Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 66
Helgin 13.-15. nóvember 201566
Hvernig byrjar þú daginn?
Ég vakna yfirleitt á milli 6 og 7 og
er vöknuð á undan heimilisfólkinu,
en þá yfirgef ég partíið þar sem það
eru oftast þrír karlmenn (á ýmsum
aldri) í rúminu mínu. Mér finnst
gott að ná smá stund í næði áður en
allt fer á fullt á barnaheimilinu. Ég
er með rútínu blæti og byrja allt-
af á því bleyta andlitið með köldu
vatni og fæ mér svo kreista sítrónu
í volgt vatn. Ég lauma mér alltaf í
sirka 10 mínútur í þvottahúsið þar
sem ég næ bæði að vinda af þvotta-
hafinu og ná mér í tíu mínútna hug-
leiðslu.
Hvernig er hefðbundinn
morgunmatur hjá þér?
Hinn eiginlegi morgunmatur er
ekki á borðum fyrr en upp úr 10 en
ég fæ mér 1-2 msk af olíu, hamp- eða
hörfræjaolíu snemma morguns. Spi-
rulina tek ég alltaf, það er mitt kaffi.
Eftir morgunæfinguna drekk ég líf-
rænt kókosvatn og er sú stund einn
af hápunktum dagsins hjá mér og
svo fljótlega fer ég í græna sigtaða
djúsinn.
Hvers konar hreyfingu stundar
þú?
Jóga er mínar ær og kýr. Heitt jóga
finnst mér langbest en ég stunda
Ashtanga og Yin jóga samhliða því
heita. Á veturna skíðum við fjöl-
skyldan og á sumrin er fátt betra en
útivera í sveitinni og langar sund-
ferðir.
Hvað gerir þú til að slaka á?
Ég slaka best á í einveru, þá finnst
mér gott að hlusta á tónlist, lesa eða
hugleiða. Ef ég er alveg út úr víruð
finnst mér best að fara í jóga nidra og
ná þannig útaf liggjandi djúpslökun.
Lumar þú á einu heilsuráði
sem hefur gagnast þér vel í
gegnum tíðina?
Treysta hyggjuvitinu og láta þann
hafsjó af heilsuráðleggingum sem
er þarna úti í léttu rúmi liggja, við
erum svo ólík að upplagi og með
mismunandi þarfir. En öll þurfum
við góðan grunnsvefn, 6-7 klukku-
stundir, ekki fórna honum þrátt
fyrir annir.
Hvert er furðulegasta heilsu-
ráð sem þú hefur heyrt?
Öll heilsuráð sem ganga út á að gera
eða borða eitthvað eitt og í því fel-
ist einhvers konar töfralausnir, ég
tengi ekki við slík ráð. Eins hef ég
aldrei náð utan um það að kaffi sé á
einhvern hátt heilsueflandi.
Lyfjalaus
meðferð við
gyllinæð
Ó þægindi sem fylgja gyllinæð eru til dæmis blæðingar og særindi þegar hafðar eru hægðir auk stöðugs kláða yfir daginn. Um það bil 30-40% kvenna fá gyllinæð á
meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu barns. Lykilatriði fyrir
barn og móður er lyfjalaus meðferð við gyllinæð á meðan á
meðgöngu og brjóstagjöf stendur. Engir sterar eða endaþarm-
stílar sem innihalda efni sem geta skaðað móður eða barn.
Einstök kælimeðferð
Hermorrite kælimeðferðin er einstök lyfjalaus meðferð við
gyllinæð. Áhrif kælingarinnar eru að æðarnar í kringum
endaþarmsopið dragast saman, blóðflæði og bólgur minnka
og meðferðin linar kláða og verki.
Unnið í samstarfi við
Ýmus
Gyllinæð er algengt
vandamál. Talið er
að um það bil 50%
fólks yfir fimmtugt
þjáist af einhverri
tegund gyllinæðar
við endaþarm-
sopið. Nú er hins
vegar komin
lyfjalaus lausn á
vægari tilfellum af
þessu hvimleiða
vandamáli.
Innihald: Einn meðferðarstautur,
box til geymslu/frystingar og tvær
flöskur af sleipiefni.
Kostir lyfjalausrar
meðferðar við gyll-
inæð:
n Hentar vel á meðan
meðgöngu og brjósta-
gjöf stendur.
n Hentar vel til
eftirmeðferðar eftir
skurðaðgerðir þar sem
draga þarf úr blóðflæði
og veita liningu verkja.
n Virkar vel þar sem
einstaklingar þjást af
þrálátum sprungum við
endaþarmsop.
n Samþykkt af Lyfja-
stofnun Bandaríkjanna
(FDA) til meðferðar á
innri og ytri gyllinæð.
n Meðferðin veitir allt
að 8-10 klst. liningu á
einkennum eftir aðeins
8 mínútna kælimeðferð.
Leiðbeiningar um
notkun: Frystið
stautinn í boxinu í
a.m.k. þrjár klst. í
góðum frysti. Setjið
nokkra dropa af sleipi-
efni á stautinn. Leggist
í þægilega stellingu í
rúm og stingið með-
ferðarstautnum upp í
endaþarm. Látið virka
í a.m.k. átta mínútur.
Hver meðferðarstautur
endist í sex mánuði frá
fyrstu frystingu.
Hemorrite fæst í
eftirfarandi apó-
tekum: Reykjavíkur
apóteki, Borgarapóteki,
Árbæjarapóteki, Lyf-
salinn Glæsibæ, Apótek
Garðabæjar, Garðsapó-
tek, Lyfjaval Hæðarsm-
ára, Lyfjaval Mjódd og
Akureyrarapóteki
Minn heilsutíMi: sÓlveig ÞÓrarinsdÓttir
Hugleiðir í þvottahúsinu
Viðskiptafræðingurinn Sólveig Þórarinsdóttir sagði skilið við bankageirann og gerðist jógakenn-
ari. Í dag er hún eigandi jógastöðvarinnar Sólir þar sem er að finna hinar ýmsu tegundir af jóga,
allt frá heitu jóga til hugleiðslu. Hér segir Sólveig frá því hvernig hún eyðir sínum heilsutíma.
Sólveig Þórarinsdóttir, jógakennari, drekkur kókosvatn daglega og hefur litla trú á
því að kaffi geti verið heilsueflandi. Mynd/Hari
Perspi
Guard
Bakteríusápa
og svitastoppari
Dreifing: Ýmus ehf
Fæst í apótekum
Til meðhöndlunar á
lyktarvandamálum
vegna ofsvitnunar.
KÍSILL
GLEYMDA STEINEFNIÐ SEM
FEGRAR, STYRKIR OG HREINSAR
Veikindabaninn
HAWAIIAN
NONI
Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið,
Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver,
Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup
Heilsuávöxturinn
NONI ávöxtur kemur
upprunalega frá Kyrrahafs-
ofurfæða vegna þess hve
einstaklega ríkur hann er
af næringaefnum. Hann
er auðugur af A, B, C og
E-vítamínum, járni, kalki,
kalíum, sinki og inniheldur
17 af 20 lífsnauðsynlegum
aminósýrum. Noni er
ríkari af pro-xeroníni,
en aðrir ávextir, en efnið
er nauðsynlegt frumum
líkamans og styður við
myndun seratóníns í heila.
•
• Veikindi
• Blóðþrýstingur
• Sýkingar
Ónæmiskerfi
Sofðu rótt
í alla nótt með
Anti leg cramps
Fæst í
apótek
um
Dreifingaraðili: Ýmis ehf