Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 42
3.250.000 kr.
Kia cee’d SW 1.6
Árgerð 2013, ekinn 34 þús. km,
dísil, 128 hö, beinskiptur.
2.350.000 kr.
Kia Rio LX 1.4
Árgerð 2014, ekinn 19 þús. km,
dísil, 90 hö, beinskiptur.
6.450.000 kr.3.950.000 kr.
Kia Sorento LuxuryKia cee’d EX 1.6
Árgerð 2014, ekinn 43 þús. km,
dísil, 198 hö, sjálfskiptur.
Árgerð 2014, ekinn 12 þús. km,
dísil, 128 hö, sjálfskiptur.4.690.000 kr.
Kia Sportage EX
Árgerð 2013, ekinn 38 þús. km,
dísil, 136 hö, sjálfskiptur.
42.777 kr. á mánuði*
51.777 kr. á mánuði*
30.777 kr. á mánuði*
84.777 kr. á mánuði*
Afbo
rgun
aðe
ins:
61.7
77 k
r./mán
.*
*Mánaðargreiðsla m.v. 70% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9,25%
og árleg hlutfallstala kostnaðar er 11%.
**Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar.
ÁRA
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁRA
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁRA
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁRA
ÁBYRGÐ
Notaðir ÁRA
ÁBYRGÐ
Notaðir
NOTAÐIR BÍLAR
www.notadir.is
Kletthálsi 2
110 Reykjavík
590 2160
Opnunartími:
Virka daga 10–18
Laugardaga 12–16
Allt að 7 ára
ábyrgð fylgir
notuðum Kia**Ábyrgð fylgir!
banareið. Báturinn fylgir háum öldunum upp
á við og hossast svo niður með látum, hvað
eftir annað. Sem betur fer höfðum við öll
tekið sjóveikitöflur á flugvellinum og því vel
í stakk búinn fyrir slíka svaðilför, ólíkt aðal-
persónum Ég man þig, sem sýndu ekki sömu
fyrirhyggjuna á leið sinni til Hesteyrar.
Þegar við nálgumst áfangastað er akkerinu
kastað skammt frá ströndinni og gúmmí-
bátur er settur á flot til að skila okkur síðasta
spölinn. Yrsa fær það verkefni að halda á
afmælistertunni á meðan blaðamaður lætur
sér nægja að halda í næsta mann (Ólaf), enda
óvanur því að sigla um í bátum sem þessum.
Flótti frá tökuvélinni
Þegar upp á ströndina er komið, allir hálfvotir
en með tertuna í fullkomnu ásigkomulagi, er
kallað á hópinn í gegnum talstöð: „Þið eruð í
ramma!“ Okkur er í snarheitum gert að fela
okkur úr augsýn myndatökuvélarinnar í ná-
lægum geymsluskúr þangað til fyrirmæli um
að allt sé með felldu eru gefin. Tökur á mynd-
inni eru greinilega í fullum gangi og kemur
ekki til greina að öskra „kött“, eingöngu til að
taka á móti glæpasagnadrottningunni Yrsu
og fylgdarliði hennar. Tíminn í þorpinu fer í
að mynda Hesteyrar-kafla bókarinnar, utan-
húss, og er hver mínúta nýtt til hins ítrasta á
meðan bjart er úti.
Við göngum næst eftir þröngum grasstíg
að læknishúsinu, sem kemur einmitt við sögu
í bókinni, en þurfum að stoppa á miðri leið til
að lenda ekki aftur „í ramma“. Það er verið
að taka upp atriði með Önnu Gunndísi Guð-
mundsdóttur, sem fer með hlutverk Katrínar.
Leikarar í læknishúsi
Þegar við fáum grænt ljós göngum við að hús-
inu, þar sem dökkbrúnn refur nálgast okkur
rólega í grasinu, greinilega ánægður að sjá ný
andlit á svæðinu. Inni í húsinu tekur Ágústa
Eva Erlendsdóttur, sem leikur Líf, á móti
okkur með bros á vör og býður okkur vel-
komin. Þegar við sitjum svo inni í stofunni og
bíðum eftir kaffi og samlokum frá rómuðum
þýskum kokki staðarins, gengur Þorvaldur
Davíð Kristjánsson, sem leikur Garðar,
framhjá og heilsar upp á fólkið, kumpánlegur
mjög. Það er stund á milli stríða hjá þeim Þor-
valdi Davíð og Ágústu Evu, því núna er Anna
Gunndís, eða Dunda, í sviðsljósinu.
Kaldur vindur og blautur mosi
Eftir kærkominn matarbita röltum við Yrsa,
Ólafur og Skúli í átt að næsta tökustað í von
um að heilsa upp á leikstjórann Óskar Þór
Axelsson og hans aðstoðarmenn en fyrsta
kvikmynd hans í fullri lengd var Svartur á
leik sem sló rækilega í gegn árið 2012. Aftur
þurfum við að leita skjóls í sama, litla skúrn-
um til að lenda ekki „í ramma“ og í þetta sinn
er biðin ívið lengri. Annað grænt ljós er gefið
og við göngum áfram í köldum vindinum í
gegnum blautan mosa, drullusvað og hvönn,
sem hefur dreift sér allhressilega um svæðið.
