Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 32
Ekki með „fulle fem“ Einu sinni sem oftar, voru þeir á öndverðum meiði á bæjarstjórnar- fundi, Bragi Michaelsson og Guð- mundur Oddsson. Þegar þeir höfðu þráttað í góða stund fór Guðmundur í pontu, lyfti upp hægri hendi, með þumalinn upp í loftið og sagði við Braga, sem missti þumalfingurinn fyrir löngu síðan í óhappi: „Vertu ekki að þessu bulli, Bragi, það vita það allir að þú ert ekki með „fulle fem“.“ Ég sá augnaráðið Það var í leik á Vallargerðisvelli. Vignir Baldursson úr Breiðabliki lenti í hörkunávígi við andstæðing sinn sem hafði betur. Hinn kunni dómari og lögreglumaður, Grétar Norðfjörð, dæmdi ekkert á rimm- una og lét leikinn bara halda áfram. Nokkru síðar blés Grétar hins vegar með látum i flautuna, kallaði Vigni til sín og veifaði framan í hann gula spjaldinu. Vignir brást illa við og sagði: „Hvað á þetta að þýða? Ég sagði ekki eitt aukatekið orð!“ „Ég veit það vel,“ svaraði Grétar um hæl, „en ég sá augnaráðið.“ Hélt að þú værir bremsufar á veginum! Á mótum Nýbýlavegar og Kársnes- brautar var lengi vel skúr sem var athvarf fyrir lögregluþjónana sem sinntu umferðareftirliti þar og eitt af því sem þeir gerðu var að stöðva umferðina þegar Landleiðarútan kom og hleypti farþegum út, svo þeir kæmust klakklaust yfir götuna. Eitt skiptið var Pétur Þ. Sveins- son, kenndur við Snæland, á vakt- inni og fór út á götu til að stöðva umferðina, en hann hefur alltaf ver- ið einstaklega grannur og langur. Hann rétti upp höndina til að stöðva næsta bíl, en sá hægði ekkert á sér fyrr en hann var kominn nánast upp að Pétri og rétt náði að klossbremsa í sömu mund og Pétur smeygði sér undan. Hann hljóp svo að bílnum og sagði við manninn: „Ætlaðirðu ekkert að stoppa, maður? Ég hélt að þú myndir bara keyra mig niður.“ Þá svaraði bílstjórinn: „Þú ert svo mjór, ég bara sá þig ekki vinur. Ég hélt fyrst að þú værir bremsufar á veginum!“ Nefbrotinn, blindur og vesk- islaus Á fyrstu uppgangsárum hjá meist- araflokki HK í handbolta karla var farið í keppnisferð til Vestmanna- eyja og att þar kappi við Þórara und- ir formerkjum 2. deildar. Á meðal liðsmanna HK var Erling nokkur Sigurðsson, sem komið hafði frá Þrótti; gríðarmikill varnarjaxl og einn af máttarstólpum liðsins. Svo gerist það í leiknum að Hann- es Leifsson, stórskytta Þórs, rekur olnbogann óvart í andlitið á Erling með þeim afleiðingum að hann nef- brotnar. Hann var vitaskuld sárkval- inn og gerðu menn strax ráðstafanir til að koma honum á heilsugæslu- stöðina til aðhlynningar, en þá bæt- ist það við að hann missir skyndi- lega sjónina og verður ekki um sel, eins og vænta mátti. Þegar komið var á móttöku heilsugæslustöðvarinnar streymdi blóðið úr nefi Er- lings og þess utan sá hann ekki neitt. Og meðan hann lá þarna í keppnisföt- unum og beið eftir því að læknir kæmi og liti á hann gekk ein af starfsstúlkun- um til hans og spurði fyrstra orða, hvort hann væri með ein- hverja peninga á sér. Þá sauð á Erling, sem leit á konuna án þess að sjá hana og hvæsti um leið: „Heldur þú virkilega að ég spili handbolta með veskið mitt klemmt á milli rasskinnanna?