Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 82
Fyrir tveimur
árum var
mikið tekið á
réttindabar-
áttu samkyn-
hneigðra svo
þetta er þeirra
vettvangur til
þess að sýna
að þeir eru
með puttann
á púlsinum
þessir krakkar.
Gerðarsafn býður upp
á ókeypis skúlptúrnám-
skeið fyrir 8-12 ára krakka
næstkomandi sunnudag,
15. nóvember, milli klukk-
an 13-15. Linn Björklund
myndlistarmaður leiðir
námskeið við mótum
mannslíkamann í leir. Á
námskeiðinu verður litið
inn á listaverkageymslur
safnsins og faldir fjár-
sjóðir kannaðir um leið og
ræddar verða hugmyndir
um höggmyndalistina.
Mannamyndir Gerðar
Helgadóttur verða skoð-
aðar og unnir skúlptúrar
úr sjálfharðnandi leir út
frá höfuð- og brjóstmynd-
um hennar. Smiðjunni
lýkur á sýningu á
verkunum í Stúdíó Gerður
á neðri hæð safnsins
klukkan 15. Skráning fram
á netfangið gerdarsafn@
kopavogur.is en þátttaka
er ókeypis.
Efnt verður til málstofu á Kjar-
valsstöðum á morgun, laugar-
daginn 14. nóvember, klukk-
an 15 í tilefni sýningarinnar
Kvennatími – Hér og nú þrjátíu
árum síðar sem þar stendur yfir.
Í pallborði verða þrír listamenn
sýningarinnar, þær Brynhildur
Þorgeirsdóttir, Erla Þórarins-
dóttir og Harpa Björnsdóttir,
ásamt G.ERLU (Guðrún Erla
Geirsdóttir) sem var í sýning-
arnefnd Hér og nú á Kjarvals-
stöðum árið 1985 og gegndi jafn-
framt stöðu framkvæmdastjóra
Listahátíðar kvenna sama ár.
Anna Jóa sýningarstjóri Kvenna-
tíma leiðir umræður.
Á málstofunni miðla pallborðs-
þátttakendur af drjúgri reynslu
sinni af listheiminum. Þess má
geta að árið 1994 gerðu sömu
konur úttekt á kynjaslagsíðunni
í íslenskum listheimi í tengslum
við sýningu á plakötum Guerilla
Girls í Nýlistasafninu. Ýmislegt
hefur áunnist síðan en ljóst er að
enn er langt í land hvað snertir
jafnræði kynjanna í listheimin-
um, segir í tilkynningu.
Hugmyndin að baki sýning-
unni Kvennatími – Hér og nú
þrjátíu árum síðar var að kalla
aftur saman þær konur sem
sýndu saman undir heitinu Hér
og nú á Kjarvalsstöðum haustið
1985. Við undirbúning nýju sýn-
ingarinnar vöknuðu spurningar
á borð við þá hvort kyn lista-
mannanna hefði með einhverj-
um hætti mótað feril þeirra og
verið í þeim skilningi kvenna-
tími. Hvers vegna er ennþá þörf
á sérstökum „kvennasýning-
um“?
Sýningin Hér og nú var
einn umfangsmesti viðburður
Listahátíðar kvenna 1985, en
efnt var til hennar vegna loka
kvennaáratugar Sameinuðu
þjóðanna. Tilgangur hátíðarinn-
ar var að gera framlag kvenna á
sviði lista- og menningar sýni-
legt. Tilefni nýju sýningarinnar
er einnig hátíð sem tengist kon-
um því að á þessu ári er haldið
upp á 100 ára afmæli kosninga-
réttar kvenna hér á landi. Sýn-
ingin stendur til 29. nóvember
2015.
Ljósmyndir frá undankeppnunum í vikunni.
Ókeypist skúlptúrnámskeið fyrir börn
Kjarvalsstaðir Málstofa uM KvennatíMa
Hér og nú þrjátíu árum síðar
G.erla (Guðrún Erla Geirsdóttir), Brynhildur Þorgeirs-
dóttir, Erla Þórarinsdóttir og Harpa Björnsdóttir.