Glamúrinn sem margir tengja við kvik-
myndatökur er víðs fjarri þessa stundina.
Sem fluga á vegg fylgjumst við með upp-
tökum á öðru atriði með Dundu, sem horfir
ákveðin í átt að myndavélinni, áður en hún
gengur í burtu í gegnum hvönnina. Eftir
nokkrar tökur á sama atriðinu gefur hún sér
tíma til að heilsa upp á okkur, rétt eins og
restin af tökuliðinu. Óskar Þór, sem skrif-
aði einnig handrit myndarinnar ásamt Ottó
Borg, er ánægður með tökurnar til þessa en
þær hófust deginum áður í báti þar sem aðal-
persónurnar voru myndaðar á leið sinni á
Hesteyri. Tökurnar hófust því á nákvæmlega
sama stað og bókin byrjaði.
Drungalegt „lúkk“ á Hesteyri
„Við vorum að sigla í gær [á mánudag] og
mynda. Það var rosaleg áskorun. Við vorum
mjög heppin með veður. Það var falleg þoka
á leiðinni, sem rímar vel við söguna,” segir
Óskar Þór með spennuglampa í augunum.
Hann lýsir því einnig hvernig tökuliðið hjálp-
aðist að við að bera „brjálæðislegan helling“
af tækjum og tólum í land með því að mynda
röð frá ströndinni í átt að næsta húsi. Líkast
til heldur meiri burður en vatnið, súkkulaði-
kakan og eyrnartapparnir sem hafði komið í
hlut okkar að bera.
„Núna þarf að rúlla „kamerunni“ eins og
við getum til að geta náð þessu svæði vel. Það
er verkefnið. „Lúkkið“ er svo gott á þessum
árstíma. Það er mjög drungalegt og maður
þarf ekkert að ímynda sér neitt,” segir Óskar
Þór og heldur áfram. „Það er magnað að
byrja hér. Þetta gefur okkur gott start og
þetta „lúkk“ hérna er algjörlega fullkomið
fyrir þessar tökur.“
Núna þarf Óskar Þór að skjótast til að taka
upp hjá kirkjugarðinum og við nýtum tæki-
færið og förum að tygja okkur heim á leið.
Stutt, tæplega þriggja tíma stopp á Hesteyri
er að renna sitt skeið á enda. Ekki fáum við
að bragða á afmælistertunni þrátt fyrir að
hafa haft hana í augsýn þetta lengi en svona
er bransinn bara.
Tökurnar eins og í verkfræðinni
Ferðalagið til Reykjavíkur er mun þægi-
legra og gengur hreinlega eins og í sögu.
Blaðamaður króar Yrsu af á Reykjavíkur-
flugvelli og spyr hvað henni hafi fundist
um tökurnar. „Þetta er í fyrsta skipti á æv-
inni sem ég hef séð nokkuð þessu líkt. Það
kom mér á óvart hversu ofboðslega mikil
fyrirhöfn þetta er. Þetta eru ekki bara ein-
hverjir að leika og maður með myndavél
og svo einhver hljóðmaður. Þetta er eins
og maður þekkir úr verkfræðinni, búið að
skipuleggja allt fram og til baka. Nema
að þarna hafa menn áhuga á mínútum og
sekúndum á meðan mín vinna snýst um
daga og mánuði. Mér fannst þetta virkilega
gaman og ég hef ofurtrú á þessu. Þetta
verður ótrúlega flott.“
Hugar að frumsýningarkjólnum
Tökum á Ég man þig lýkur næsta vor en þær
fara einnig fram á Ísafirði og í Grindavík.
Fjárhagsáætlun myndarinnar hljóðar upp á
250 til 300 milljónir króna og er þetta dýrasta
mynd Zik Zak til þessa, ásamt The Good He-
art. Frumsýning er fyrirhuguð um jólin 2016.
„Ég hélt að hún væri frumsýnd í desember
2017 en að þetta sé að gerast núna eftir eitt
ár er allt annað. Núna getur maður raunveru-
lega farið að hlakka til því ég hef ekki þolin-
mæði í að hlakka til einhvers sem gerist eftir
tvö ár,” segir Yrsa, sem getur loksins farið að
huga að frumsýningarkjólnum sínum.
Freyr Bjarnason
ritstjorn@frettatiminn.is
Yrsa kom til Hesteyrar ásamt eiginmanni sínum, Ólafi Þórhallssyni. Henni leist vel á stemninguna á
tökustaðnum og kvaðst hlakka til að sjá myndina að ári. „Þetta verður ótrúlega flott,“ segir Yrsa.
42 viðtal Helgin 13.-15. nóvember 2015