Fréttablaðið - 17.10.2015, Qupperneq 50
| AtvinnA | 17. október 2015 LAUGARDAGUR2
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
FJÁRVAKUR
Icelandair Shared Services • Icelandairhúsinu
Reykjavíkurflugvelli • 101 Reykjavík
Sími: 5050 250 • �arvakur@�arvakur.is
Spennandi
störf hjá
Fjárvakri
Starfssvið
• Færsla, afstemmingar og
úrvinnsla bókhalds
• Lánardrottnaafstemmingar
• Reikningagerð
• Samskipti við viðskiptamenn
• Önnur tilfallandi verkefni innan
�ármálaþjónustu
Hæfniskröfur
• Reynsla og þekking á bókhaldi
• Þjónustulund og færni
í samskiptum
• Sjálfstæð, öguð og nákvæm
vinnubrögð
• Talnaglöggur einstaklingur
með góða Excel kunnáttu
FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA LAUNADEILD
Umsóknir
Umsóknir skal fylla út á heimasíðu
Fjárvakurs �arvakur.is undir Laus störf.
Umsóknarfrestur er til 26. október n.k. og
æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst. Öllum umsóknum er svarað og
farið er með þær sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri
Fjárvakurs, Halldóra Katla Guðmundsdóttir,
halldorag@�arvakur.is.
Fjárvakur er dótturfyrirtæki Icelandair Group og hefur sérhæft sig í umsjón
�ármála fyrir meðalstór og stór fyrirtæki frá árinu 2002. Hjá fyrirtækinu
starfa um 120 manns, á Íslandi og í Eistlandi, sem búa yfir áralangri reynslu á
sviði �ármálaþjónustu. Fjárvakur leitast við að ráða til sín og hafa í sínum
röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum.
Áhersla er lögð á gott starfsumhverfi, starfsánægju og starfsþróun.
Starfssvið
• Undirbúningur og skráning launa
• Samlestur og leiðrétting í launaprufu
• Skil og frágangur launagagna
• Upplýsingagjöf til viðskiptavina
• Útgáfa á ýmsum vottorðum
• Móttaka og a�ending skattkorta
• Aðstoð við kjarasamninga og túlkun þeirra
• Aðstoð við gerð ráðningar-
og starfslokasamninga
Hæfniskröfur
• Reynsla af launavinnslu æskileg
• Reynsla af H3 Launum og
H3 Mannauði kostur
• Þjónustulund og færni í samskiptum
• Sjálfstæð, öguð og
nákvæm vinnubrögð
• Talnaglöggur einstaklingur með góða
Excel kunnáttu
Laus störf til umsóknar tilheyra viðskiptabókhaldi og
gagnavinnslu sem eru deildir innan �ármálaþjónustu
Fjárvakurs. Fjármálaþjónusta sér um verkferla sem
tilheyra �ármálasviði viðskiptavina, allt frá móttöku
reikninga frá birgjum og reikningagerðar, til uppgjörs og
ársreikninga. Áhersla er lögð á að veita viðskiptavinum
framúrskarandi þjónustu með fagmennsku, áreiðanleika,
öflugum lausnum og skilvirkum ferlum.
Starf launafulltrúa er laust til umsóknar hjá launadeild
Fjárvakurs. Launadeild sér um launavinnslu og launatengda
þjónustu fyrir viðskiptavini, auk þess að bjóða upp á aðgang
að mannauðskerfi og vakta- og viðverukerfi. Launamenn í
þjónustu hjá Fjárvakri eru yfir 6.000 talsins og dreifast á um
30 stéttarfélög. Nákvæmir útreikningar, tímanleg a�ending
og örugg meðhöndlun trúnaðarupplýsinga eru lykilatriði sem
höfð eru að leiðarljósi.