Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 80
80 bækur Helgin 13.-15. nóvember 2015
RitdómuR Þýska húsið ArnAldur IndrIðAson
metsölulisti eymundsson
BækuR spennandi unglingasaga eftiR hildi knútsdóttuR
Þ etta er spennusaga svo þú mátt alls ekki láta mig segja of mikið,“ segir Hildur Knútsdóttir beðin
um að lýsa bók sinni Vetrarfríi í stuttu
máli. „Hún fjallar um systkini sem neyð-
ast til að fara með pabba sínum í sumar-
bústað í vetrarfríi í skólanum. Þau eru
ekki mjög ánægð með það, sérstaklega
ekki Bergljót, sú eldri, sem er fimmtán
ára. Hún hafði nefnilega ætlað í partí
og reyna að hösla strákinn sem hún er
skotin í. Á meðan þau eru í bústaðnum
brýst út skrýtin plága; fullt af fólki deyr
og virðist svo vera étið. Kemur í ljós að
mannætuskrímsli hafa lent á Íslandi og
eru í óða önn að éta þjóðina. Eina vonin
um að lifa af er því að bjarga sér á flótta
og það þurfa systkinin að gera.“
Hildur upplýsir að Vetrarfrí sé fyrri
bókin í tvíleik, þannig að eitthvað af
persónunum lifir greinilega af, en
hún segir jafnframt að það megi ekki
upplýsa hverjar það eru. Bókin hefur
verið sögð sú blóðugasta sem skrifuð
hefur verið á íslensku og Hildur segir
það vel geta verið satt. „Þetta er hryll-
ingssaga, mjög stór hluti þjóðarinnar
er étinn í bókinni og ég man ekki eftir
annarri íslenskri bók þar sem slíkt ger-
ist. Það eru samt engar grafískar lýs-
ingar á mannáti í henni, meira bara um-
merki um mannát; blóð og kjöttægjur
í snjónum, kannski einn fótur hér eða
handleggur þar. Kannski er hún dálítið
ógeðsleg, ég veit það ekki, en hafa börn
og unglingar ekki gaman af því að láta
hræða sig? Gömlu ævintýrin eru nú ekk-
ert laus við ofbeldi.“
Ertu mikill hryllingssagnaaðdáandi?
„Já, ég er það. Hef gaman af að horfa
á hryllingsmyndir og lesa hryllings-
sögur. Það hefur reyndar minnkað að-
eins eftir að ég átti börn, það er eins og
hjartað hafi minnkað við það, þannig að
kannski hefur maður einmitt meira þol
fyrir hryllingi þegar maður er yngri.“
Fyrsta bók Hildar, Sláttur, var mark-
aðssett sem skáldsaga fyrir fullorðna
en þessi og Spádómurinn sem kom út
2012 eru flokkaðar sem unglingabæk-
ur, var einhver ástæða fyrir því að hún
hóf að skrifa fyrir unglinga? „Nei, það
var ekkert meðvitað, ég skrifa bara
bækur sem mig langar sjálfa að lesa,“
segir hún. „Kannski er Sláttur líka ung-
lingabók, allavega hef ég fengið mikið
af skilaboðum frá unglingum sem hafa
lesið hana og líkað vel. Ég held reyndar
að bækur séu bara flokkaðar sem ung-
lingabækur ef aðalsögupersónurnar eru
unglingar. Sennilega yrðu Bjargvættur-
inn í grasinu og To kill a Mockingbird
flokkaðar sem unglingabækur ef þær
kæmu út í dag og myndu aldrei rata inn
í kanónuna. Þannig að þessi flokkun er
dálítið hæpin. Fólk er svo mismunandi,
hvort sem það er börn, unglingar eða
fullorðnir, og smekkur á bókmenntum
fer ekkert eftir aldri.“
Friðrika Benónýsdóttir
fridrika@frettatiminn.is
Mannætuskrímsli í Reykjavík
Gengið hefur verið frá samningi um
útgáfu Heimsku, nýrrar skáldsögu
Eiríks Arnar Norðdahl, í Frakk-
landi. Það var forlagið Métailié sem
keypti réttinn, sama forlag og gaf
út Illsku sem slegið hefur hressilega
í gegn hjá Frökkum, verið tilnefnd
til verðlauna, meðal annarra Prix
Médicis-verðlaunanna ásamt
Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón
Kalman Stefánsson, og hlotið afar
lofsamlega dóma. Verið kölluð
meistaraverk og Eiríkur Örn hafinn
til skýjanna sem höfundur. Verður
fróðlegt að sjá hvernig Heimska
leggst í Frakkana.
Heimska til Frakklands
Fátítt er að íslenskar ljóðabækur
komi út í heild erlendis en á
bókasýningunni í Frankfurt í síðasta
mánuði gerðust þau tíðindi að
útgefendur í þremur löndum, Sví-
þjóð, Noregi og Bretlandi, tryggðu
sér útgáfuréttinn á ljóðabók Gerðar
Kristnýjar, Drápu, sem kom út í
fyrra.
Velgengni Drápu kemur í kjölfarið
á gríðargóðum móttökum á fyrri
ljóðabók Gerðar, Blóðhófni, en
hún kom út í Finnlandi, Svíþjóð,
Danmörku, Noregi og Bretlandi eftir
tilnefningu til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs.