“ Ætlaði bara að ná í nestið Snorri Ragnar Jónsson var lengi verkstjóri hjá Kópavogsbæ og var þekktur fyrir að geta svarað fyrir sig án umhugsunar og láta engan eiga eitthvað inni hjá sér. Síður en svo. Eitt sinn stíflaðist holræsi á Ný- býlavegi og þar sem frekar langt var á milli brunna, var ákveðið að taka sénsinn og grafa niður á lögnina eftir því hvar líklegast væri að finna stífluna. Það var gert og mokað allt í kringum rörið og það svo brotið. Þar var þó allt þurrt og hreint, svo greinilegt var að stíflan væri aðeins ofar. En stuttu eftir að loft komst inn í lögnina heyrðust miklir skruðn- ingar, stíflan losnaði, það gaus upp ógurlegur fnykur og allt gúmmel- aðið gusaðist út um annan rörbút- inn, þannig að skurðurinn fylltist nánast af skolpi. Menn áttu fótum sínum fjör að launa, en komust þó allir klakklaust upp úr skurðinum. Í hugsunarleysi hafði Snorri hent jakkanum sínum ofan á skolprörið þegar hann kíkti inn í það og nú sáu menn hvar jakkinn flaut ofan á ósómanum. Snorri náði í skóflu og ætlaði að reyna að kraka jakkann sinn upp, þegar einhver sagði: „Þú ferð ekkert að nota jakkann aftur, eftir að hann hefur legið í þessum viðbjóði, er það nokkuð?“ Snorri hallaði sér þá fram á skófl- una og svaraði: „Nei, líklega ekki. En ég ætlaði nú bara að ná í nestið mitt. Það er þarna í hægri vasanum.“ Skólamálin í klámsíuna Kópavogsbær hefur alltaf reynt að vera í fararbroddi varðandi ra f ræn gögn, upplýsingar á heimasíðu og ýmis tölvutengd málefni. Þar hefur starfsfólk tölvudeildarinnar gegnt lykilhlutverki og fyrir allmörgum árum síðan var sett upp klámsía á allt tölvukerfi bæjarins, sem náði til skól- anna, stofnana bæj- arins og ekki hvað síst bæjarskrifstof- anna sjálfra. Þetta þótti hið besta mál og menn tóku strax eftir því að svokölluðum ruslpósti fækkaði svo um munaði eftir að sían var sett upp. Sigurður Geirdal bæjarstjóri skildi hins veg- ar ekkert í því að mikilvægur tölvu- póstur, sem hann hafði sent á alla skólastjóra Kópavogs, virtist ekki hafa vakið nein viðbrögð hjá þeim, svo hann hafði samband við einn þeirra, til að kanna hverju það sætti að hann hefði ekki svarað. Skóla- stjórinn kannaðist aftur á móti ekki við að hafa fengið neinn póst frá Sigurði og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að enginn af hinum skóla- stjórunum hafði heldur fengið um- ræddan tölvupóst. Sigurður hafði því strax samband við tölvudeildina til að láta kanna málið og það kom í ljós að klámsí- an hafði fundið einhvern óþef af þessari sendingu bæjarstjórans og sturtað henni umsvifalaust í rusl- ið. Fyrirsögnin var nefnilega ansi klámfengin, væru ensk leitarorð virk: „Sex mikilvæg atriði varðandi skólamál í Kópavogi.“ * * * *„Hrollvekjandi bók fyrir yngstu spennufíklana, sem líka fjallar um vináttu, falleg fjölskyldubönd og það að læra að lifa með sorginni.“ HÞÓ / FRÉTTABLAÐIÐ „Engin venjuleg barnasaga … einkar vel skrifuð saga með þekkilegum óhugnaði, ekki of hryllileg en þó nóg til að maður fái gæsahúð við lesturinn.“ ÁM / MORGUNBLAÐIÐ „Textinn er reyndar aðall bókarinnar, frábærlega tær og blæbrigðaríkur og ljósárum framar texta flestra bóka sem skrifaðar eru fyrir börn.“ FB / FRÉTTATÍMINN „Ég hefði gefið mikið fyrir að fá svona bók í hendur í bernsku ...“ GH / VIKAN „Dúkka er afbragðsgott innlegg í íslenskar barnabókmenntir sem vönduð hryllingssaga.“ HÝÍ / SIRKÚSTJALDIÐ LESTRAR HROLLUR w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 Gamansögur af Kópavogsbúum Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Það er gott að búa í Kópavogi í samantekt Gunnars Kr. Sigurjónssonar og Guðjóns Inga Eiríkssonar. Í bókinni eru gamansögur og -vísur af Kópavogsbúum, vel yfir 260 talsins. Þær eru sagðar af Kópavogsbúum allt frá leikskólaaldri og upp á tíræðisaldur, frá hreppstímabilinu og fram í júní á þessu ári. Hér eru nokkur sýnishorn úr bókinni. 32 bækur Helgin 13.-15. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.