Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 124
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Það er eins og ég þurfi frekar að sanna mig í þessum tölvuleikja-heimi, því ég er stelpa,“ segir Melína Kolka Guðmundsdóttir, sem
er virk í tölvuleikjasenunni hér á
landi. Melína starfar hjá fyrirtækinu
Ground Zero, sem hefur verið mikil-
vægur þáttur í heimi tölvuleikja
á Íslandi, en þar geta gestir komið
og spilað leiki. Melína hefur skipu-
lagt ýmsa viðburði á þessu sviði og
vonast til þess að fá fleiri konur í
senuna.
„Ég held að stundum þori stelpur
einfaldlega ekki að kíkja inn á staði
eins og Ground Zero. Og mörgum
stelpum dettur jafnvel ekki í hug
að fara í tölvuleiki, þegar þær eru
að leita sér að einhverju skemmti-
legu til að gera. Mig langar að sýna
fram á að stelpur eiga heima í tölvu-
leikjum, alveg eins og strákar.“
Melína stendur fyrir viðburði í
dag og vonast til þess að stelpur skrái
sig til leiks. Keppt verður í leiknum
Hearthstone, sem nýtur mikilla vin-
sælda. Mótið hefst klukkan 14 og er
sextán ára aldurstakmark. „Það væri
gaman að sjá sem flestar stelpur
mæta á þetta mót því það er hell-
ingur af stelpum sem spila þennan
leik og aðra leiki hjá okkur í Ground
Zero. Þessi týpíska ímynd af „tölvu-
nörd“ er úrelt hugtak. Í dag erum við
að sjá alls konar fólk á öllum aldri
mæta á Ground Zero til okkar að
spila og það er bara frábært!”
Melína þarf þó enn að berjast
gegn staðalmyndum og lendir
stundum í leiðinlegum atvikum. Nú
á dögum er vinsælt í heimi tölvu-
leikja að spilarar sýni beint frá því
þegar þeir spila tiltekna leiki. Iðjan
er kölluð að „streama“ og hefur Mel-
ína verið virk á því sviði. „Ég er mest
með um 40 áhorfendur sem horfa á
mig spila. En iðulega fæ ég leiðin-
legar athugasemdir, menn að biðja
mig um að sýna brjóstin og svona.
Síðan lendi ég stundum í því að
hitta einhverja sem hafa horft á mig
spila í gegnum netið. Þá finna þeir
sig knúna til að segja mér að þeir
séu betri en ég og eru með einhver
skot.“ Melína lætur þetta ekki á sig
fá og heldur áfram að berjast fyrir
fjölgun kvenna í heimi tölvuleikja.
Áhugasamir geta fundið upplýsing-
ar um mót dagsins á Facebook-síðu
Ground Zero. kjartanatli@frettabladid.is
Eins og stelpur þurfi
frekar að sanna sig
Melína Kolka Guðmundsdóttir er virk í tölvuleikjasenunni.
Hún stendur fyrir viðburði í dag og vonast til að stelpur láti sjá sig.
SíðaSta Mótið
Tölvuleikjamótið í dag verður það
síðasta í Ground Zero í núverandi
húsnæði. Fyrirtækið opnaði við
Ingólfstorg árið 2002. Átta árum
síðar fluttist starfsemin á Frakka-
stíg 8, þar sem hún er enn. Þá var
tölvum fjölgað upp í 80 og starf-
semin efld.
Fyrirtækið mun nú flytjast á
Grensás veg 16 og opnar í nóvem-
ber. Eigendur staðarins eru bjart-
sýnir og jákvæðir fyrir breyting-
unum, þrátt fyrir góðar minningar
af Frakkastígnum.
VinSæl úti í hEiMi
16.000 sinnum
hefur verið
hlustað á lagið
Silhouette með
söngkonunni
Karólínu Jó-
hannsdóttur, eða
Karó. Tónlistarmaður-
inn Logi Pedro Stefánsson vann að
laginu með Karó en flestar spilanir
hefur lagið fengið erlendis.
trúði tíðindunuM
Varla
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúth-
ersson fékk inngöngu í Red Bull
Music Academy. „Ég trúði þessu
eiginlega ekki þegar ég sá þetta,“
sagði hann alsæll í viðtali við Frétta-
blaðið í vikunni.
Til gamans má
geta að Auðunn
smíðaði
textann í laginu
Strákarnir með
Emmsjé Gauta.
Vinirnir MEGa SVitna
Sigurbjörn
Ragnarsson,
bassaleikari
hljóm-
sveitarinnar
Skálmaldar,
sagði vini sína
alveg mega svitna
aðeins vegna skáldsögu sem hann
er með í smíðum. Hann segir þó
að ekki sé um sjálfsævisögu með
skáldlegu ívafi að ræða.
lífið í vikunni
10.10.2015-
16.10.2015
ÉG VElti þVí upp
hVort að ÉG ætti
EKKi bara að halda
blóMaSKrEytinGa-
náMSKEið, fyrSt Við
EruM byrjuð á
SVona náMSKEið-
uM,
sagði Vigdís Hauksdóttir,
þingkona Framsóknar-
flokksins, vegna hug-
leiðslunámskeiðs
sem haldið var í
Alþingishúsinu á
miðvikudaginn.
Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16
RÝMUM
TIL FYRIR
NÝJA TÍMA
VEGNA BREYTINGA Á VERSLUN
OKKAR Í FAXAFENI BJÓÐUM VIÐ
SÝNINGAREINTÖK OG ELDRI
GERÐIR AF ÝMSUM VÖRUM
MEÐ 20–50% AFSLÆTTI.
…… NÚ ER TÆKIFÆRIÐ ……
STILLANLEG RÚM • HEILSURÚM OG -DÝNUR • GAFLAR
SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL.
ÉG Er MESt MEð uM
40 áhorfEndur SEM
horfa á MiG Spila. En iðu-
lEGa fæ ÉG lEiðinlEGar
athuGaSEMdir, MEnn að
biðja MiG uM að Sýna
brjóStin oG SVona.
Melína Kolka vonast til þess að fá fleiri stelpur í tölvuleikjasenuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r68 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð