Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 28
dó og hugsaði að ég yrði að standa á eigin fótum og bjargaði mér gegn- um sorgina með skriftum. Þá var ég sem oftar heppin að vera einmitt að skrifa sjálfsævisögu, því það er fín lækning og þerapía í því. Ég skil vinnufíkla líka betur eftir þessa reynslu, eigi maður bágt er ekkert betra en að gleyma sér í vinnu. Það var gott að klóra í bakkann, mér lá á að sanna að ég gæti staðið ein og einsetti mér að klára þessa bók. Það tókst og ég er ánægð með hana. Þetta er góð bók, vona ég.“ Enginn vandi að segja frá eigin hörmungum Stúlka með höfuð kemur í beinu framhaldi af bókum Þórunnar um ömmu sína og móður, var það alltaf planið að þetta yrði þríleikur um þrjár kynslóðir kvenna? „Nei, það var ekki fyrr en ég skrifaði ævisögu Jakobs Frímanns Magnússonar jafnaldra míns, Með sumt á hreinu, sem í mér vaknaði löngun til að skrifa um eigið líf. Núna er sautján ára tímabili lokið, svo langt er síðan ég byrjaði að skrifa um ömmu mína sem ég hafði mjög litlar heimildir um. Vegna skorts á heimildum er mestur skáldskapur í þeirri bók, bækurnar um mömmu og mig eru meira byggðar á bréfum og nær raunveruleikanum. En skáldlega skrifaðar því maður er búinn að læra að leika sér með texta.“ Gekk það ekkert nærri þér að skrifa svona um eigið líf? „Það er „kristilegur léttir? að stunda opin- berar skriftir, léttir að segja frá hörmungum. Mér fannst til dæmis gott að segja frá því, öðrum til varn- aðar, hvernig ég lenti í geðrofi eftir að taka LSD, ég lærði heilmikið af því að fara yfir þau mörk og kom- ast til sjálfrar mín þegar mér tókst aftur að sofa og borða. Rithöfundi er dýrmæt nauðsyn að hafa lifað og lent í mörgu. Ég segi líka frá ömur- Minnkaði höfuðið og stækkaði líkamann Stúlka með höfuð, ný bók Þórunnar Jörlu Valdimarsdóttur, er þriðja og síðasta bókin í ættarsögu hennar, áður komu Stúlka með fingur og Stúlka með maga sem fjölluðu um líf ömmu hennar og mömmu. Bókin hefur valdið titringi í vissum kreðsum vegna orðróms um bersögli á ástamálum, en Þórunn segist bara reyna að vera heiðarleg og endurspegla tíðaranda sjöunda og áttunda áratugarins. S túlka með höfuð er uppvaxt-ar- og þroskasaga Þórunnar sjálfrar og það vekur athygli að líkaminn er í forgrunni. Hvers vegna valdi hún þá leið? „Þar sem nektarmynd af baki móður minnar prýddi hennar bókarkápu, Stúlku með maga, vildi ég ekki vera minni maður og dró því fram bakmynd af mér ungri við sundlaugina mína í Mexíkó. Menn eru meira en port- rett, andlit og höfuð. Líkaminn er tækið góða sem fer með höfuðið á milli staða og guð DNA ræður öllu. Hann plataði mann út í alls konar ævintýri, ástir og tilf inningar. Grunnurinn er þessi: til Þess að skilja dýrið sem við erum verðum við að skoða þróunardýrafræði mannsins og það er engin leið að greina mannskepnuna með öllum göllum, sársauka og rugli öðru- vísi en að þekkja dýrið berrassað og gangast við því. Ég er langskóla- gengin hausvera og auk þess afar höfuðstór, með Baskahöfuð sagði mér maður. Mitt var stærsta kven- höfuðið í árganginum í mennta- skóla, og eftir langt sagnfræðinám og villuáhyggjur í sagnfræðibókum var ég þar að auki komin með of stórt skynhöfuð og kalkaða hryggj- arliði. Í stað þess að festast í bækl- unarleikfimi 35 ára tókst mér með dansi í Kramhúsinu að lækna bakið, „minnka? höfuðið og gera skynjun líkamans sterka. Ég hef bæði haus og daus, gengst við því að vera með líkama, en það er nú samt svo miklu miklu meira en ástarævintýri í þess- ari bók. “ Bjargaði sér í gegnum sorgina með skriftum Þegar maður ber þessar endur- minningar saman við endurminn- ingar karlmanna af kynslóð Þór- unnar fer ekki hjá því að maður sjái stóran mun. Hér eru ekki tíundaðir intellektúal áhrifavaldar, heldur lýst þróun ungrar stúlku í gegnum upp- lifanir hennar í raunheimum. Kann