundnar dagsetningar til að koma með bílana í dekkjaskipti. „Viðskiptavinir okkar eru ekki lengur eins háðir nöglum, enda er vetrargrip Toyo harðskelja- dekkjanna frábært. Þeir búa sig undir veturinn með lengri fyrir- vara og mæta með bílinn strax í dekkjaskipti og sleppa við langar biðraðir. Þetta er því til þæginda- auka fyrir alla,“ segir Sigurður. Bílabúð Benna rekur fimm hjólbarðaverkstæði á suðvestur- horni landsins undir nafninu Nesdekk og er með söluaðila út um allt land. „Þar er kappkostað að veita bestu þjónustu og ráð- gjöf við dekkjaval sem völ er á. Lögð er áhersla á vönduð vinnu- brögð og málin afgreidd fljótt og vel enda starfar hjá Bílabúð Benna og Nesdekki starfsfólk með áratuga reynslu í hjólbarða- þjónustu.“ Nánari upplýsingar má finna á benni.is og nesdekk.is. nú er hægt að Skipta Strax BílaBúð Benna kYnnir Algengara er orðið að fólk láti setja vetrardekkin undir með góðum fyrirvara og eiga Toyo harðskelja- dekkin þar stóran hlut að máli. Bílabúð Benna rekur fimm hjólbarðaverkstæði undir nafninu Nesdekk á höfuðborgarsvæðinu. engar Biðraðir ,,Við hvetjum fólk til að láta okkur setja réttu vetrardekkin undir bílana sína tímanlega og losna þannig við bið- raðir,“ segir Sigurður Hallmann Ísleifsson, sölustjóri í hjólbarðadeild Bílabúðar Benna. MYND/GVA íbúð Erlings og sambýliskonu hans, Dóru Jónu Jónatans-dóttur, er gömul verksmiðja sem búið er að gera upp í íbúðir og vinnustofur. „Við höfum búið hér í fimm ár og það er æðislegt enda erum við með Elliðaárnar fyrir framan stofugluggann,“ segir Erlingur. Það var lengi gamall draumur hans að vera með eigin sýningar- sal og nýlega lét hann verða af því að breyta hluta íbúðarinn- ar í sal sem hann kallar Gallerí Kænuvog. Salurinn var vígður í gær með samsýningu 12 lista- manna sem kalla sig Vogandi. „Flestir í hópnum eru vinir mínir en nafnið kom út frá því að við vorum að leika okkur með orð sem tengjast voginum. Þá er þetta einnig líkingamál, okkur finnst vogandi að láta vaða,“ segir Erlingur en fjölbreytileikinn verður mikill á sýningunni, enda listformin ólík. „Þarna verða ljós- myndir, vefnaður, grafík, málverk og skúlptúrar.“ Sjálfur verður Erlingur með verk sem hann hefur unnið að síðastliðið ár og er úr nýrri seríu sem hann kallar Laut. „Ég hef unnið við náttúruna í gegnum tíðina en í þessum nýju verkum hef ég færst aðeins nær henni. Laut hefur tvíþætta merkingu, annars vegar sem áningarstaður þar sem göngufólk hvílir lúin bein, og hins vegar að lúta nátt- úrunni,“ segir Erlingur sem hefur gerbreytt um stíl í sínum nýjustu verkum. „Ég flutti til Gotlands í Sví- þjóð í eitt ár í fyrra. Þar flutti ég í hlöðu á austurströnd eyjarinnar, settist niður og beið eftir að and- inn kæmi yfir mig. Í stuttu máli hef ég kúvent í stíl og serían Laut er ekkert í líkingu við neitt sem ég hef gert áður.“ Samsýningin stendur aðeins þessa helgi en opið er í dag og á morgun frá 14 til 17. Hvert er svo framhaldið? „Á milli sýninga mun ég að nýta salinn sem vinnustofu,“ segir Erlingur sem ætlar að vera með helgarsýningar í salnum reglu- lega. „Það er fyrirbæri sem ég var með á vinnustofu á Akureyri og hentar mjög vel. Þeir sem koma á svona sýningar mæta yfirleitt á opnun eða tvo til þrjá dagana á eftir,“ segir hann og býður alla velkomna á sýningu Vogandi um helgina. Sýningar- Salur á heimilinu gallerí kænuVogur Myndlistarmaðurinn Erlingur Valgarðsson lét gamlan draum rætast og útbjó sýningarsal á heimili sínu í Súðarvogi. Salur- inn var vígður í gær með samsýningu Vogandi. liStamaður Erlingur með eitt af verkum sínum. Samsýning Vogandi í Galleríi kænuvogi í Súðarvogi 48 verður opin laugardag og sunnudag frá klukkan 14 til 17. MYND/GVA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.