Fréttablaðið - 17.10.2015, Page 82

Fréttablaðið - 17.10.2015, Page 82
Fólk| helgin Skemmtilegur markaður níu net­verslana verður í Þróttaraheimil­inu í dag á milli tólf og fimm. Elva Rósa Skúladóttir hjá versluninni Esju Dekor segir þetta vera flott tækifæri til að sjá mikið af fallegri og skemmti­ legri hönnun á sama stað. „Það voru stelpurnar hjá Mena, þær Margrét Ólöf Ólafsdóttir og Guðrún Marta Jóhanns­ dóttir, sem áttu frumkvæðið að þessum markaði núna og komu með hugmynd­ ina að honum. Við í Esju Dekor eru bún­ ar að vera með svona markaði nokkuð oft. Þar sem við erum bara vefverslun finnst okkur nauðsynlegt að leyfa við­ skiptavinum okkar að sjá vörurnar og koma aðeins við þær. Á markaðnum Börn, heimili og hönnun í dag verður gaman að sjá svona margar netverslan­ ir á sama stað. Þetta verður æðislegur markaður fyrir þá sem eru að leita að einhverju á börnin sín eða í herbergin þeirra og þetta eru allt verslanir sem eru að selja hönnun og gæðavörur,“ segir Elva Rósa. Mikið fjör Elva Rósa segist búast við mörgum á markaðinn í dag enda hafa yfir þúsund manns skráð sig á viðburðinn á Face­ book. „Á þessum mörkuðum hjá okkur hefur alltaf verið brjálað að gera. Það hafa aldrei áður verið svona margar verslanir saman með markað þannig að þetta verður eitthvað fjör.“ Elva Rósa og systir hennar, Sigrún Kristín Skúladóttir, eiga verslunina Esju Dekor saman. Elva Rósa hafði unnið að hönnun í mörg ár áður en búðin var sett á laggirnar. „Ég hafði aðallega verið í fatahönnun en áhuginn leitaði alltaf meira og meira í innan­ hússhönnun og það endaði með því að ég fór í nám í því. Í kjölfarið opnuðum við búðina og við höfum líka verið með innanhússráðgjöf samhliða henni.“ Að mörgu er að hyggja við stofnun og rekstur netverslunar og segir Elva Rósa eigendur netverslananna níu sem taka þátt í markaðnum vera dug­ lega við að hittast og ræða málin. „Þó að við séum í samkeppni erum við mikið að hittast og spjalla og gefa hver annarri ráð og aðstoða frekar en hitt. Við höfum líka sameiginlegt áhugasvið, enda eru flestar eða allar búðirnar á markaðnum með vörur sem tengjast börnum og heimili. Þetta samráð okkar hefur reynst vel og við elskum að kynn­ ast fleiri verslunareigendum,“ segir Elva Rósa. flottur Markaður Mikið uM að vera Níu netverslanir halda sameiginlegan markað í dag. Vörur fyrir börn og heimili verða í aðalhlutverki og er búist við fjölmenni. Skipuleggjendur Þær Sigrún kristín Skúladóttir, Sigríður ólafsson, Elva Rósa Skúladóttir og Margrét ólöf ólafsdóttir eru á meðal skipuleggjenda markaðarins. MYND/STEFÁN fyrir börn og heiMili Vörurnar á markaðnum í dag eru aðallega fyrir heimilið og börnin. #BYLGJANBYLGJAN989 HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER HAPPY HOUR ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR SIGGI HLÖ ER Í LOFTINU MILLI KL. 16:00 - 18:30LAUGARDAG Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.