Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 88

Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 88
Hefðbundinn leynivina-leikur gengur út á það að starfsmenn eru sett- ir í pott og tveir og tveir dregn- ir saman. Þeir eiga að gefa hvor öðrum gjöf eða gjafir eða sýna annars konar vinarhót. Leik- urinn getur staðið yfir í lengri eða skemmri tíma. Sumir velja að hafa aðeins eina gjöf en aðrir láta leikinn standa yfir í nokkra daga og er þá miðað við eina gjöf eða uppákomu á dag. Mikilvægt er að láta ekki komast upp hver stendur á bak við gjafirnar og er gott að fá þriðja aðila til að af- henda þær. Hins vegar má alveg gefa vísbendingar um hver gæti verið að verki eða reyna að af- vegaleiða vininn. Í lokin er yfir- leitt reynt að giska á hver leyni- vinurinn er. Mikilvægt að halda sig innan rammans Yfirleitt er einhver hámarksupp- hæð ákveðin fyrir hverja gjöf eða allar leynivinagjafirnar til samans. Mikilvægt er að halda sig við þá upphæð sem ákveð- in hefur verið. Þótt sumir telji sig geta eytt meiru getur það valdið öðrum, sem hafa ekki jafn mikið á milli handanna, skömm og vanlíðan. Það gefur augaleið að það er ekkert snið- ugt að einn fái rándýra gjafa- körfu en annar súkkulaðimola svo dæmi séu nefnd. Þá getur leikurinn hæglega snúist upp í andhverfu sína. Fólk þarf að hafa val um að vera með Útgjöld fólks eru mismikil í kringum jól en hjá f lestum tekur þessi tími vel í budduna. Margir eiga nógu erfitt með að ná endum saman. Það þarf að hafa til hliðsjónar þegar efnt er til leynivinaleikja og benda á að hægt er að sýna vinahót með öðrum en efnislegum hætti. Best er að einn haldi utan um leikinn og setji skýrar reglur. Þá er mikilvægt að fólki sé gefinn kostur á að vera með eða ekki. Vissulega er skemmtilegast ef allir geta verið með en sumir hafa hreinlega ekki orku í að bæta leynivinagjafakaupum ofan á önnur innkaup fyrir jól. Þá er fólk mishugmyndaríkt og sumum hrýs hreinlega hugur við því að vera sífellt að finna upp á einhverju sniðugu. Það getur í sumum tilfellum verið ástæðan fyrir því að fólk vill ekki vera með og það ber vita- skuld að virða. Eflir tengsl á vinnustaðnum Þegar reglurnar liggja fyrir og leikurinn hefst getur hann reynst verulega ef landi fyrir starfsandann. Í leiklok er oft safnast saman yfir jólagóðgæti og giskað á hver leynivinurinn var. Þegar það liggur fyrir getur það leitt til þess að fólk kynnist nýjum vinnufélögum og jafnvel orðið til þess að efla tengsl milli hópa og deilda. Eflir vinnustaðarandann Leynivinaleikir verða sífellt algengari á aðventunni og margir vinnustaðir taka þá upp í einhverri mynd, enda brjóta þeir upp daginn og skapa eftirvæntingu og kátínu ef vel tekst til. Þeir geta þó líka valdið núningi og þá sérstaklega ef reglum er ekki fylgt. Hér eru heilræði varðandi framkvæmd leynivinaleikja ásamt nokkrum gjafahugmyndum. Yfirleitt er einhver hámarksupphæð ákveðin fyrir hverja gjöf og er mikilvægt að halda sig við hana. Þó að sumir telji sig geta eytt meiru getur það valdið öðrum, sem hafa minna á milli handanna, skömm og vanlíðan. Nokkrar gjaFahugMyNdir Það liggur misvel fyrir fólki að finna tækifærisgjaf- ir. Hér eru nokkrar hugmyndir sem koma vonandi að gagni. l Gefðu eitthvað gott í gogginn; konfekt, jólabrjóst- sykur, góðan ost, kex og sultu, gæðapylsu eða annað í þeim dúr. l Fylltu sætan jólabolla með nammi. Ekki er verra ef það er nammi sem þú veist að vininum þykir gott. l Finndu út hvaða merkingu nafn leynivinarins hefur og jafnvel fæðingardagur líka. Prentaðu út, rúllaðu upp og hnýttu með jólaslaufu. l Búðu til leynilegt netfang og sendu leynivininum brandara, jólalög, myndir, myndbönd og annað skemmtilegt. l Pakkaðu fallegum servíettum og kertum í sellófan og láttu færa leynivininum. l Gefðu vininum heimabakaðar smákökur í fallegu og eigulegu boxi. l Gefðu fallegt jólaskraut. Það er alltaf gaman að fá nýtt jólaskraut á tréð. l Gefðu jólabjór eða vínflösku. l Gefðu kakóbolla með sykurpúðum, gott take-away kaffi eða pakka af góðu tei – allt eftir smekk leyni- vinarins. Ef þú þekkir hann ekki vel er ráð að spyrja nánari samstarfsfélaga. l Gefðu hlýja vettlinga eða ullarsokka. l Ef leikurinn stendur yfir í nokkra daga er hægt að byggja upp ákveðið þema. Gefa til dæmis snyrtiveski fyrsta daginn, varalit næsta og naglalakk þriðja. Nú eða raksápu, rakvél og rakakrem ef vinurinn er karl. Kynning − auglýsing 17. októBEr 2015 LAUGArDAGUr8 Fyrirtækjagjafir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.