Drápa þýdd á þrjú tungumál
Arnaldur Indriðason heldur sig við ár heimsstyrj-
aldarinnar síðari og hernámsins á Íslandi í nýjustu
bók sinni Þýska húsinu. Hér mæta þeir aftur til leiks
Flóvent og Thorson, lögreglumennirnir sem við
kynntumst í Skuggasundi, og takast á við sitt fyrsta
mál saman; morð á farandsala sem enginn veit til að
hafi angrað nokkurn mann, morð sem lítur út eins
og hreinræktuð aftaka. Vegna fagmennskunnar við
morðið og tegundar byssunnar sem notuð er við það
beinast sjónir lögreglu að ameríska hernámsliðinu
og þannig hefst samstarf lögreglumannanna tveggja,
því Thorson er í herlögreglunni. Böndin berast þó að
ýmsum fleirum en hermönnum og leikurinn fer um
víðan völl, inn í blandast njósnir og ástamál, ástand og
hermannahatur og allt lítur út fyrir að úr verði hinn
eldfimasti kokteill framan af.
Þrátt fyrir tök Arnaldar á formi og stíl glæpasög-
unnar og yfirburðaþekkingu á sögutímanum tekst
honum illa að ná upp spennu og upp úr miðri bók
er lesandanum orðið nokk sama um hver er sekur
og hver ástæðan fyrir glæpnum er. Les þó auðvitað
áfram því lýsingar höfundar á andrúmi og lífsháttum
í Reykjavík hernámsáranna eru áhugaverðar og for-
vitnilegar og opna glugga inn í annan tíma og aðra
veröld. Heldur er þó lopinn teygður þegar á líður og
orsakir glæpsins frekar ótrúverðugar þegar upp er
staðið.
Stærsti galli sögunnar er þó hversu litlausar
persónur lögreglumennirnir tveir eru og hversu
lítið við fáum að kynnast þeim. Ein forsenda þess
að lesandinn njóti glæpasögu er að hann fái áhuga á
rannsakendunum og skipi sér í lið með þeim í leit að
lausn gátunnar. Því er ekki að heilsa hér og þrátt fyrir
tilraun til að gera Thorson áhugaverðan með hintum
um samkynhneigð hans verður hann aldrei meira en
einvíður. Flóvent kynnist lesandinn nánast ekki neitt,
enda virðist líf hans með eindæmum tilbreytingar-
laust og ekki bjóða upp á neina skoðun. Mikill skaði.
Þýska húsið stendur og fellur með áhuga höfundar-
ins á sögutímanum og lýsingum hans á Reykjavík
þess tíma og sem slík stendur sagan fyllilega fyrir
sínu. Sem glæpasaga er hún hins vegar hvorki fugl
né fiskur og spurning hvort Arnaldur eigi ekki bara
að hætta að blanda glæpum inn í bækur sínar og snúa
sér alfarið að skrifum sagnfræðilegra skáldsagna.
Það er greinilega þar sem áhugasvið hans liggur og
lesandinn væri eflaust mun sáttari við lestur slíkra
sagna en glæpasagna sem ekki tekst að viðhalda
spennu. -fb
Sagnfræðin ber glæpinn ofurliði
Þýska húsið
Arnaldur Indriðason
Vaka Helgafell 2015
Eiríkur Örn Norðdahl
nýtur mikillar athygli
í Frakklandi og nú er
Heimska á leiðinni
þangað.
Ekkert haggar Arnaldi
Þýska húsið eftir Arnald
Indriðason situr sem fastast á
toppi metsölulista Eymundsson,
en miklar hræringar eru á listan-
um að öðru leyti.
1 Þýska húsið Arnaldur Indriðason
2 Endurkoman Ólafur Jóhann Ólafsson
3 Þín eigin goðsaga Ævar Þór Benediktsson
4 Víga - Anders og vinir hans Jonas Jonasson
5 Vín - Umhverfis jörðina á 110 flöskum stein-
grímur sigurgeirsson
6 Vikkala Sól Kristín Margrét Kristmannsdóttir
7 Litlar byltingar Kristín Helga Gunnarsdóttir
8 Munaðarleysinginn sigmundur Ernir rúnarsson
9 Hundadagar Einar Már Guðmundsson
10 Matreiðslubókin mín og Mikka Walt disney
Hildur segist hafa minna þol fyrir hryllingi eftir að hún eignaðist börn þannig að sennilega séu unglingar rétti markhópurinn
fyrir hryllingssögur. Ljósmynd/Hari
sennilega
yrðu Bjarg-
vætturinn
í grasinu
og To kill a
Mockingbird
flokkaðar
sem ung-
lingabækur
ef þær kæmu
út í dag og
myndu aldrei
rata inn í
kanónuna.
Vetrarfrí er unglingasaga eftir Hildi Knútsdóttur þar sem mannætuskrímsli – hugsanlega
geimverur – herja á Íslendinga. Bókinni hefur verið lýst sem þeirri blóðugustu sem skrifuð
hefur verið á íslensku en Hildur telur hana alls ekki of hryllilega fyrir unga lesendur. Segist
sjálf hafa haft mun meira þol fyrir hryllingi þegar hún var yngri.
Ljóðabækur Gerðar Kristnýjar eru víðförlari en flestar
aðrar íslenskar ljóðabækur.