Guerilla Girl er fyrir miðju.
sKreKKur HæfileiKaKeppni grunnsKóla reyKjavíKur
Krakkarnir sofa lítið
um helgina
Hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, Skrekkur fer fram um þessar mundir í 26. sinn. Undan-
úrslitakvöldin voru í þessari viku og tryggðu sex skólar sér beina þátttöku í úrslitunum sem
fram fara á mánudagskvöld. Í gær var svo tilkynnt um tvö skóla til viðbótar sem komust í úr-
slitin sem svokölluð „Wild-Card“. Héðinn Sveinbjörnsson, verkefnastjóri Skrekks, segir keppnina
vera ótrúlega fjölbreytta og bera einnig merki um samfélagslega hugsun ungs fólks í dag.
H æfileikakeppnin Skrekkur var haldin fyrst árið 1990 í Háskóla-bíói en frá árinu 2000 hefur
keppnin átt sér heimili í Borgarleikhús-
inu. „Þessi undanúrslitakvöld hafa verið
alveg frábær og gengið alveg ótrúlega
vel,“ segir Héðinn Sveinbjörnsson,
verkefnastjóri keppninnar. „Það eru
25 grunnskólar í Reykjavík sem taka
þátt og það eru allir skólarnir sem hafa
unglingadeildir,“ segir hann. „Á úrslita-
kvöldinu, sem er á mánudaginn, verða
svo átta skólar sem keppa um Skrekks
titilinn. Sex sem fara beint, og tveir sem
fá þessi svokölluðu „Wild-card“ sæti.
Við erum að fara að tilkynna hvaða
skólar fá þessi tvö aukasæti en það eru
Hólabrekkuskóli og Foldaskóli. Þeir
sex skólar sem voru búnir að tryggja
sig eru Austurbæjarskóli, Árbæjarskóli,
Hagaskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli og
Seljaskóli, segir Héðinn.
Þessi keppni hefur byggst mjög mikið
á hefðum hjá skólunum, og metnaði.
Margir skólar taka þetta mjög alvar-
lega og þeir sem hafa náð hvað lengst
í þessu byrja að undirbúa atriðin sín
fyrir næsta ár strax að Skrekk loknum.
Atriðin eru mjög misjöfn og mjög fjöl-
breytt,“ segir Héðinn. „Í flestum tilfell-
um fjalla þau um eitthvað sem snýr að
þeim sjálfum, þeirra hugðarefnum. Í ár
er mikið tekið á flóttamannavandanum
til dæmis,“ segir hann. „Fyrir tveimur
árum var mikið tekið á réttindabaráttu
samkynhneigðra svo þetta er þeirra
vettvangur til þess að sýna að þeir eru
með puttann á púlsinum þessir krakk-
ar. Úrslitin verða í beinni útsendingu
á Skjá einum á mánudaginn og það er
ekki í fyrsta sinn sem keppninni er sjón-
varpað, enda frábært sjónvarpsefni. Það
er gríðarleg vinna sem þessir krakkar
leggja á sig og það er gríðarlegur metn-
aður fyrir þessu hjá öllum skólum,“
segir hann. „Í ár settum við saman fjöl-
miðlateymi og á Facebooksíðu Skrekks
voru sett innslög og streymi sem voru
gerð af ungum dreng í Háaleitisskóla
sem tók þetta mjög alvarlega. Það eru
margir að taka þátt á bak við tjöldin og
alltaf fleiri sem hafa hlutverk á hverju
ári. Spennan er gríðarleg fyrir mánu-
deginum og krakkarnir sofa líklega lítið
um helgina,“ segir Héðinn Sveinbjörns-
son, verkefnastjóri Skrekks.
Skrekkur verður á dagskrá Skjás eins
næstkomandi mánudagskvöld klukkan
19.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
82 menning Helgin 13.-15. nóvember 2015
Bæjarlind 6, 201 Kóp 564-2013
þri-fös 11-18 & lau 11-15