Þórunn einhverja skýringu á þess- um mun? „Ég held að mínar tuttugu bækur, sérstaklega sagnfræðibæk- urnar, sýni nú alveg hver ég er sem vitsmunavera. Þetta hlýtur bara að vera eitthvert öryggisleysi í strák- unum að þurfa að láta alla vita hvað þeir eru klárir og hafa lesið margar bækur. Vissulega var svekkelsi að verða ekki doktor í sagnfræði eins og aðrir metnaðarfullir kollegar, en Eggert, maðurinn minn, vildi ekki fara í framhaldsnám erlendis eins og mig langaði. Ég lenti samt á fótunum og bjargaði mér úti á bók- menntaakrinum, hefur farnast þar vel og er þakklát fyrir alla þá styrki sem ég hef fengið til að skrifa bæk- urnar mínar.“ Eiginmaður Þórunnar til 34 ára, Eggert Þór Bernharðsson, lést svip- lega á gamlársdag í fyrra aðeins 56 ára gamall. Var hún byrjuð á bók- inni áður en hann féll frá? „Já. Ég fór til Mexíkó í sjö vikur í fyrra með Lilju systur til að rifja upp árið mitt þar 23ja ára, sem er mikilvægur æv- intýrakafli í bókinni, þannig að ég var komin vel á veg þegar Eggert dó. Ég hertist öll upp þegar hann Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Fædd 25. ágúst 1954. Nám: Sagnfræði í Lundi, Svíþjóð 1973–1974 Nám í sögu og myndlist við Instituto Allende í Mexíkó árið 1977–1978 Cand. mag-próf sagnfræði frá Háskóla Íslands 1983 Verk: Ævisögur: Af Halamiðum á Hagatorg, 1986 (ævi- saga Einars Jónssonar í Lækjarhvammi) Snorri á Húsafelli: saga frá 18. öld 1989 Sól í Norðurmýri: píslarsaga úr Austurbæ 1993 (æskusaga Megasar) Engin venjuleg kona; litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu 2000 Upp á sigurhæðir, ævisaga Matthíasar Jochumssonar 2006 Skáldsögur: Júlía, 1992 Höfuðskepnur: ástarbréfaþjónusta 1994 Alveg nóg 1997 Stúlka með fingur 1999 Hvíti skugginn 2001 Kalt er annars blóð, 2007 Dagur kvennanna. Ástarsaga 2010 (ásamt Megasi) Mörg eru ljónsins eyru 2010 Stúlka með maga 2013 Stúlka með höfuð 2015 Ljóð: Fuglar 1991 Loftnet klóra himin 2008 Antennae Scratch Sky (scratch scratch) 2010 Sagnfræði: Sveitin við sundin: búskapur í Reykjavík 1870-1950, 1986 Leikfélag Reykjavíkur: Aldarsaga, 1997 (fyrri hluti bókarinnar) Kristni á Íslandi 4. bindi, 2000 (fyrri hluti bókarinnar) Horfinn heimur : Árið 1900 í nærmynd, 2002 Engar áhyggjur, ég segi ekkert frá smáskotum og minni kærustum, svo kannski verða ein- hverjir spældir. Segi bara frá þeim sem skiptu mig máli.“ legri fóstureyðingu, sem var reynsla margra kvenna af minni kynslóð. Er sannfærð um að ég geri lesendum gott með því að greina frá „syndum? mínum. Ég fann líka svo vel þegar ég skrifaði barnminningar Meg- asar og ævisögu Jakobs að það að lesa texta eftir aðra frá týndum tíma kveikir manns eigin minningar. Ég vona að þeir sem lesa þessa bók fari í minningaleik og rifji upp eigin „syndir“, sársauka og gleði.“ Segir bara frá þeim sem skipta máli Eitt af því sem vakið hefur umtal og forvitni eftir að efni Stúlku með höfuð fór að spyrjast út er að þar lýsir Þórunn ástarsamböndum sín- um við þjóðþekkta menn, án nokk- urs tepruskapar eða undanbragða. Óttast hún ekkert að stuða fólk með því? „Nei, nei. Ég segi fyrst og fremst frá því hvað ég og mín kyn- slóð var kynbæld og hvað það var erfitt að vaxa upp á þessum tímum og veit að fyrir bæði kynin skiptir kynlífsreynsla og uppgötvanir á því sviði á unglingsárum miklu máli. Hvað varðar það að nefna elskhuga mína með nafni þá á ég alveg rétt á því að skrifa fallega um þá, sem ég geri. Það myndi engin ævisaga koma út ef ekki mætti nefna nöfn. Ég reyni almennt að hlífa öðrum um leið vil ég vil vera heiðarleg og fegra ekki mína sögu. Engar áhyggj- Lj ós m yn d/ H ar i Framhald á næstu opnu 28 viðtal Helgin 13.-15. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (13.11.2015)
https://timarit.is/issue/384503

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (13.11.2015)

Aðgerðir: