Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 94

Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 94
 TónlisT Diskóið Deyr ekki Þ að hefur ekki farið fram hjá neinum að diskósveitin Boney M heldur tvenna jólatón- leika í Hörpu þann 20. desemb- er. Safnplata með þeirra bestu lögum er nýkomin út hjá HH hljómplötum og er maðurinn á bak við útgáfuna enginn nýliði í plötuútgáfu. „Þetta var bara hugmynd, og maður á alltaf að kýla á góðar hugmyndir,“ segir Höskuldur Höskuldsson hjá HH hljómplötum. Höskuldur hefur unnið í áratugi í plötuútgáfu, nú síðast hjá Senu. „Ég hætti hjá Senu fyrr á árinu og það þarf alltaf einhverja hugmynd. Ég sá að Boney M væri að koma til landsins og ákvað að gera safnplötu fyrir ís- lenskan markað. Með ís- lensku umslagi og slíkt. Með mínum tengslum fékk ég leyfi frá útgáfufyrirtæki sveitarinnar og framleiddi þetta. Þetta var ein vin- sælasta sveit landsins hér á árum áður og auðvitað er ég að beina plötunni að þeim hópi sem er enn að kaupa plöt- ur, sem eru svona í eldri kantinum,“ segir hann. „Það eru margir sem segja að þessi bransi sé búinn en mig langar að reyna að afsanna það. Það verður að byrja einhversstaðar. Steinar byrjaði á Stuðmönnum og ég byrja á Boney M,“ segir Höskuldur Höskuldsson út- gefandi. -hf Ný íslensk safnplata með Boney M er komin út.  kvikmynDir Harpa ósk brá sér í HluTverk 15 ára Drengs í ÞrösTum Tvítugur kvenkyns drengjasópran Harpa Ósk Björnsdóttir er 21 árs söng- og verkfræðinemi. Ómur hennar heyrist nú víða um heim þar sem hún ljær Atla Óskari Fjalarssyni, aðalleikara í kvikmyndinni Þröstum rödd sína, en myndin er á hraðri sigurför um heiminn. Eftir að tökum lauk fór Harpa í heimsreisu en fékk símtal þegar hún var stödd á Fiji þar sem hún var beðin um að koma aftur í upptökur. Hún hoppaði því inn í stúdíó í Ástralíu og kláraði dæmið. Harpa er að ljúka framhaldsprófi í söng og hluti af próf- inu er að halda tónleika sem munu fara fram í Söngskólanum í Reykjavík þann 22. nóvember. é g fékk símtal frá konu sem spurði hvort ég þekkti unga stráka í söngnámi sem gætu komið í prufu. Ég benti henni á nokkra en var svo sjálf beðin um að syngja í prufunni,“ segir Harpa. Kjartan Sveinsson, fyrrum með- limur í Sigur Rós, semur tónlistina í myndinni og eftir að hann heyrði Hörpu syngja Sofðu unga ástin mín var hann sannfærður um að fá hana í myndina. „Hann var reyndar mjög hissa að sjá mig fyrst þar sem hann bjóst bara við 10-14 ára strákum,“ segir Harpa og hlær. Þrestir, sem er leikstýrt er af Rúnari Rúnars- syni, fjallar um Ara, 16 ára pilt sem er sendur á æskustöðvarnar vestur á fjörðum til að dvelja hjá föður sín- um um tíma. Myndin hefur fengið afar góðar viðtökur og sankar að sér verðlaunum um allan heim, en hún var nýlega valin besta leikna myndin í flokki nýrra leikstjóra á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu. Söng upphafslagið í Ástralíu „Ég syng þrjú lög í myndinni sem voru öll tekin upp síðasta sumar,“ segir Harpa, sem útskrifaðist úr MR í vor og fór í heimsreisu um Asíu og Ástralíu stuttu eftir að tökum á myndinni lauk. „Ég fékk svo sím- tal frá Kjartani þegar ég var á Fiji eyjum þar sem hann bað mig um að koma og taka aftur upp eitt lag þar sem hann vildi að það myndi heyrast betur í mér, eða Atla réttara sagt.“ Sú leið var því farin að bóka tíma í stúdíói í Brisbane, en þangað lá leið Hörpu. „Ég mætti í eitthvert pínulítið stúdíó þar sem ég horfði á upphafsatriðið í myndinni og söng inn lagið á meðan ég horfði á Atla hreyfa varirnar í kórnum.“ Sérstök drengjasóprantækni Við upptökurnar var notuð sér- stök aðferð til að gera röddina sem líkasta drengjasópran. „Ég söng öll lögin eins hátt uppi og ég gat, og án víbradós, og röddin var svo lækkuð í eftirvinnslunni, um ferund eða fimmund,“ segir Harpa. Með „víbradói“ á hún við titring í röddinni, en henni fannst erfiðast að þurfa að stjórna rödd- inni þannig. Harpa hefur í nægu að snúast þessa dagana en ásamt því að stunda nám í rafmagns- og tölvuverkfræði í Háskóla Íslands er hún að læra söng í Söngskólan- um í Reykjavík undir handleiðslu Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. „Ég er einmitt að undirbúa mig fyrir framhaldspróf í söng sem er í næstu viku.“ Hluti af prófinu er að halda tónleika og munu tón- leikarnir hennar Hörpu fara fram í Söngskólanum í Reykjavík þann 22. nóvember. „Þar mun ég syngja alls konar lög, en ég held að ég haldi mig við mína eigin tækni, þó svo að drengjaröddin hafi nýst ágætlega í Þröstum.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Harpa Ósk er að læra klassískan söng í Söngskólanum í Reykjavík og þann 22. nóvember heldur hún tónleika sem eru hluti af framhaldsprófi hennar. Amiina aðstoðar Sólstafi Hljómsveitin Sólstafir fagnar 20 ára starfsafmæli með stórtónleikum í Hörpu í kvöld, föstudaginn 13. nóvember. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi frá árinu 2012 en Sólstafir halda fjölda tónleika á ári hverju á erlendri grundu. Sveitin tjaldar öllu til af þessu tilefni og mun strengjakvartettinn Amiina verða þeim til halds og trausts. Ágústa Eva fórnar rauða litnum Leik og söngkonan Ágústa Eva er þessa dagana í tökum á spennumyndinni Ég man þig, sem gerð er eftir samnefndri sögu Yrsu Sigurðardóttur. Tökurnar fara fram á Vestfjörðum og leikur Ágústa aðalhlut- vekið ásamt Þorvaldi Davíð Kristjánssyni. Ágústa þurfti að fórna rauða hárinu fyrir myndina, sem hefur lengi verið hennar aðalsmerki, og er hún því með ljósa lokka í tökunum. Matreiðslubók Mikka komin aftur Í kringum 1980 átti hvert barn á Íslandi, Matreiðslu- bók Mikka. Í dag er þessi bók komin út aftur eftir að hafa verið ófáanleg um árabil. Það er því hægt að fara að spreyta sig aftur á Pönnukökum frá Undralandi, eggjasnapsi bjarnarins Balla og ostborgurum Jóakims á ný. DNA í sjónvarp Uppistandarinn og rithöfundurinn Dóri DNA undir- býr nú tökur á sjónvarpsþáttum sem hann stefnir á að framleiða á næsta ári. Þættirnir verða um íslenskt rapp og hip hop og er það kvikmynda- tökumaðurinn Gaukur Úlfarsson sem gerir þættina með Dóra. Stefnt er á að þætt- irnir verði á RÚV einhverntímann á næsta ári. Boney M í plötuflóðinu þessi jól Höskuldur Höskuldsson . 94 dægurmál Helgin 13.-15. nóvember 2015 Fjölskylduband Verð frá 34.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.